Sport

Haukur Helgi og félagar áfram öflugir á heimavelli

Haukur Helgi Pálsson og félagar í Assignia Manresa unnu 21 stigs heimasigur á Baloncesto Fuenlabrada, 80-59, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Manresa fór upp fyrir Fuenlabrada og upp í 11. sætið með þessum sigri en alls eru sex lið með sama stigafjölda í 7. til 12. sæti deildarinnar.

Körfubolti

Birkir fiskaði víti í sigri Standard Liege

Birkir Bjarnason kom inn á sem varamaður og fiskaði vítaspyrnu í 2-0 útisigri Standard Liege á Lierse í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Standard Liege komst upp í annað sætið með þessum sigri.

Fótbolti

Guardiola um Messi: Þarf ekki sitt besta til að vera bestur

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, er viss um að það hafi engin áhrif á Lionel Messi að hafa klikkað á vítaspyrnu í jafnteflinu á móti Valencia í vikunni. Messi átti möguleikja á að tryggja Barcelona sigur í fyrri leik liðanna í undanúrslitum bikarsins.

Fótbolti

Wenger: Oxlade-Chamberlain orðinn að manni á 2-3 mánuðum

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ánægður eftir frábæran sigur hans manna á Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í dag. Arsenal vann 7-1 sigur þar sem Robin van Persie skoraði þrennu í leiknum og lagði upp tvö, Alex Oxlade-Chamberlain skoraði tvö mörk og Theo Walcott lagði upp þrjú.

Enski boltinn

Sunna María með tíu mörk í sigri Gróttu

Sunna María Einarsdóttir og félagar hennar í Gróttu eru aðeins einu stigi á eftir Haukum í baráttunni um sjötta sætið í N1 deild kvenna í handbolta eftir 24-19 sigur í innbyrðisleik liðanna í dag. Gróttuliðið hefur þar með unnið tvo sigra á nýja árinu en liðið náði ekki að vinna leik fyrir jól.

Handbolti

Valskonur skoruðu 39 mörk í Eyjum

Valur vann 39-32 sigur á ÍBV í N1 deild kvenna í handbolta í dag en leikurinn fór fram í Vestmannaeyjum. Eyjastúlkur voru fyrsta liðið sem nær að skora 30 mörk á Val í vetur en það dugði þó ekki til sigurs.

Handbolti

LeBron og Kobe bestir í NBA-deildinni í janúar

LeBron James hjá Miami Heat og Kobe Bryant hjá Los Angeles Lakers hafa verið valdir bestu leikmenn NBA-deildarinnar í janúar, James í Austurdeildinni og Bryant í Vesturdeildinni. Fyrstu leikir tímabilsins í desember teljast einnig með.

Körfubolti

Gareth Bale besti leikmaðurinn í janúar

Gareth Bale, hjá Tottenham, hefur verið valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í janúarmánuði. Bale var með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í fjórum deildarleikjum Tottenham í janúar en hann átti þátt í marki í öllum leikjunum fjórum.

Enski boltinn

Van Persie með þrennu í fyrsta sigri Arsenal á árinu | Henry skoraði

Robin van Persie skoraði þrennu og Alex Oxlade-Chamberlain var með tvö mörk þegar Arsenal-liðið hrökk í gang og vann 7-1 stórsigur á Blackburn Rovers. Þetta var fyrsti sigur Arsenal á árinu 2004 en liðið var aðeins búið að ná í eitt stig úr síðustu fjórum leikjum sínum. Thierry Henry kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og skoraði sjöunda og síðasta markið.

Enski boltinn

Niklas Landin: AG verður bikarmeistari

Niklas Landin, hinn frábæri markvörður nýkrýndra Evrópumeistara Dana, verður ekki í sviðsljósinu um helgina þegar úrslitin ráðasta í dönsku bikarkeppninni. Lið hans Bjerringbro Silkeborg komst ekki í undanúrslitin en sporten.tv2.dk fékk markvörðinn snjalla til þess að spá fyrir hvaða lið muni vinna.

Handbolti

Hættir John Terry í enska landsliðinu?

Guardian segir frá því í morgun að John Terry sé að hugsa um að gefa ekki lengur kost á sér í enska landsliðið vegna þess að hann hafi verið rekinn sem fyrirliði liðsins og hafi ennfremur þurft að glíma við uppreisn gegn sér meðal leikmanna landsliðsins sem eru dökkir á hörund.

Enski boltinn

Rio Ferdinand hefur ekki áhuga á fyrirliðabandinu

Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United, hefur engan áhuga á því að taka við fyrirliðabandi enska landsliðsins eins og hann gerði síðast þegar John Terry missti fyrirliðabandið. Það lítur allt út fyrir að Steven Gerrard verði fyrirliði enska landsliðsins á EM í sumar.

Enski boltinn

NBA: Lakers-menn unnu á útivelli og Miami vann Philadelphia

Fjölmargir leikir fór fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers hefur gengið illa á útivelli í vetur en byrjaði sex leikja útileikjaferðalag á sigri á Denver Nuggets. Miami Heat vann öruggan sigur á spútnikliði Philadelphia 76ers, Boston Celtics vann New York Knicks í hörkuleik, Oklahoma City vann Memphis og þá dugðu 30 stig frá Dirk Nowitzki ekki Dallas á móti Indiana.

Körfubolti

Er ekki búinn að semja

Guðjón Valur Sigurðsson segir að það sé rangt sem kvisaðist út í gær að hann væri búinn að semja við þýska félagið Kiel, sem hefur augastað á leikmanninum. Hans mál skýrast um helgina eða eftir helgi. Þrjú félög eru í sigtinu.

Handbolti

Aron fékk slæma matareitrun

Aron Pálmarsson, leikmaður Kiel, er á ágætum batavegi eftir að hafa fengið heiftarlega matareitrun sem hefur haldið honum í rúminu alla helgina.

Handbolti

City þarf að komast aftur á skrið

Árið hefur ekki byrjað nógu vel hjá Manchester City en liðið hefur ekki nema unnið þrjá af síðustu níu leikjum sínum í öllum keppnum. Liðið hefur á síðustu vikum fallið úr leik í bæði bikarnum og deildabikarnum og í vikunni náðu grannarnir í Manchester United að jafna liðið að stigum á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Enski boltinn

Sir Alex vill að sínir menn taki í höndina á bæði Terry og Suarez

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, mun ráðleggja bæði Rio Ferdinand og Patrice Evra að taka í höndina á John Terry og Luis Suarez fyrir komandi leiki Manchester United á móti Chelsea og Liverpool. Þetta verða fyrstu leikir United á móti þeim Terry og Suarez síðan að þeir voru sakaðir um kynþáttafordóma gegn bróðir Rio og Evra.

Enski boltinn