Angelina Jolie sækir um skilnað frá Brad Pitt Stefán Árni Pálsson skrifar 20. september 2016 14:48 Hjónin á Óskarnum á sínum tíma. vísir/getty Leikkonan Angelina Jolie hefur sótt um skilnað en hún er gift leikaranum Brad Pitt og hafa þau verið saman síðan árið 2004. Þetta kemur fram í slúðurmiðlinum TMZ en þar segir að ástæðan sé mismunandi sjónarmið parsins á barnauppeldi. Jolie mun hafa sótt formlega um skilnaðinn í gær og fer hún fram á forræði yfir börnunum þeirra sex. Ef Jolie fær fullt forræði mun hún leyfa Pitt að heimsækja börnin en hún er ekki reiðubúin að vera með sameiginlegt forræði með leikaranum. Hún segir í skilnaðarpappírunum að þau hafi skilið þann 15. september. Þau giftu sig í ágúst 2014 og er með sanni hægt að segja að þetta sé eitt allra frægasta par heims í dag. Brad Pitt er 52 ára en Angelina Jolie er 41 árs. Allir helstu miðlarnir um heim allan eru að greina frá málinu og staðfesti virtur blaðamaður CNN fréttirnar á Twitter fyrir stundu. Heimildarmaður CNN hefur staðfest fréttirnir.CNN CONFIRMS: Angelina Jolie has filed for divorce from husband of two years Brad Pitt, a source familiar with the filing. -@BrianStelter— Vaughn Sterling (@vplus) September 20, 2016 Yfirvofandi skilnaður Brads og Angelinu hefur verið vinsælt umfjöllunarefni fjölmiðla síðustu ár. Í júní sló slúðurblaðið Star því upp að Selena Gomez hefði komið upp á milli þeirra. Nú fyrr í vikunni birti In Touch forsíðu með fréttinni. Nú virðist þetta vera orðið að staðreynd að Jolie hafi sótt um skilnað.Samkvæmt skilnaðarskjölunum fer Angelina Jolie ekki fram á neina framfærslu. Þau felldu hugi saman þegar þau léku saman í kvikmyndinni Mr. and Mrs. Smith árið 2004. Þau giftu sig við leynilega athöfn árið 2014 á landareign sinni í Frakklandi, Chateau Miraval. Pitt bað Angelinu tveimur árum áður en þá höfðu þau verið saman í fjölda ára. Pitt sagði að þau höfðu gengið í hjónaband vegna pressu frá börnunum þeirra. Jolie-Pitt börnin eru sex talsins og heita; Maddox Chivan (15 ára), Pax Thien (12 ára), Zahara Marley (11 ára), Shiloh Nouvel (10 ára) og tvíburarnir Knox Leon (8 ára) og Vivienne Marcheline (8 ára). Hér eru þau saman með börnunum sex við LAX flugvöllinn árið 2014.vísir/gettyFyrir ári síðan mættu þau í þáttinn Today og ræddu ítarlega um hjónabandið. Þau hafa verið tíðir gestir í fjölmiðlum síðastliðin áratug. Brad Pitt var áður með Gwyneth Paltrow og Jennifer Aniston og Angelina Jolie var áður í sambandi við þá Jonny Lee Miller og Billy Bob Thornton. Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Fleiri fréttir Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Sjá meira
Leikkonan Angelina Jolie hefur sótt um skilnað en hún er gift leikaranum Brad Pitt og hafa þau verið saman síðan árið 2004. Þetta kemur fram í slúðurmiðlinum TMZ en þar segir að ástæðan sé mismunandi sjónarmið parsins á barnauppeldi. Jolie mun hafa sótt formlega um skilnaðinn í gær og fer hún fram á forræði yfir börnunum þeirra sex. Ef Jolie fær fullt forræði mun hún leyfa Pitt að heimsækja börnin en hún er ekki reiðubúin að vera með sameiginlegt forræði með leikaranum. Hún segir í skilnaðarpappírunum að þau hafi skilið þann 15. september. Þau giftu sig í ágúst 2014 og er með sanni hægt að segja að þetta sé eitt allra frægasta par heims í dag. Brad Pitt er 52 ára en Angelina Jolie er 41 árs. Allir helstu miðlarnir um heim allan eru að greina frá málinu og staðfesti virtur blaðamaður CNN fréttirnar á Twitter fyrir stundu. Heimildarmaður CNN hefur staðfest fréttirnir.CNN CONFIRMS: Angelina Jolie has filed for divorce from husband of two years Brad Pitt, a source familiar with the filing. -@BrianStelter— Vaughn Sterling (@vplus) September 20, 2016 Yfirvofandi skilnaður Brads og Angelinu hefur verið vinsælt umfjöllunarefni fjölmiðla síðustu ár. Í júní sló slúðurblaðið Star því upp að Selena Gomez hefði komið upp á milli þeirra. Nú fyrr í vikunni birti In Touch forsíðu með fréttinni. Nú virðist þetta vera orðið að staðreynd að Jolie hafi sótt um skilnað.Samkvæmt skilnaðarskjölunum fer Angelina Jolie ekki fram á neina framfærslu. Þau felldu hugi saman þegar þau léku saman í kvikmyndinni Mr. and Mrs. Smith árið 2004. Þau giftu sig við leynilega athöfn árið 2014 á landareign sinni í Frakklandi, Chateau Miraval. Pitt bað Angelinu tveimur árum áður en þá höfðu þau verið saman í fjölda ára. Pitt sagði að þau höfðu gengið í hjónaband vegna pressu frá börnunum þeirra. Jolie-Pitt börnin eru sex talsins og heita; Maddox Chivan (15 ára), Pax Thien (12 ára), Zahara Marley (11 ára), Shiloh Nouvel (10 ára) og tvíburarnir Knox Leon (8 ára) og Vivienne Marcheline (8 ára). Hér eru þau saman með börnunum sex við LAX flugvöllinn árið 2014.vísir/gettyFyrir ári síðan mættu þau í þáttinn Today og ræddu ítarlega um hjónabandið. Þau hafa verið tíðir gestir í fjölmiðlum síðastliðin áratug. Brad Pitt var áður með Gwyneth Paltrow og Jennifer Aniston og Angelina Jolie var áður í sambandi við þá Jonny Lee Miller og Billy Bob Thornton.
Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Fleiri fréttir Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Sjá meira