
Nýlegt á Vísi
Vinsælar klippur
Stjörnuspá
28. maí 2022
Einhver breyting verður á dagskrá morgundagsins og þú ert síður en svo hrifinn af henni. Þú kemst þó að því seinna að hún er alls ekki svo slæm.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar fjöldabrottvísunar stjórnvalda á flóttafólki hér á landi. Skipuleggjandi segir að þó fækkað hafi í hópi þeirra sem vísa eigi úr landi sé krafa mótmælenda sú að engum úr hópnum verði vísað úr landi. Við ræðum við skipuleggjanda mótmælanna í hádegisfréttum.

Valgeir og félagar á toppnum eftir ótrúlegan sigur í Íslendingaslag
Valgeir Lunddal Friðriksson og félagar hans í Häcken eru á toppnum í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 4-3 sigur gegn Aroni Bjarnasyni og félögum hans í Sirius. Heimamenn í Häcken léku manni færri stóran hluta síðari hálfleiks, en náðu að kreista fram sigur.

Fréttakviss vikunnar #70: Síðustu spurningar fyrir sumarfrí
Hversu vel fylgist þú með fréttum og líðandi stund? Taktu þátt í Fréttakvissi sem er í boði á Vísi á laugardögum.

Loka BioBorgara til að elta drauminn
Veitingastaðurinn BioBorgari við Vesturgötu í Reykjavík lokar dyrum sínum í seinasta sinn á sunnudag eftir um fimm ára rekstur. Hamborgarastaðurinn, sem rekinn er af Vífli Rúti Einarssyni og eiginkonu hans Alejandra Hernandéz, hefur markað sér þá sérstöðu að nota fyrst og fremst lífrænt hráefni.

Forstjóri Kviku selur bréf í bankanum fyrir nærri 70 milljónir
Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka, seldi hlutabréf í Kviku í dag fyrir nærri 70 milljónir samkvæmt tilkynningu sem var send til Kauphallarinnar. Seldi hann 3,3 milljónir hluta á genginu 20,4.

Hundraðasta sýningin á Kardemommubænum um helgina
Laugardaginn 28. maí stíga leikarar í Þjóðleikhúsinu á svið í hundraðasta sinn í hlutverkum sínum í Kardemommubænum. Nú eru tæp tvö ár frá frumsýningu og á þeim tíma hafa ríflega 40.000 gestir komið að sjá sýninguna. En allt tekur enda og nú er komið að leiðarlokum að sinni. Þetta var sjötta uppsetning Þjóðleikhússins á Kardemommubænum, en sýningar Torbjörns Egners hafa notið ótrúlegra vinsælda frá árinu 1960 þegar Kardemommubærinn var settur upp í fyrsta sinn.

Wytyczne dotyczące małpiej ospy
Na stronie internetowej Dyrekcji Zdrowia podano informacje dotyczące małpiej ospy i działań jakie należy podjąć w przypadku zachorowania.