Björgun Perlu frestast, næst reynt annaðkvöld Kristján Már Unnarsson skrifar 5. nóvember 2015 18:48 Tilraunir til að ná sanddæluskipinu Perlu af botni Reykjavíkurhafnar hafa reynst erfiðari en menn vonuðust til og nú er ljóst að næsta tilraun verður gerð í fyrsta lagi annað kvöld. Dælingin fór reyndar ágætlega af stað um áttaleytið í gærkvöldi og vakti mönnum bjartsýni um að skipið næðist fljótlega upp með því að dæla sjónum út og mynda þannig nægilegt loftrými inni í skipinu til að það flyti sjálft upp.Dælingin fór vel af stað í gærkvöldi og vakti mönnum bjartsýni um að skipið næðist fljótt á flot.Stöð 2/Einar Árnason.En þær vonir brugðust þegar sýnt þótti að sjór flæddi áfram inn í skipið og að dælurnar hefðu ekki undan. Ekki bætti úr skák að gluggar í brúnni brotnuðu undan þrýstingnum. Í dag var svo komin suðaustanátt með öldugangi í höfninni sem truflaði störf kafara og þrýsti flotgirðingunni óþægilega nálægt skipinu. Var því ákveðið nú undir kvöld að gera hlé á frekari aðgerðum og senda mannskapinn heim. Veðurspáin er skárri fyrir morgundaginn, sérstaklega fyrir seinnipartinn og annaðkvöld, og þá er líklegt að næsta tilraun verði gerð til að koma skipinu á flot.Perla að sökkva við Ægisgarð að morgni mánudags.Mynd/Faxaflóahafnir,Gísli Gíslason hafnarstjóri sendi nú í kvöld stöðuskýrslu þar sem fram kemur meðal annars að ráðgjafar Björgunar hefðu lagt til ákveðnar varúðarráðstafanir við þéttingu og loftun sem unnið hafi verið að í dag. Líklegt sé að þeim aðgerðum verði ekki lokið fyrr en á morgun. Öll loftop á olíutönkum væru lokuð þannig að ekki væri bráð hætta á að olía fari í sjóinn. Viðbragðsaðilar væru til taks ásamt dælubíl og öðrum búnaði ef á þyrfti að halda. Vakt yrði við skipið í nótt. Tengdar fréttir Er brugðið eftir ósköpin: „Við rétt komumst í land“ Fimmhundruð tonna sanddæluskip liggur nú á botni Reykjavíkurhafnar eftir að það sökk við bryggju í morgun skömmu eftir sjósetningu úr slippnum. 2. nóvember 2015 22:45 Sjórinn flæddi inn í Perlu og dælurnar höfðu ekki undan Bakslag kom í kvöld í björgun sanddæluskipsins Perlu af botni Reykjavíkurhafnar og var ákveðið laust fyrir klukkan ellefu að gera hlé á aðgerðum til morguns. 4. nóvember 2015 23:14 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Sjá meira
Tilraunir til að ná sanddæluskipinu Perlu af botni Reykjavíkurhafnar hafa reynst erfiðari en menn vonuðust til og nú er ljóst að næsta tilraun verður gerð í fyrsta lagi annað kvöld. Dælingin fór reyndar ágætlega af stað um áttaleytið í gærkvöldi og vakti mönnum bjartsýni um að skipið næðist fljótlega upp með því að dæla sjónum út og mynda þannig nægilegt loftrými inni í skipinu til að það flyti sjálft upp.Dælingin fór vel af stað í gærkvöldi og vakti mönnum bjartsýni um að skipið næðist fljótt á flot.Stöð 2/Einar Árnason.En þær vonir brugðust þegar sýnt þótti að sjór flæddi áfram inn í skipið og að dælurnar hefðu ekki undan. Ekki bætti úr skák að gluggar í brúnni brotnuðu undan þrýstingnum. Í dag var svo komin suðaustanátt með öldugangi í höfninni sem truflaði störf kafara og þrýsti flotgirðingunni óþægilega nálægt skipinu. Var því ákveðið nú undir kvöld að gera hlé á frekari aðgerðum og senda mannskapinn heim. Veðurspáin er skárri fyrir morgundaginn, sérstaklega fyrir seinnipartinn og annaðkvöld, og þá er líklegt að næsta tilraun verði gerð til að koma skipinu á flot.Perla að sökkva við Ægisgarð að morgni mánudags.Mynd/Faxaflóahafnir,Gísli Gíslason hafnarstjóri sendi nú í kvöld stöðuskýrslu þar sem fram kemur meðal annars að ráðgjafar Björgunar hefðu lagt til ákveðnar varúðarráðstafanir við þéttingu og loftun sem unnið hafi verið að í dag. Líklegt sé að þeim aðgerðum verði ekki lokið fyrr en á morgun. Öll loftop á olíutönkum væru lokuð þannig að ekki væri bráð hætta á að olía fari í sjóinn. Viðbragðsaðilar væru til taks ásamt dælubíl og öðrum búnaði ef á þyrfti að halda. Vakt yrði við skipið í nótt.
Tengdar fréttir Er brugðið eftir ósköpin: „Við rétt komumst í land“ Fimmhundruð tonna sanddæluskip liggur nú á botni Reykjavíkurhafnar eftir að það sökk við bryggju í morgun skömmu eftir sjósetningu úr slippnum. 2. nóvember 2015 22:45 Sjórinn flæddi inn í Perlu og dælurnar höfðu ekki undan Bakslag kom í kvöld í björgun sanddæluskipsins Perlu af botni Reykjavíkurhafnar og var ákveðið laust fyrir klukkan ellefu að gera hlé á aðgerðum til morguns. 4. nóvember 2015 23:14 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Sjá meira
Er brugðið eftir ósköpin: „Við rétt komumst í land“ Fimmhundruð tonna sanddæluskip liggur nú á botni Reykjavíkurhafnar eftir að það sökk við bryggju í morgun skömmu eftir sjósetningu úr slippnum. 2. nóvember 2015 22:45
Sjórinn flæddi inn í Perlu og dælurnar höfðu ekki undan Bakslag kom í kvöld í björgun sanddæluskipsins Perlu af botni Reykjavíkurhafnar og var ákveðið laust fyrir klukkan ellefu að gera hlé á aðgerðum til morguns. 4. nóvember 2015 23:14