Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2025 13:02 Tryggvi Snær Hlinason hefur spilað einstaklega vel á EM. vísir/hulda margrét Ekki verður annað sagt en Tryggvi Snær Hlinason hafi spilað frábærlega með íslenska landsliðinu á EM í körfubolta. Hann er efstur í nokkrum tölfræðiþáttum á mótinu. Í fyrstu fjórum leikjum Íslands á EM er Tryggvi með 16,3 stig, 12,0 fráköst, 2,0 stoðsendingar og 2,5 varin skot að meðaltali. Enginn leikmaður á EM hefur tekið fleiri fráköst á mótinu en Tryggvi. Næstur er Svartfellingurinn Nikola Vucevic sem leikur með Chicago Bulls í NBA-deildinni með 11,8 fráköst að meðaltali í leik. Í 3. sæti á frákastalistanum er svo serbneska ofurstjarnan Nikola Jokic með 9,3 fráköst. Tryggvi hefur einnig varið flest skot allra leikmanna á EM. Jafnir í 2.-3. sæti á þeim lista eru Portúgalinn Neemias Queta og Georgíumaðurinn Goga Bitadze með tvö varin skot að meðaltali í leik. Tryggvi er sömuleiðis í efsta sæti á listanum yfir þá leikmenn sem hafa spilað flestar mínútur á EM. Hann hefur spilað 147 af þeim 160 mínútum sem hafa verið í boði í fyrstu fjórum leikjum Íslands og þær hefðu eflaust verið fleiri ef hann hefði ekki fengið sína fimmtu villu í 4. leikhluta gegn Slóveníu í gær. Miðherjinn úr Bárðardalnum spilar 36,8 mínútur að meðaltali í leik en þar á eftir kemur Slóveninn Luka Doncic með 33,4 mínútur. Þeir Tryggvi mættust einmitt í gær þar sem Slóvenar höfðu betur, 79-87. Tryggvi hefur nýtt 24 af 31 skoti sínu inni í teig á EM sem gerir 77,4 prósenta nýtingu. Enginn leikmaður á mótinu er með betri tveggja stiga nýtingu en hann. Næstur á eftir Tryggva kemur Jokic með 74,3 prósenta nýtingu. Tryggvi er jafnframt eini leikmaður mótsins sem hefur náð tvennu í öllum fjórum leikjunum, það er að vera með að minnsta kosti tíu stig og tíu fráköst. Aðeins fimm stjörnur úr NBA eru fyrir ofan Tryggva þegar litið er á listann yfir flest framlagsstig að meðaltali í leik á EM. Þetta eru Doncic, Giannis Antetokounmpo, Lauri Markkanen, Alperen Sengun og Jokic. Tryggvi er með 26 framlagsstig að meðaltali í leik á EM. Íslenska liðið á ekki lengur möguleika á að komast í sextán liða úrslit á EM. Það mætir Frakklandi í lokaleik sínum klukkan 12:00 á morgun. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Fjórða tap Íslands á EM karla í körfubolta kom gegn Slóveníu með stórstjörnuna Luka Dončić innanborðs. 2. september 2025 22:47 Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Leik lokið. 87-79 fyrir Slóveníu niðurstaðan. Líkt og í byrjun leiks eru það stuðningsmenn Íslands sem standa og kalla á lið sitt á meðan minna fer fyrir öðrum. Dagurinn hófst á gæsahúð og endar á henni sömuleiðis. 2. september 2025 19:01 „Auðvitað er ég svekktur“ „Fannst við aftur eiga góðan leik. Við fengum tækifæri í síðari hálfleik sem við nýttum ekki nægilega vel. Gegn góðu liði eins og Slóveníu þarf maður að nýta slík tækifæri til að halda sér inn í leiknum og gefa sér möguleika á að fara með sigur af hólmi.“ 2. september 2025 18:18 Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði naumlega fyrir Luka Doncic og félögum í Slóveníu, 79-87, í fjórða leik sínum í D-riðli Evrópumótsins í körfubolta. 2. september 2025 16:55 „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Væntingastjórnunin var sú að sækja sigur. Við sáum tækifæri til að vinna þennan leik,“ sagði Ægir Þór Steinarsson eftir tap Íslands gegn Slóveníu á Evrópumóti karla í körfubolta. Ægir Þór var að leika sinn 100. A-landsleik. 