Fótbolti

Eiður hættur hjá Molde | Skórnir kannski á leið upp í hillu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eiður Smári með Íslandi á EM.
Eiður Smári með Íslandi á EM. vísir/getty
Eiður Smári Guðjohnsen er hættur hjá norska félaginu Molde. Eiður segist ekki vita hvort hann haldi áfram í fótbolta.

Samkomulag hefur náðst á milli Eiðs og félagsins um að slíta samningi á milli þeirra. Síðasti leikur Eiðs með Molde var í fyrrakvöld.

„Ég átti gott spjall við Ole Gunnar þjálfara. Mér fannst vera tími fyrir mig að stíga til hliðar. Það er mikið að breytast hjá liðinu. Ungir menn að koma inn og ég er augljóslega ekki að fara að vera hér í mörg ár,“ sagði Eiður við Facebook-síðu Molde.

„Eftir síðasta leik leið mér eins og ég væri að taka spiltíma frá ungum mönnum sem þurfa nauðsynlega á reynslu að halda. Því tók ég þessa ákvörðun. Ég átta mig á að ferlinum fer að ljúka en ég hef ekki tekið ákvörðun um hvort ég sé hættur. Mér fannst þetta samt vera rétt ákvörðun núna.

„Það er alltaf erfitt að taka svona ákvörðun. Það fór mikil orka í EM og eftir EM var ég ekki til í að hætta. Því ákvað ég að koma og halda áfram hérna hjá Molde. Ég er mjög þakklátur Molde og Ole Gunnar sem hefur gert mikið fyrir mig.“

Sjá má viðtalið við Eið Smára hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×