Lífið

Eurobandið borgar kynningu úr eigin vasa

„Keppnin er orðin svo breytt. Hér áður fyrr heyrði maður lögin bara einu sinni á úrslitakvöldinu, en núna er fólk búið að heyra lögin oft áður," segir Friðrik Ómar, söngvari í Eurobandinu. Hann segir það skipta miklu máli að spila sem víðast og kynna lagið fyrir keppnina.

Friðrik segir að kostnaður við draumakynningarferðina myndi nema um þremur milljónum króna, en sá peningur sé ekki til. Eurobandið gerir þó ýmislegt til að kynna sig. Þau spila í Kaupmannahöfn á föstudaginn, og í risa Eurovision-partýi á laugardaginn. Kostnaðinn vegna þessa og myndbandsins sem gert var við lagið bera þau sjálf. „Það vantar pening og við verðum að redda okkur sjálf," segir Friðrik. Hann vill ekki giska á hver kostnaður þeirra sé, en segir hann að minnsta kosti nema „nokkrum mánaðarlaunum hjá hinum almenna borgara.

Friðrik ítrekar að hann sé ekki að kvarta. „Ég tek þá ákvörðun að leggja pening í þetta. Það neyðir mann enginn til þess," segir Friðrik. Hann bætir við að þau líti einnig svo á að kynningin komi Eurobandinu til góða í framtíðinni, og því megi segja að þau séu að leggja pening í eigin feril. „Maður vonar bara að maður uppskeri eins og maður sáir."

Sveitin virðist vekja verðskuldaða athygli erlendis, en síða Eurobandsins á YouTube er á lista yfir vinsælustu tónlistarsíðurnar á vefsvæðinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.