2. september 2025 18:02 „Var loksins ég sjálfur“ Martin Hermannsson átti sinn besta leik á Evrópumótinu í körfubolta þegar Ísland tapaði fyrir Slóveníu, 79-87, í dag. Martin var svekktur í leikslok en segir að íslenska liðið sýni leik eftir leik að það eigi heima á stærsta sviðinu. 2. september 2025 17:25 „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Stoltur af okkur, það eru bara pínulitir hlutir sem vantar upp á“ sagði Jón Axel Guðmundsson eftir 79-87 tap Íslands gegn Slóveníu á EM í körfubolta. Hann fékk það erfiða verkefni að dekka Luka Doncic í leiknum. 2. september 2025 17:42 Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði fjórða leiknum sínum í röð á Evrópumótið í Póllandi en að þessu sinni með átta stigum á móti Luka Doncic og félögum hans í Slóveníu. Okkar Doncic átti mjög góðan leik í dag. 2. september 2025 17:08 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fleiri fréttir ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Sjá meira
Í fyrstu fjórum leikjum Íslands á EM er Tryggvi með 16,3 stig, 12,0 fráköst, 2,0 stoðsendingar og 2,5 varin skot að meðaltali. Enginn leikmaður á EM hefur tekið fleiri fráköst á mótinu en Tryggvi. Næstur er Svartfellingurinn Nikola Vucevic sem leikur með Chicago Bulls í NBA-deildinni með 11,8 fráköst að meðaltali í leik. Í 3. sæti á frákastalistanum er svo serbneska ofurstjarnan Nikola Jokic með 9,3 fráköst. Tryggvi hefur einnig varið flest skot allra leikmanna á EM. Jafnir í 2.-3. sæti á þeim lista eru Portúgalinn Neemias Queta og Georgíumaðurinn Goga Bitadze með tvö varin skot að meðaltali í leik. Tryggvi er sömuleiðis í efsta sæti á listanum yfir þá leikmenn sem hafa spilað flestar mínútur á EM. Hann hefur spilað 147 af þeim 160 mínútum sem hafa verið í boði í fyrstu fjórum leikjum Íslands og þær hefðu eflaust verið fleiri ef hann hefði ekki fengið sína fimmtu villu í 4. leikhluta gegn Slóveníu í gær. Miðherjinn úr Bárðardalnum spilar 36,8 mínútur að meðaltali í leik en þar á eftir kemur Slóveninn Luka Doncic með 33,4 mínútur. Þeir Tryggvi mættust einmitt í gær þar sem Slóvenar höfðu betur, 79-87. Tryggvi hefur nýtt 24 af 31 skoti sínu inni í teig á EM sem gerir 77,4 prósenta nýtingu. Enginn leikmaður á mótinu er með betri tveggja stiga nýtingu en hann. Næstur á eftir Tryggva kemur Jokic með 74,3 prósenta nýtingu. Tryggvi er jafnframt eini leikmaður mótsins sem hefur náð tvennu í öllum fjórum leikjunum, það er að vera með að minnsta kosti tíu stig og tíu fráköst. Aðeins fimm stjörnur úr NBA eru fyrir ofan Tryggva þegar litið er á listann yfir flest framlagsstig að meðaltali í leik á EM. Þetta eru Doncic, Giannis Antetokounmpo, Lauri Markkanen, Alperen Sengun og Jokic. Tryggvi er með 26 framlagsstig að meðaltali í leik á EM. Íslenska liðið á ekki lengur möguleika á að komast í sextán liða úrslit á EM. Það mætir Frakklandi í lokaleik sínum klukkan 12:00 á morgun.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Fjórða tap Íslands á EM karla í körfubolta kom gegn Slóveníu með stórstjörnuna Luka Dončić innanborðs. 2. september 2025 22:47 Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Leik lokið. 87-79 fyrir Slóveníu niðurstaðan. Líkt og í byrjun leiks eru það stuðningsmenn Íslands sem standa og kalla á lið sitt á meðan minna fer fyrir öðrum. Dagurinn hófst á gæsahúð og endar á henni sömuleiðis. 2. september 2025 19:01 „Auðvitað er ég svekktur“ „Fannst við aftur eiga góðan leik. Við fengum tækifæri í síðari hálfleik sem við nýttum ekki nægilega vel. Gegn góðu liði eins og Slóveníu þarf maður að nýta slík tækifæri til að halda sér inn í leiknum og gefa sér möguleika á að fara með sigur af hólmi.