Íslenski boltinn

Mawejje lánaður til félags í Suður-Afríku

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mawejje í leik með ÍBV í sumar.
Mawejje í leik með ÍBV í sumar. Mynd/Daníel
Miðjumaðurinn Tonny Mawejje er á leið frá ÍBV þar sem hann hefur verið lánaður til suður-afríska félagsins Golden Arrows.

Félagið hefur forkaupsrétt á honum og samkvæmt Eyjafréttum hafa forráðamenn þess mikinn áhuga að nýta sér hann þegar að lánssamningurinn rennur út.

Þetta er vitaskuld blóðtaka fyrir Eyjamenn sem misstu Finn Ólafsson til Fylkis nú í haust. Mawejje hefur spilað með ÍBV frá 2009 og á þeim tíma hefur hann leikið 71 leik í deild og bikar og skorað í þeim sex mörk.

Hann er þar að auki fastamaður í landsliði Úganda en hann spilaði í heimalandinu þar til að Eyjamenn sömdu við hann á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×