Lífið

Fyrsta plata Júróbandsins á leiðinni

Fyrsta plata Júróbandsins mun líta dagsins ljós innan skamms. „Við klárum að taka hana um helgina. Hún fer í masteringu á mánudaginn," segir Friðrik Ómar Júróvisjónfari.

Hann segir að platan muni að sjálfsögðu innihalda framlag Íslands til keppninnar þetta ár, „This is my life" auk vel valinna erlendra Júróvisjónslagara fyrri ára. Örlygur Smári útsetur lögin, sem verða mörg í óvenjulegum búningi. Sem dæmi nefnir Friðrik Wig Wam rokkslagarann In my dreams - í ballöðuútgáfu. „Það er mjög flott þó ég segi sjálfur frá," segir Friðrik.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.