Leikjavísir

Leikjavísir

Leikjavísir skoðar helstu leikina, nýjustu stiklurnar og almennt fjör.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Leikirnir sem beðið er eftir

Jólin eru liðin og grámyglulegur hverdagsleikinn er tekinn aftur við. Við Íslendingar munum væntanlega ekki fá almennilegt veður aftur í allavega fjóra mánuði og ekkert nema fullar vinnuvikur framundan. Við höfum þó enn tölvuleiki, það er eitthvað.

Leikjavísir
Fréttamynd

Gefa út endur­bætta út­gáfu af ís­lenskum leik

Íslenska leikjafyrirtækið Myrkur Games gefur í dag út endurbætta útgáfu af leiknum Echoes of the end, einungis nokkrum mánuðum eftir að leikurinn kom fyrst út. Uppfærslan gerir umtalsverðar breytingar á leiknum sem taka mikið mið af uppástungum frá spilurum.

Leikjavísir
Fréttamynd

Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur

Þó ég hafi átt mjög mismunandi daga í Battlefield 6 er ég ánægður með leikinn og vongóður um að ég muni spila hann mikið. Starfsmenn EA hafa fangað vel það sem fékk mann til að elska þessa leiki í „gamla daga“. Svo hjálpar til að ég hef ekki einu sinni verið drepinn af Nicki Minaj eða einhverjum skoppandi Múmínálfi.

Leikjavísir
Fréttamynd

Borderlands 4: Læti og ó­reiða par excellence

Borderlandsleikirnir hafa um árabil notið góðs orðspors meðal fjölspilunarleikja fyrir að vera skemmtilegir skot og hasarleikir þar sem allt er á yfirsnúningi og fyndnir en misfyndnir þó. Fjórði leikurinn er þar engin undantekning 

Leikjavísir
Fréttamynd

Braga­son leikur Zeldu prinsessu

Bo Bragason mun leika Zeldu prinsessu í kvikmynd sem byggð er af tölvuleikjaröð af sama nafni. Leikkonan er 21 árs og, eins og eftirnafn hennar gefur til kynna, Íslendingur.

Lífið
Fréttamynd

Frá Ís­landi til stjarnanna

Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP opnar nýjasta leik fyrirtækisins fyrir almenningi í dag. Sá heitir EVE Frontier og deilir söguheimi með EVE Online, fyrsta leik CCP, sem spannar þúsundir sólkerfa.

Leikjavísir
Fréttamynd

Átta ára með­göngu loksins að ljúka

Aldís Amah Hamilton leikur aðalhlutverk tölvuleiksins Echoes of the End sem kemur út í sumar eftir átta ára framleiðslu. Aldís segir það að leika í tölvuleik ekkert auðveldara en að leika á sviði eða í bíómyndum.

Lífið
Fréttamynd

GameTíví: Einhentir ræningjar í rugli

Strákarnir í GameTíví ætla að láta reyna á hæfileika þeirra til að fremja glæpi í kvöld. Þeir ætla að spila leikinn One-Armed Robber sem gengur, eins og nafnið gefur kannski til kynna, út á að spila sem einhentir ræningjar.

Leikjavísir
Fréttamynd

GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi

Forsvarsmenn Rockstar ákváðu á dögunum að fresta útgáfu Grand Theft Auto 6 um meira en hálft ár. Eftirvæntingin er gífurleg og sést það glögglega á því hve margir horfðu á stiklu sem birt var skömmu eftir að tafirnar urðu opinberar. Sú stikla er sögð hafa sett nýtt met.

Leikjavísir