“ 2. september 2025 18:18 Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði naumlega fyrir Luka Doncic og félögum í Slóveníu, 79-87, í fjórða leik sínum í D-riðli Evrópumótsins í körfubolta. 2. september 2025 16:55 „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Væntingastjórnunin var sú að sækja sigur. Við sáum tækifæri til að vinna þennan leik,“ sagði Ægir Þór Steinarsson eftir tap Íslands gegn Slóveníu á Evrópumóti karla í körfubolta. Ægir Þór var að leika sinn 100. A-landsleik. 2. september 2025 18:02 „Var loksins ég sjálfur“ Martin Hermannsson átti sinn besta leik á Evrópumótinu í körfubolta þegar Ísland tapaði fyrir Slóveníu, 79-87, í dag. Martin var svekktur í leikslok en segir að íslenska liðið sýni leik eftir leik að það eigi heima á stærsta sviðinu. 2. september 2025 17:25 „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Stoltur af okkur, það eru bara pínulitir hlutir sem vantar upp á“ sagði Jón Axel Guðmundsson eftir 79-87 tap Íslands gegn Slóveníu á EM í körfubolta. Hann fékk það erfiða verkefni að dekka Luka Doncic í leiknum. 2. september 2025 17:42 Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði fjórða leiknum sínum í röð á Evrópumótið í Póllandi en að þessu sinni með átta stigum á móti Luka Doncic og félögum hans í Slóveníu. Okkar Doncic átti mjög góðan leik í dag. 2. september 2025 17:08 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fleiri fréttir ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Sjá meira
Myndaveisla frá bardaganum við Luka Fjórða tap Íslands á EM karla í körfubolta kom gegn Slóveníu með stórstjörnuna Luka Dončić innanborðs. 2. september 2025 22:47
Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Leik lokið. 87-79 fyrir Slóveníu niðurstaðan. Líkt og í byrjun leiks eru það stuðningsmenn Íslands sem standa og kalla á lið sitt á meðan minna fer fyrir öðrum. Dagurinn hófst á gæsahúð og endar á henni sömuleiðis. 2. september 2025 19:01
„Auðvitað er ég svekktur“ „Fannst við aftur eiga góðan leik. Við fengum tækifæri í síðari hálfleik sem við nýttum ekki nægilega vel. Gegn góðu liði eins og Slóveníu þarf maður að nýta slík tækifæri til að halda sér inn í leiknum og gefa sér möguleika á að fara með sigur af hólmi.“ 2. september 2025 18:18
Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði naumlega fyrir Luka Doncic og félögum í Slóveníu, 79-87, í fjórða leik sínum í D-riðli Evrópumótsins í körfubolta. 2. september 2025 16:55
„Verðum að þekkja okkar gildi“ „Væntingastjórnunin var sú að sækja sigur. Við sáum tækifæri til að vinna þennan leik,“ sagði Ægir Þór Steinarsson eftir tap Íslands gegn Slóveníu á Evrópumóti karla í körfubolta. Ægir Þór var að leika sinn 100. A-landsleik. 2. september 2025 18:02
„Var loksins ég sjálfur“ Martin Hermannsson átti sinn besta leik á Evrópumótinu í körfubolta þegar Ísland tapaði fyrir Slóveníu, 79-87, í dag. Martin var svekktur í leikslok en segir að íslenska liðið sýni leik eftir leik að það eigi heima á stærsta sviðinu. 2. september 2025 17:25
„Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Stoltur af okkur, það eru bara pínulitir hlutir sem vantar upp á“ sagði Jón Axel Guðmundsson eftir 79-87 tap Íslands gegn Slóveníu á EM í körfubolta. Hann fékk það erfiða verkefni að dekka Luka Doncic í leiknum. 2. september 2025 17:42
Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði fjórða leiknum sínum í röð á Evrópumótið í Póllandi en að þessu sinni með átta stigum á móti Luka Doncic og félögum hans í Slóveníu. Okkar Doncic átti mjög góðan leik í dag. 2. september 2025 17:08