Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Flug lítillar rafmagnsflugvélar í gær frá Sønderborg á sunnanverðu Jótlandi til Kaupmannahafnar þykir marka þáttaskil í dönsku flugsögunni. Fullyrt er að þetta teljist fyrsta græna innanlandsflugið í Danmörku á flugvél sem eingöngu er rafknúin. Erlent 10.7.2025 23:33
Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Tilraunaverkefni um að fanga og binda koltvísýringslosun kísilmálmvers Elkem var valinn staður í Noregi frekar en á Íslandi þrátt fyrir að bindingarlausn Carbfix væri sú hagkvæmasta. Forstjóri Elkem á Íslandi segir ástæðuna nýsköpunarstyrki í Noregi sem íslensk stjórnvöld geti ekki keppt við. Viðskipti innlent 10.7.2025 07:03
Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir stefna í viðvarandi orkuskort í landinu. Umhverfis- og orkuráðherra boðar hins vegar að nýjum virkjanakostum verði bætt í nýtingarflokk á hverju ári. Innlent 8.7.2025 22:50
Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Bandaríkjastjórn átti engan fulltrúa á undirbúningsfundi fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í vikunni í fyrsta skipti frá því að alþjóðlegar viðræður hófust fyrir um þrjátíu árum. Önnur ríki eru sögð hafa fundið fyrir fjarveru þeirra en ekki endilega saknað þeirra. Erlent 27. júní 2025 14:44
Þriðjungur eyjaskeggja sækir um hæli í Ástralíu vegna loftslagsógnar Rúmur þriðjungur íbúa Kyrrahafsríkisins Túvalú hefur sótt um sérstaka vegabréfsáritun til Ástralíu vegna þeirrar hættu sem eyríkið er í vegna loftslagsbreytinga. Aðeins brot af þeim fjölda getur vænst þess að fá áritun. Erlent 27. júní 2025 10:18
Varar við því að stórvirkjun í Skagafirði verði útilokuð Forstjóri Landsvirkjunar gagnrýnir þau áform stjórnarflokkanna að slá virkjanir í Skagafirði út af borðinu. Talsmaður Landverndar átelur hins vegar stjórnarliðið fyrir að opna á Kjalölduveitu. Innlent 26. júní 2025 22:02
Engar stórvirkjanir í Skagafirði en opið að fara í Kjalölduveitu Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi vill að Héraðsvötn í Skagafirði verði friðuð gagnvart virkjunum og fari í verndarflokk rammaáætlunar. Þá vill meirihlutinn halda þeim möguleika opnum að Kjalölduveita neðan Þjórsárvera verði leyfð. Innlent 23. júní 2025 22:26
Farið í gegnum „kolefnisþakið“ eftir þrjú ár Útlit er fyrir að uppsafnaður styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar verði nægur til þess að valda hlýnun umfram 1,5 gráður eftir þrjú ár miðað við núverandi losun mannkynsins. Verulega hefur hert á hlýnun jarðar þótt orkuskipti hafi dregið úr hraða aukningarinnar. Erlent 19. júní 2025 13:31
Þjórsárver ekki þess virði? Það hvað við metum til verðmæta er mismunandi manna á milli. Sem betur fer þá eigum við tól sem búið er að þróa og sammælast um að sé góð til að meta hvaða virkjanaframkvæmdir skuli alls ekki ráðast í og hvaða virkjanahugmyndir geti farið áfram í frekara leyfisveitingaferli. Skoðun 17. júní 2025 14:02
Engar framfarir þrátt fyrir brýningu Loftslagsráðs Veik verkstjórn og eftirfylgni er með loftslagsaðgerðum stjórnvalda og ráðstöfun fjármuna er ómarkviss að mati ráðgjafarráðs ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Ráðið segir að þáttaskil í loftslagsaðgerðum sem það kallaði eftir fyrir kosningar í vetur hafi ekki orðið að veruleika. Innlent 16. júní 2025 14:59
Loftslagsváin bíður ekki Umræða um loftslags- og umhverfismál hefur verið fyrirferðarmikil undanfarin ár. Sú umræða var ekki aðeins leidd áfram af stjórnvöldum eða fræðasamfélagi heldur einnig almenningi. Orð eins og kolefnisspor, náttúruvernd, hringrásarhagkerfi og orkuskipti voru á allra vörum – sem betur fer enda hefur hættan sem mannkyni stafar af hlýnun jarðar aldrei verið meiri. Skoðun 12. júní 2025 10:02
Ógn loftslagsbreytinga við fæðuöryggi stórlega vanmetin Öfgakenndar hitabylgjur stuðla ekki aðeins að fjölgun dauðsfalla heldur geta þær valdið alvarlegum meðgönguvandamálum en yfirvísindaráðgjafi nýrrar evrópskrar nefndar, sem Katrín Jakobsdóttir veitir forystu, segir leiðtoga heimsins vanmeta þau áhrif sem loftslagsbreytingar komi til með að hafa á fæðuöryggi. Innlent 11. júní 2025 19:48
