Björgun Perlu frestast, næst reynt annaðkvöld Kristján Már Unnarsson skrifar 5. nóvember 2015 18:48 Tilraunir til að ná sanddæluskipinu Perlu af botni Reykjavíkurhafnar hafa reynst erfiðari en menn vonuðust til og nú er ljóst að næsta tilraun verður gerð í fyrsta lagi annað kvöld. Dælingin fór reyndar ágætlega af stað um áttaleytið í gærkvöldi og vakti mönnum bjartsýni um að skipið næðist fljótlega upp með því að dæla sjónum út og mynda þannig nægilegt loftrými inni í skipinu til að það flyti sjálft upp.Dælingin fór vel af stað í gærkvöldi og vakti mönnum bjartsýni um að skipið næðist fljótt á flot.Stöð 2/Einar Árnason.En þær vonir brugðust þegar sýnt þótti að sjór flæddi áfram inn í skipið og að dælurnar hefðu ekki undan. Ekki bætti úr skák að gluggar í brúnni brotnuðu undan þrýstingnum. Í dag var svo komin suðaustanátt með öldugangi í höfninni sem truflaði störf kafara og þrýsti flotgirðingunni óþægilega nálægt skipinu. Var því ákveðið nú undir kvöld að gera hlé á frekari aðgerðum og senda mannskapinn heim. Veðurspáin er skárri fyrir morgundaginn, sérstaklega fyrir seinnipartinn og annaðkvöld, og þá er líklegt að næsta tilraun verði gerð til að koma skipinu á flot.Perla að sökkva við Ægisgarð að morgni mánudags.Mynd/Faxaflóahafnir,Gísli Gíslason hafnarstjóri sendi nú í kvöld stöðuskýrslu þar sem fram kemur meðal annars að ráðgjafar Björgunar hefðu lagt til ákveðnar varúðarráðstafanir við þéttingu og loftun sem unnið hafi verið að í dag. Líklegt sé að þeim aðgerðum verði ekki lokið fyrr en á morgun. Öll loftop á olíutönkum væru lokuð þannig að ekki væri bráð hætta á að olía fari í sjóinn. Viðbragðsaðilar væru til taks ásamt dælubíl og öðrum búnaði ef á þyrfti að halda. Vakt yrði við skipið í nótt. Tengdar fréttir Er brugðið eftir ósköpin: „Við rétt komumst í land“ Fimmhundruð tonna sanddæluskip liggur nú á botni Reykjavíkurhafnar eftir að það sökk við bryggju í morgun skömmu eftir sjósetningu úr slippnum. 2. nóvember 2015 22:45 Sjórinn flæddi inn í Perlu og dælurnar höfðu ekki undan Bakslag kom í kvöld í björgun sanddæluskipsins Perlu af botni Reykjavíkurhafnar og var ákveðið laust fyrir klukkan ellefu að gera hlé á aðgerðum til morguns. 4. nóvember 2015 23:14 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveit tók þátt í aðgerð lögreglu á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Tilraunir til að ná sanddæluskipinu Perlu af botni Reykjavíkurhafnar hafa reynst erfiðari en menn vonuðust til og nú er ljóst að næsta tilraun verður gerð í fyrsta lagi annað kvöld. Dælingin fór reyndar ágætlega af stað um áttaleytið í gærkvöldi og vakti mönnum bjartsýni um að skipið næðist fljótlega upp með því að dæla sjónum út og mynda þannig nægilegt loftrými inni í skipinu til að það flyti sjálft upp.Dælingin fór vel af stað í gærkvöldi og vakti mönnum bjartsýni um að skipið næðist fljótt á flot.Stöð 2/Einar Árnason.En þær vonir brugðust þegar sýnt þótti að sjór flæddi áfram inn í skipið og að dælurnar hefðu ekki undan. Ekki bætti úr skák að gluggar í brúnni brotnuðu undan þrýstingnum. Í dag var svo komin suðaustanátt með öldugangi í höfninni sem truflaði störf kafara og þrýsti flotgirðingunni óþægilega nálægt skipinu. Var því ákveðið nú undir kvöld að gera hlé á frekari aðgerðum og senda mannskapinn heim. Veðurspáin er skárri fyrir morgundaginn, sérstaklega fyrir seinnipartinn og annaðkvöld, og þá er líklegt að næsta tilraun verði gerð til að koma skipinu á flot.Perla að sökkva við Ægisgarð að morgni mánudags.Mynd/Faxaflóahafnir,Gísli Gíslason hafnarstjóri sendi nú í kvöld stöðuskýrslu þar sem fram kemur meðal annars að ráðgjafar Björgunar hefðu lagt til ákveðnar varúðarráðstafanir við þéttingu og loftun sem unnið hafi verið að í dag. Líklegt sé að þeim aðgerðum verði ekki lokið fyrr en á morgun. Öll loftop á olíutönkum væru lokuð þannig að ekki væri bráð hætta á að olía fari í sjóinn. Viðbragðsaðilar væru til taks ásamt dælubíl og öðrum búnaði ef á þyrfti að halda. Vakt yrði við skipið í nótt.
Tengdar fréttir Er brugðið eftir ósköpin: „Við rétt komumst í land“ Fimmhundruð tonna sanddæluskip liggur nú á botni Reykjavíkurhafnar eftir að það sökk við bryggju í morgun skömmu eftir sjósetningu úr slippnum. 2. nóvember 2015 22:45 Sjórinn flæddi inn í Perlu og dælurnar höfðu ekki undan Bakslag kom í kvöld í björgun sanddæluskipsins Perlu af botni Reykjavíkurhafnar og var ákveðið laust fyrir klukkan ellefu að gera hlé á aðgerðum til morguns. 4. nóvember 2015 23:14 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveit tók þátt í aðgerð lögreglu á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Er brugðið eftir ósköpin: „Við rétt komumst í land“ Fimmhundruð tonna sanddæluskip liggur nú á botni Reykjavíkurhafnar eftir að það sökk við bryggju í morgun skömmu eftir sjósetningu úr slippnum. 2. nóvember 2015 22:45
Sjórinn flæddi inn í Perlu og dælurnar höfðu ekki undan Bakslag kom í kvöld í björgun sanddæluskipsins Perlu af botni Reykjavíkurhafnar og var ákveðið laust fyrir klukkan ellefu að gera hlé á aðgerðum til morguns. 4. nóvember 2015 23:14