Sprenging hefur orðið í eftirspurn eftir flugmiðum frá Íslandi til Frakklands Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. júní 2016 18:45 Stóru flugfélögin Icelandair og WOW-air hafa kannað möguleikan á því að bæta við ferðum því áhuginn er slíkur. Vísir/GVA Sprenging hefur orðið í eftirspurn eftir flugmiðum frá Íslandi til Frakklands eftir að ljóst varð að Ísland hefði tryggt sér í 16 liða úrslitin á EM í gær. Mikið álag hefur verið á ferðaskrifstofum í dag og eru biðlistar eftir flug til Frakklands orðnir vel fullir. Stóru flugfélögin Icelandair og WOW-air hafa kannað möguleikan á því að bæta við ferðum því áhuginn er slíkur. „Það byrjaði strax eftir leikinn í gærkvöldi og hefur haldið áfram. Við sjáum þó að þetta virðist aðeins vera róast eftir að í ljós kom að margir áttu erfitt með að ná miðum á leikinn. Við erum að fljúga 30-50 flug á dag og mér telst til að á morgun og um helgina erum við að fljúga svona hundrað sinnum til borga í evrópu. Þeir sem ætla sér út ættu að nýta sér það heldur en frekar en að treysa á hugsanlegt leigflug sem kannski verður og kannski ekki.“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. En það eru ekki einungis fótboltaþyrstir íslendingar á klakanum sem vilja komast út því í Frakklandi er stór hópur fólks sem hefur hug á að framlengja dvöl sína að minnsta kosti þar til eftir leik á mánudag. „Þetta er mikið púsluspil og það er allt á fullu hjá okkur. Við komumst varla yfir að svara fólkinu sem er að hafa samband. En það er verið að reyna finna flug fyrir alla. Það er svona númer eitt, tvö og þrjú og hótelgistingu. Núna erum við að fá flug beint heim frá Nice á þriðjudaginn sem er svona hugsað til þeirra sem eru úti núna og og vilja vera áfram.“ segir Silja Rún Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri hjá Vita Sport. Og svo voru aðrir sem fóru óvenjulegar leiðir og leigðu flugvél til að tryggja ferð á leikinn. En hvernig gerir maður það? „Maður sendir bara upplýsingar hvert maður getur farið og hvort það sé hægt að búa til hóp. Þannig að þetta er bara hópferð með íslendinga og útskýrði þetta bara þannig. Mönnum bara leist vel á og komu með tilboð í vélina þannig að ég setti út á facebook í gær að ég væri með möguleikan á þessu og það hefur verið aldeilis áhuginn.“ segir Grétar Sigfinnur Sigurðarson, athafnamaður. Fréttir af flugi Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Sprenging hefur orðið í eftirspurn eftir flugmiðum frá Íslandi til Frakklands eftir að ljóst varð að Ísland hefði tryggt sér í 16 liða úrslitin á EM í gær. Mikið álag hefur verið á ferðaskrifstofum í dag og eru biðlistar eftir flug til Frakklands orðnir vel fullir. Stóru flugfélögin Icelandair og WOW-air hafa kannað möguleikan á því að bæta við ferðum því áhuginn er slíkur. „Það byrjaði strax eftir leikinn í gærkvöldi og hefur haldið áfram. Við sjáum þó að þetta virðist aðeins vera róast eftir að í ljós kom að margir áttu erfitt með að ná miðum á leikinn. Við erum að fljúga 30-50 flug á dag og mér telst til að á morgun og um helgina erum við að fljúga svona hundrað sinnum til borga í evrópu. Þeir sem ætla sér út ættu að nýta sér það heldur en frekar en að treysa á hugsanlegt leigflug sem kannski verður og kannski ekki.“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. En það eru ekki einungis fótboltaþyrstir íslendingar á klakanum sem vilja komast út því í Frakklandi er stór hópur fólks sem hefur hug á að framlengja dvöl sína að minnsta kosti þar til eftir leik á mánudag. „Þetta er mikið púsluspil og það er allt á fullu hjá okkur. Við komumst varla yfir að svara fólkinu sem er að hafa samband. En það er verið að reyna finna flug fyrir alla. Það er svona númer eitt, tvö og þrjú og hótelgistingu. Núna erum við að fá flug beint heim frá Nice á þriðjudaginn sem er svona hugsað til þeirra sem eru úti núna og og vilja vera áfram.“ segir Silja Rún Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri hjá Vita Sport. Og svo voru aðrir sem fóru óvenjulegar leiðir og leigðu flugvél til að tryggja ferð á leikinn. En hvernig gerir maður það? „Maður sendir bara upplýsingar hvert maður getur farið og hvort það sé hægt að búa til hóp. Þannig að þetta er bara hópferð með íslendinga og útskýrði þetta bara þannig. Mönnum bara leist vel á og komu með tilboð í vélina þannig að ég setti út á facebook í gær að ég væri með möguleikan á þessu og það hefur verið aldeilis áhuginn.“ segir Grétar Sigfinnur Sigurðarson, athafnamaður.
Fréttir af flugi Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira