Handbolti

„Tauga­laus“ Óðinn með þrettán mörk

Sindri Sverrisson skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson var rosalegur í kvöld, eins og reyndar oft áður.
Óðinn Þór Ríkharðsson var rosalegur í kvöld, eins og reyndar oft áður. Vísir/Vilhelm

Óðinn Þór Ríkharðsson var hreint ótrúlegur í grannaslag í svissnesku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. „Taugalausi maðurinn“, eins og hann er kallaður á samfélagsmiðlum Kadetten Schaffhausen, skoraði 13 mörk úr 14 skotum fyrir liðið í kvöld. Í Noregi var ójafn Íslendingaslagur.

Kadetten vann sætan sigur á grönnum sínum frá Pfadi Winterthur, 33-30, eftir að hafa verið 15-13 undir í hálfleik.

Óðinn Þór Ríkharðsson var kallaður taugalausi maðurinn, á Instagram hjá Kadetten Schaffhausen.Skjáskot/@kadettensh

Þegar sex mínútur voru eftir hafði Kadetten náð að komast yfir, 29-28, og Óðinn var með boltann á vítalínunni. Kadetten sýndi frá vítakasti hans á Instagram, og kallaði hornamanninn taugalausan, enda skoraði hann úr öllum átta vítum sínum í kvöld.

Óðoinn var auðvitað langmarkahæstur í leiknum með sín 13 mörk en næstur á eftir honum kom Luka Maros með átta mörk.

Tryggvi fagnaði risasigri gegn Degi

Í Noregi var Íslendingaslagur þegar Elverum vann risasigur gegn Arendal á útivelli, 37-18, eftir að hafa verið níu mörkum yfir í hálfleik, 18-9.

Selfyssingurinn Tryggvi Þórisson er nú leikmaður Elverum, eftir að hafa komið frá Svíþjóð í sumar, og var með í kvöld en þó ekki einn af markaskorurunum.

Hjá Arendal var Dagur Gautason einn af markahæstu mönnunum með fjögur mörk. Dagur er mættur aftur til Arendal eftir að hafa farið til franska stórliðsins Montpellier og spilað þar seinni hluta síðustu leiktíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×