Björgun Perlu frestast, næst reynt annaðkvöld Kristján Már Unnarsson skrifar 5. nóvember 2015 18:48 Tilraunir til að ná sanddæluskipinu Perlu af botni Reykjavíkurhafnar hafa reynst erfiðari en menn vonuðust til og nú er ljóst að næsta tilraun verður gerð í fyrsta lagi annað kvöld. Dælingin fór reyndar ágætlega af stað um áttaleytið í gærkvöldi og vakti mönnum bjartsýni um að skipið næðist fljótlega upp með því að dæla sjónum út og mynda þannig nægilegt loftrými inni í skipinu til að það flyti sjálft upp.Dælingin fór vel af stað í gærkvöldi og vakti mönnum bjartsýni um að skipið næðist fljótt á flot.Stöð 2/Einar Árnason.En þær vonir brugðust þegar sýnt þótti að sjór flæddi áfram inn í skipið og að dælurnar hefðu ekki undan. Ekki bætti úr skák að gluggar í brúnni brotnuðu undan þrýstingnum. Í dag var svo komin suðaustanátt með öldugangi í höfninni sem truflaði störf kafara og þrýsti flotgirðingunni óþægilega nálægt skipinu. Var því ákveðið nú undir kvöld að gera hlé á frekari aðgerðum og senda mannskapinn heim. Veðurspáin er skárri fyrir morgundaginn, sérstaklega fyrir seinnipartinn og annaðkvöld, og þá er líklegt að næsta tilraun verði gerð til að koma skipinu á flot.Perla að sökkva við Ægisgarð að morgni mánudags.Mynd/Faxaflóahafnir,Gísli Gíslason hafnarstjóri sendi nú í kvöld stöðuskýrslu þar sem fram kemur meðal annars að ráðgjafar Björgunar hefðu lagt til ákveðnar varúðarráðstafanir við þéttingu og loftun sem unnið hafi verið að í dag. Líklegt sé að þeim aðgerðum verði ekki lokið fyrr en á morgun. Öll loftop á olíutönkum væru lokuð þannig að ekki væri bráð hætta á að olía fari í sjóinn. Viðbragðsaðilar væru til taks ásamt dælubíl og öðrum búnaði ef á þyrfti að halda. Vakt yrði við skipið í nótt. Tengdar fréttir Er brugðið eftir ósköpin: „Við rétt komumst í land“ Fimmhundruð tonna sanddæluskip liggur nú á botni Reykjavíkurhafnar eftir að það sökk við bryggju í morgun skömmu eftir sjósetningu úr slippnum. 2. nóvember 2015 22:45 Sjórinn flæddi inn í Perlu og dælurnar höfðu ekki undan Bakslag kom í kvöld í björgun sanddæluskipsins Perlu af botni Reykjavíkurhafnar og var ákveðið laust fyrir klukkan ellefu að gera hlé á aðgerðum til morguns. 4. nóvember 2015 23:14 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Tilraunir til að ná sanddæluskipinu Perlu af botni Reykjavíkurhafnar hafa reynst erfiðari en menn vonuðust til og nú er ljóst að næsta tilraun verður gerð í fyrsta lagi annað kvöld. Dælingin fór reyndar ágætlega af stað um áttaleytið í gærkvöldi og vakti mönnum bjartsýni um að skipið næðist fljótlega upp með því að dæla sjónum út og mynda þannig nægilegt loftrými inni í skipinu til að það flyti sjálft upp.Dælingin fór vel af stað í gærkvöldi og vakti mönnum bjartsýni um að skipið næðist fljótt á flot.Stöð 2/Einar Árnason.En þær vonir brugðust þegar sýnt þótti að sjór flæddi áfram inn í skipið og að dælurnar hefðu ekki undan. Ekki bætti úr skák að gluggar í brúnni brotnuðu undan þrýstingnum. Í dag var svo komin suðaustanátt með öldugangi í höfninni sem truflaði störf kafara og þrýsti flotgirðingunni óþægilega nálægt skipinu. Var því ákveðið nú undir kvöld að gera hlé á frekari aðgerðum og senda mannskapinn heim. Veðurspáin er skárri fyrir morgundaginn, sérstaklega fyrir seinnipartinn og annaðkvöld, og þá er líklegt að næsta tilraun verði gerð til að koma skipinu á flot.Perla að sökkva við Ægisgarð að morgni mánudags.Mynd/Faxaflóahafnir,Gísli Gíslason hafnarstjóri sendi nú í kvöld stöðuskýrslu þar sem fram kemur meðal annars að ráðgjafar Björgunar hefðu lagt til ákveðnar varúðarráðstafanir við þéttingu og loftun sem unnið hafi verið að í dag. Líklegt sé að þeim aðgerðum verði ekki lokið fyrr en á morgun. Öll loftop á olíutönkum væru lokuð þannig að ekki væri bráð hætta á að olía fari í sjóinn. Viðbragðsaðilar væru til taks ásamt dælubíl og öðrum búnaði ef á þyrfti að halda. Vakt yrði við skipið í nótt.
Tengdar fréttir Er brugðið eftir ósköpin: „Við rétt komumst í land“ Fimmhundruð tonna sanddæluskip liggur nú á botni Reykjavíkurhafnar eftir að það sökk við bryggju í morgun skömmu eftir sjósetningu úr slippnum. 2. nóvember 2015 22:45 Sjórinn flæddi inn í Perlu og dælurnar höfðu ekki undan Bakslag kom í kvöld í björgun sanddæluskipsins Perlu af botni Reykjavíkurhafnar og var ákveðið laust fyrir klukkan ellefu að gera hlé á aðgerðum til morguns. 4. nóvember 2015 23:14 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Er brugðið eftir ósköpin: „Við rétt komumst í land“ Fimmhundruð tonna sanddæluskip liggur nú á botni Reykjavíkurhafnar eftir að það sökk við bryggju í morgun skömmu eftir sjósetningu úr slippnum. 2. nóvember 2015 22:45
Sjórinn flæddi inn í Perlu og dælurnar höfðu ekki undan Bakslag kom í kvöld í björgun sanddæluskipsins Perlu af botni Reykjavíkurhafnar og var ákveðið laust fyrir klukkan ellefu að gera hlé á aðgerðum til morguns. 4. nóvember 2015 23:14