Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur

Fréttamynd

Þing­lok hvergi í aug­sýn: „Mál­þóf! Mál­þóf!“

Fjöldi mála bíður afgreiðslu á þinginu og þingmenn segjast ýmist reiðubúnir að funda langt fram á sumar eða hvetja til þess að mál komist til atkvæðagreiðslu. Stjórnarandstaða vill meina að vanbúnaði meirihlutans sé að kenna um tafirnar en meirihlutinn segir stjórnarandstöðuna ætla sér að málþæfa hækkun veiðigjalda í kaf.

Innlent
Fréttamynd

Ís­land tekur þátt í að­gerðum gegn skuggaflota Rúss­lands

Fulltrúi ríkisstjórnarinnar sat á dögunum fund með utanríkisráðherrum og öðrum fulltrúum fjórtán Evrópuríkja sem hafði það að marki að samhæfa aðgerðir gegn skuggaflota Rússa. Flotann nota Rússar til að komast undan þvingunaraðgerðum Evrópusambandsins og samstarfsríkja.

Innlent
Fréttamynd

Vilja lækka fast­eigna­skatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“

Borgarfulltrúar Framsóknar leggja til lækkun álagningarhlutfalls fasteignagjalda íbúðahúsnæðis og atvinnuhúsnæðis, sem myndi skila tæplega tveimur milljörðum króna til borgarbúa. Oddviti Framsóknar í borginni segir tillöguna ekki popúlíska, enda eigi borgarsjóður vel fyrir henni eftir ráðdeild í rekstri borgarinnar undanfarið. Þá segir hann áform ríkisstjórnarinnar um að rukka borgarbúa um auðlindagjald af jarðhita fráleit.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vanda­menn megi ekki lengur hjálpa glæpa­mönnum

Ekki yrði lengur refsilaust fyrir einstaklinga að hindra rannsókn lögreglu á nánum vandamönnum þeirra samkvæmt áformum dómsmálaráðherra. Nýlegt dæmi er um að forráðamenn pilts sem varð ungri stúlku að bana hafi reynt að hylma yfir með honum.

Innlent
Fréttamynd

Endur­skoða á­form um 1,5 milljarða skattahækkun

Ríkisstjórnin ætlar að endurskoða áform fyrri ríkisstjórnar um innviðagjald, sem heimta átti af erlendum skemmtiferðaskipum og áttu að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna í auknar tekjur. Innviðaráðherra segir málið hluta af fortíðarvanda sem ríkisstjórnin glími við.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Veitinga­staðir eru ekki kjarn­orku­ver

Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur vinnur hörðum höndum að því að vinda ofan af íþyngjandi regluverki sem lagt hefur verið á fólk og fyrirtæki á undanförnum árum. Þar er sannarlega af nógu að taka eins og fréttir af vandræðum veitingastaða bera vitni um.

Skoðun
Fréttamynd

Hólavallagarður frið­lýstur

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis,-orku- og loftslagsráðherra, staðfesti í dag friðlýsingu vegna Hólavallagarðs við Suðurgötu. Friðlýsingin tekur til Hólavallagarðs í heild; veggjar umhverfis garðinn, heildarskipulags hans, klukknaports, minningarmarka og ásýndar garðsins.

Innlent
Fréttamynd

Kaldar kveðjur frá for­sætis­ráðherrra til ferða­þjónustunnar

Það er fagnaðarefni að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur ætli að leggja áherslu á langtímahugsun í verðmætasköpun næstu misserin. Við þurfum sannarlega skýra langtímasýn, ekki síst núna þegar störf í mörgum atvinnugreinum eru í hættu vegna örra tæknibreytinga og mikil óvissa er í viðskiptakerfum heimsins.

Skoðun
Fréttamynd

Þingmenn stjórnar­and­stöðu sagðir barna­legir

Þingmenn stjórnarflokkanna saka stjórnarandstöðuna um ófagleg vinnubrögð á Alþingi til að tefja að mál komist í gegn. Þingmaður Viðreisnar telur endurskoða þurfi þann tíma sem þingmenn hafa í ræðustól.   Vælukór segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. 

