Sport

Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar
Kyle Walker var ekki í leikmannahópi Manchester City í dag þegar City valtaði yfir lið Salford í bikarnum. Eftir leik staðfesti knattspyrnustjórinn Pep Guardiola að Walker hefði óskað eftir að yfirgefa félagið.

Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni
Leeds United er komið áfram í næstu umferð eftir nauman sigur á D-deildar liði Harrogate Town. Þá er Coventry sömuleiðis komið áfram eftir sigur í Championship-slag.

Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu
Manchester City er komið í næstu umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu en liðið vann 8-0 risasigur á Salford City á heimavelli í dag.

Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu
Bayern náði á ný fjögurra stiga forskoti á toppi þýsku deildarinnar í knattspyrnu eftir góðan útisigur á Borussia Mönchengladbach í dag.

Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik
Torino og Juventus gerðu jafntefli í nágrannaslag í Serie A-deildinni á Ítalíu í dag. Juventus mistókst því að minnka forskot liðanna í efstu sætum deildarinnar.

Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn
Haukar fara með ágætt veganesti í seinni leik liðsins gegn úkraínska liðinu Galychanka Lviv. Haukar unnu tveggja marka sigur í fyrri leik liðanna í dag.

Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum
Valskonur gerðu 25-25 jafntefli við Malaga þegar liðin mættust í 16-liða úrslitum EHF-bikarsins í handbolta. Seinni leikur liðanna fer fram á heimavelli Vals um næstu helgi.

Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri
Elvar Már Friðriksson átti fínan leik fyrir lið Maroussi sem vann mikilvægan sigur í gríska körfuboltanum í dag.

Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea
Chelsea vann öruggan sigur á D-deildarliði Morecambe í enska FA-bikarnum í knattspyrnu í dag. Þá var Guðlaugur Victor Pálsson mættur í byrjunarlið Plymouth sem vann frækinn sigur og tryggði sér sæti í næstu umferð.

Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni
Landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir var í eldlínunni með liði Blomberg-Lippe sem tók á móti franska liðinu Dijon í fyrstu umferð Evrópudeildar kvenna í handknattleik í dag.

Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM
Ísland tapaði með tveimur mörkum í æfingaleik ytra gegn Svíþjóð, síðasta leik liðsins fyrir heimsmeistaramótið. Strákarnir okkar áttu erfitt uppdráttar sóknarlega, lentu langt eftir á í fyrri hálfleik og þurftu, þrátt fyrir betri spilamennsku í seinni hálfleik, að sætta sig við 26-24 tap.

Aldís Ásta frábær í stórsigri
Íslenska handboltakonan Aldís Ásta Heimisdóttir átti mjög góðan leik í sænsku úrvalsdeildinni í dag þegar lið hennar var stórsigur og hélt sigurgöngu sinni áfram.

Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool
Liverpool er komið áfram í fjórðu umferð enska bikarsins eftir 4-0 sigur á D-deildarliði Accrington Stanley á Anfield í dag.

Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals
Framherjarnir Patrick Pedersen og Albin Skoglund voru báðir á skotskónum í dag þegar Valur vann 4-2 sigur á Þrótti í fyrsta leik liðanna í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta í ár.

Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum
Stjarnan fagnaði sigri í Olís deild kvenna í handbolta í dag en það var jafntefli í hinum leik dagsins.

Stórsigur hjá KR-ingum
KR-ingar byrja nýtt ár vel í fótboltanum því þeir unnu 6-0 stórsigur á Fjölni í Reykjavíkurmóti karla í dag.

Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák
Liverpool komst áfram í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í dag eftir 4-0 sigur á D-deildarliði Accrington Stanley.

Alfons og Willum áfram í enska bikarnum
Alfons Sampsted og Willum Willumsson komust í dag áfram í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar eftir sigur á Lincoln City á heimavelli.

Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag
Vinícius Júnior, stjörnuleikmaður Real Madrid, er sagður velta því fyrir sér þessa dagana að kaupa sér fótboltafélag.

Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“
JJ Redick, þjálfari NBA liðsins Los Angeles Lakers, er einn af þeim sem misstu heimili sín í eldunum í Los Angeles.

Freyr sagði já við Brann
Freyr Alexandersson hefur samþykkt að verða næsti þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Brann.

Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða
Manchester City er að ganga frá kaupum á varnarmanninum Abdukodir Khusanov en enska félagið er sagt hafa náð samkomulag við Lens í Frakklandi.

Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag
Liverpool fær D-deildarliðið Accrington Stanley í heimsókn á Anfield í dag í þriðju umferð enska bikarsins og þar fær ungur leikmaður tækifæri í framlínu Liverpool.

Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn
Ruben Amorim segist ekki vera að pressa á nýja leikmenn í janúarglugganum samkvæmt nýjasta viðtalinu við portúgalska aðalþjálfara United.

Þórir hefur ekki áhuga
Þórir Hergeirsson hefur ekki áhuga á því að taka við þjálfun danska kvennalandsliðinu í handbolta en hann staðfesti það í viðtali í norsku dagblaði.

Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“
Hermann Hauksson fékk það stóra verkefni að velja besta KR-ing sögunnar í Bónus Körfuboltakvöldi í gærkvöldi.

Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn
Georgíski knattspyrnumaðurinn Khvicha Kvaratskhelia hefur verið sterklega orðaður við Liverpool að undanförnu en knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildeildarfélagsins vill ekki blanda sér í þá umræðu.

David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton
David Moyes er tekinn við sem knattspyrnustjóri Everton en félagið tilkynnti þetta á miðlum sínum í morgun.

Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“
Eftir að hafa skotist fram á stóra sviðið með liði Víkings Reykjavíkur á síðasta ári hefur Gísli Gottskálk Þórðarson verið keyptur til toppliðsins í Póllandi. Hann stekkur strax í djúpu laugina með liðinu og er mættur til Tyrklands í æfingaferð

„Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“
Íslenska karlalandsliðið í handbolta á að setja stefnuna á 8-liða úrslit, hið minnsta, á komandi heimsmeistaramóti samkvæmt fyrrum landsliðsmanni. Margt má taka út úr jafntefli við sterkt lið Svía í gær.