Stendur í stafni fyrir samevrópska nefnd WHO um lýðheilsu Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, bindur miklar vonir við að ný samevrópsk nefnd um lýðheilsu og loftslagsbreytingar muni koma að miklu gagni í baráttunni gegn loftslagsvánni. Áhrifin séu áþreifanleg nú þegar með hitabylgjum, þurrkum og flóðum. Innlent 11. júní 2025 13:32
Hnattræn hlýnun gerði hitabylgjuna í maí hlýrri og mun líklegri en ella Hitabylgjan sem gekk yfir Ísland í maí var þremur gráðum hlýrri en hún hefði orðið án manngerðrar hlýnunar jarðar. Loftslagsbreytingar gerðu hitabylgjuna einnig fjörutíu prósent líklegri en ella samkvæmt nýrri greiningu alþjóðlegs hóps vísindamanna. Innlent 11. júní 2025 06:01
„Þetta er glórulaust rugl í ráðherra“ Enn ríkir mikil óánægja með kílómetragjaldsfrumvarp fjármálaráðherra eftir að efnahags- og viðskiptanefnd gerði breytingar á því út frá umsögnum hagsmunaaðila. Formönnum tveggja samtaka sem sendu inn umsögn finnst lítið hafa verið tekið mark á sér. Innlent 10. júní 2025 12:54
Jöklar hér á landi minnkað um eina Lúxemborg Um 50 jöklar hafa nú þegar horfið hér á landi og heldur hopun þeirra áfram að hraðast sökum loftslagsbreytinga. Fagstjóri hjá Veðurstofunni segir einn fallegasta jökul Austurlands vera meðal þeirra næstu í röðinni til að hverfa. Innlent 7. júní 2025 23:31
Sérfræðingar ESB gagnrýna áform þess um að útvatna loftslagsmarkmið Sérstakt vísindaráð Evrópusambandsins í loftslagsmálum gagnrýnir harðlega áform sambandsins um að leyfa aðildarríkjunum að nota alþjóðlegar kolefniseiningar upp í eigin skuldbindingar. Þær megi ekki koma í staðinn fyrir samdrátt í losun aðildarríkjanna sjálfra. Erlent 2. júní 2025 13:26
Greta Thunberg siglir til Gasa Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg hefur siglt af stað til Gasa í för með ellefu öðrum aðgerðasinnum. Hópurinn hefur það að markmiði að stöðva umsátur Ísraels og flytja mat og aðrar nauðsynjavörur til landsins. Erlent 1. júní 2025 22:20
Enn hætta á flóðum þar sem heilt þorp hvarf í aurskriðu Mögulega þarf að rýma fleiri byggðir í svissneskum Alpadal þar sem þorp gereyðilagðist í mikilli aurskriðu í vikunni. Skriðan hefur stíflað á sem rennur um dalinn og hætta er á flóðum úr lóninu sem hefur myndast við hana. Erlent 30. maí 2025 12:06
Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Þýskur dómstóll vísaði í dag frá máli perúsks bónda sem krafðist þess að orkurisinn RWE tæki þátt í flóðvörnum sem tengjast bráðnun jökla. Fyrirtæki geta engu að síður verið látin bera ábyrgð á afleiðingum losunnar þeirra á gróðurhúsalofttegundum. Erlent 28. maí 2025 10:37
Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Evrópusambandið er á góðri leið með að ná markmiði sínu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 55 prósent fyrir 2030 miðað við þær uppfærðu áætlanir sem aðildarríkin hafa lagt fram. Markmið um 90 prósent samdrátt fyrir 2040 er sagt verða sveigjanlegt til þess að auðvelda ríkjum að ná því. Erlent 28. maí 2025 09:06
Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Sérfræðingar í kolefnisbindingu segja nýlega umfjöllun Heimildarinnar um kolefnisföngunarfyrirtækið Climeworks ekki gefa sanngjarna mynd af starfsemi þess. Ekki sé rétt að stilla því þannig upp að fyrirtækið losi meira en það bindi. Viðskipti innlent 22. maí 2025 07:01
Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Losun gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af bruna á olíu og gasi telst til umhverfisáhrifa olíu- og gasframleiðslu Norðmanna, að mati EFTA-dómstólsins. Norskur dómstóll óskaði eftir álitinu vegna máls sem náttúruverndarsamtök höfðuðu vegna fyrirhugaðrar jarðefnaeldsneytisvinnslu í Norðursjó. Erlent 21. maí 2025 10:58
Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Stefnt er að því að lokið verði við helsta undirbúning að kolefnisförgunar- og móttökustöð á Bakka við Húsavík eftir tólf vikur samkvæmt viljayfirlýsingu sem Norðurþing og Carbfix hafa skrifað undir. Gert er ráð fyrir að matsáætlun umhverfismats vegna stöðvarinnar verði skilað strax í sumar. Innlent 21. maí 2025 10:06