Fréttir
Fréttamynd

„Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki“

Það var alls ekki markmiðið að flækja veitingu starfsleyfa þegar ný reglugerð var sett á síðasta kjörtímabili, að sögn fyrrverandi umhverfisráðherra, heldur þvert á móti að „einfalda, einfada, einfalda.“ Hann segir að sú staða sem nú er komin upp sé annað hvort vegna mistúlkunar á regluverkinu eða mistaka við innleiðingu þess.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þjórs­ár­ver ekki þess virði?

Það hvað við metum til verðmæta er mismunandi manna á milli. Sem betur fer þá eigum við tól sem búið er að þróa og sammælast um að sé góð til að meta hvaða virkjanaframkvæmdir skuli alls ekki ráðast í og hvaða virkjanahugmyndir geti farið áfram í frekara leyfisveitingaferli.

Skoðun
Fréttamynd

Hefur leit að nýjum sak­sóknara

Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að búið sé að ljúka máli fráfarandi vararíkissaksóknara sem mun láta af embætti. Hún hafi erft málið frá fyrirennara sínum í embætti. Nýr vararíkissaksóknari verður skipaður.

Innlent
Fréttamynd

Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varaði á sínum tíma við nýju regluverki sem kveður á um fjögurra vikna auglýsingaskyldu fyrir starfsleyfi. Regluverkið hefur lagt stein í götu veitingamanna en ný reglugerð tekur að óbreyttu gildi í vikunni, að sögn umhverfisráðherra, og því heyrir svokallaða fjögurra vikna reglan sögunni til.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Guðmundur í Brim hættir hjá SFS

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, hefur sagt af sér sem formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Það tilkynnti hann í dag en hann segir áherslur hans í starfi samtakanna ekki njóta stuðnings framkvæmdastjóra né annarra í forystu SFS.

Innlent
Fréttamynd

Helgi hafnar flutningi og lætur af em­bætti

Helgi Magnús Gunnarsson, fráfarandi vararíkissaksóknari, hefur hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Mun hann því láta af embætti en mikið hefur gustað um Helga í embætti undanfarin ár.

Innlent
Fréttamynd

Verða boðaðar kjara­bætur örorkulífeyristaka að veru­leika eða ekki?

Hinn 1. september nk. tekur gildi breytt örorkulífeyriskerfi sem ætlað er að færa flestum örorkulífeyristökum á Íslandi bætt kjör. Hjá stórum hópi lífeyristaka mun þó ekki verða nein kjarabót þar sem nauðsynlegar breytingar á greiðslum örorkulífeyris frá lífeyrissjóðum hafa ekki verið gerðar. Hópurinn sem um ræðir eru einstaklingar sem eiga bæði rétt á örorkulífeyri frá almannatryggingum og lífeyrissjóðum.

Skoðun
Fréttamynd

Engar fram­farir þrátt fyrir brýningu Loftslagsráðs

Veik verkstjórn og eftirfylgni er með loftslagsaðgerðum stjórnvalda og ráðstöfun fjármuna er ómarkviss að mati ráðgjafarráðs ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Ráðið segir að þáttaskil í loftslagsaðgerðum sem það kallaði eftir fyrir kosningar í vetur hafi ekki orðið að veruleika.

Innlent
Fréttamynd

Ný skýrsla: Raf­orku­verð heimila hafi hækkað um ellefu prósent

Raforkukostnaður heimila hefur síðastliðin fimm ár hækkað um ellefu prósent að því er fram kemur í nýrri skýrslu um þróun raforkukostnaðar sem kynnt var í morgun. Umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra segir mikilvægt að brugðist verði við, hann hafi þegar kynnt frumvörp þess efnis í þinginu.

Innlent
Fréttamynd

Um­hverfis­ráðherra á réttri leið

Veitingastaðir og Samtök ferðaþjónustunnar hafa lengi vel bent á seinagang og flækjustig við leyfisveitingaferli þegar kemur að opnum veitingastaða. Þá hefur verið bent á að einfalt væri að gera rekstur veitingastaða skráningarskyldan í stað starfsleyfisskyldu.

Skoðun