Sport

Þakkaði sjálf­boða­liðum og minnti á mikil­vægi í­þrótta

Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands og varaþingmaður Samfylkingarinnar og hélt sína fyrstu ræðu á Alþingi fyrir helgi. Hann nýtti tækifærið og þakkaði öllum þeim sem hafa starfað sem sjálfboðaliðar í kringum íþróttir og minnti þá landann á gríðarlegt mikilvægi íþrótta í samfélaginu.

Körfubolti

Frá­bær byrjun dugði ekki til og Gunn­laugur Árni úr leik

Gunnlaugur Árni Sveinsson, kylfingur í GKG, tók þátt í lokaúrtökumóti fyrir Opna bandaríska meistaramótið í golfi í dag. Gunnlaugur Árni fór frábærlega af stað og sat um tíma í 2. sæti. Sú spilamennska entist þó ekki út daginn og hann er úr leik.

Golf

Upp­gjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Horn­spyrnur urðu heima­mönnum að falli

Stjarnan og Víkingur gerðu 2-2 jafntefli sín á milli á Samsung vellinum í sjöundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og hefðu hæglega getað skorað meira en eitt mark þar. Stjarnan mætti mun betur búin inn í seinni hálfleikinn og skoraði tvö mark, en skortir kunnáttu til að verjast hornspyrnum og þurfti að sætta sig við stig.

Íslenski boltinn

Upp­gjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Ís­lands­meistara­titlinum

Fram og Valur mættust í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Leikið var í Úlfarsárdalnum en Fram hafði unnið fyrsta leikinn á Hlíðarenda í síðustu viku. Svo fór að lokum að Fram sigraði með einu marki eftir æsispennandi lokamínútur þar Valur gat jafnað leikinn þegar skammt var til leiksloka en skot Bjarna Selvind hafnaði í stönginni áður en Fram náði frákastinu.

Handbolti

Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax

Eftir hörmulegan endi á nýafstöðnu tímabili hefur Francesco Farioli ákveðið að segja starfi sínu lausu sem þjálfari hollenska knattspyrnuliðsins Ajax. Kristian Nökkvi Hlynsson mun því þurfa að sanna sig fyrir nýjum þjálfara þegar hann mætir til æfinga að sumarfríi loknu.

Fótbolti

Cunha að ganga í raðir Man United

Það virðist næsta öruggt að brasilíski framherjinn Matheus Cunha muni ganga í raðir Manchester United þegar tímabilinu lýkur. Talið er að alls hafi fimm lið verið með hann á óskalista sínum en Cunha er harður á því að spila fyrir Man United.

Enski boltinn

Muslera með mark og Mourinho súr

Galatasaray tryggði sér tyrkneska titilinn í fótbolta með 3-0 sigri á Kayserispor í næst síðustu umferð deildarinnar í gær. Lærisveinar José Mourinho í Fenerbahce sitja eftir með sárt ennið.

Fótbolti

Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina

„Ég er bara ferskur sko. Það er ekkert annað hægt í þessu frábæra veðri. Það eru allir í stuði,“ segir Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram, fyrir leik liðsins við Val í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í kvöld.

Handbolti

Ný­liðar á rá­spól fyrir stærsta kapp­akstur í heimi

Ísraelsk-rússneski ökuþórinn og nýliðinn Robert Shwartzman kom öllum að óvörum þegar hann náði ráspól fyrir Indianapolis 500-kappaksturinn í tímatökum í gær. Þetta er jafnframt í fyrsta skiptið sem Prema-lið hans tekur þátt í þessum stærsta kappakstri í heimi.

Sport

„Fal­legasta sam­band sem hægt er að mynda“

„Ég er búinn að eignast áttatíu nýja vini hér í Garðabæ,“ sagði Hilmar Smári Henningsson, landsliðsmaður og lykilmaður Stjörnunnar í körfubolta, eftir sigurinn sem færði liðinu oddaleik gegn Tindastóli á Sauðárkróki næsta miðvikudag.

Körfubolti