Innrás Rússa í Úkraínu

Innrás Rússa í Úkraínu

Fréttir af yfirstandandi innrás Rússa í Úkraínu sem hófst 24. febrúar 2022.

Fréttamynd

Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að átökunum í Úkraínu muni ekki linna fyrr en úkraínskir hermenn hörfi frá „landsvæðum sem þeir halda“. Hörfi þeir ekki muni Rússar ná fram markmiðum sínum með hervaldi.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO

Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, glímir við eina flóknustu og erfiðustu stöðu sem bandalagið hefur staðið frammi fyrir í árafjöld að mati hernaðarsagnfræðings. Bæði er uppi breytt pólitísk staða innan sjálfs bandalagsins vegna afstöðu Bandaríkjastjórnar en einnig er ófriðvænlegt í álfunni.

Innlent
Fréttamynd

Pól­verjar kaupa kaf­báta af Svíum

Stjórnvöld í Póllandi tilkynntu í gær að til stæði að kaupa þrjá dísilkafbáta af Svíum á næstu árum. Með því vilja Pólverjar auka hernaðargetu sína á Eystrasalti en ríkið hefur gegnst mikla hernaðaruppbyggingu á undanförnum árum.

Erlent
Fréttamynd

Skrifa ný drög að friðar­á­ætlun

Bandarískir og úkraínskir erindrekar hafa sett saman ný drög að friðaráætlun, samkvæmt yfirlýsingum þarlendra stjórnvalda. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að viðræður Úkraínumanna og Bandaríkjamanna í dag hafi skilað árangri. Aftur á móti væri nokkuð í land.

Erlent
Fréttamynd

Hafna kröfu Rússa um undan­hald frá Dónetsk

Erindrekar og embættismenn frá Bandaríkjunum, Úkraínu og öðrum ríkjum Evrópu koma saman í Genf í Sviss í dag þar sem ræða á umdeildar friðartillögur sem eiga að  koma frá Bandaríkjamönnum, varðandi stríðið í Úkraínu. Úkraínskir og evrópskir erindrekar eru sagðir tilbúnir til að samþykkja þó nokkra af liðum ætlunarinnar en ætla að krefjast töluverðra breytinga.

Erlent
Fréttamynd

Þing­menn segja eitt en Rubio annað: Marg­saga um upp­runa og til­gang friðartillagnanna

Bandarískir þingmenn sögðust í gærkvöldi hafa rætt við Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og að hann hefði sagt þeim að friðartillögur sem Bandaríkjamenn væru að reyna að fá Úkraínumenn til að samþykkja væru „óskalisti“ Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Þingmennirnir höfðu eftir Rubio að tillögurnar mörkuðu ekki raunverulega afstöðu Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Jafn­gildi upp­gjöf fyrir Úkraínu­menn

Úkraínumenn gætu alveg eins gefist upp ef þeir samþykkja þá friðaráætlun sem Bandaríkjamenn og Rússar hafa samið, að mati formanns utanríkismálanefndar Alþingis. Evrópskir leiðtogar ætla ásamt Úkraínumönnum að leggja til gagntillögur. „Við munum halda áfram að vopna Úkraínumenn,“ segja þjóðarleiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í yfirlýsingu.

Erlent
Fréttamynd

Út­skýrði næstu skref fyrir Krist­rúnu og kollegum

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sat fjarfund með forsætisráðherra Íslands í morgun auk annarra þjóðarleiðtoga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Hann segist hafa útskýrt næstu skref Úkraínumanna í friðarviðræðum. Forsætisráðherra Íslands segir nauðsynlegt að Evrópa sé við samningaborðið, en Bandaríkjamenn vilja að Úkraínumenn samþykki friðartillögur sem samdar voru af ráðamönnum í Moskvu og Washington.

Erlent
Fréttamynd

Pútín tekur vel í „friðar­á­ætlun Trumps“

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að friðaráætlun sem kynnt var fyrir ráðamönnum í Úkraínu á dögunum, gæti verið grunnur að friðarsamkomulagi milli Rússlands og Úkraínu. Á fundi þjóðaröryggisráðs Rússlands í gærkvöldi hótaði Pútín að leggja undir sig enn meira landsvæði í Úkraínu, verði áætlunin ekki samþykkt.

Erlent
Fréttamynd

Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „ís­lenska öryggismódelið“

Ekki stendur til að auka hernaðarstuðning við Úkraínu á næsta ári þótt gert sé ráð fyrir að útgjöld Íslands til öryggis- og varnarmála hækki um einn og hálfan milljarð á milli ára. Útgjöld Íslands komast ekki á blað í samanburði við önnur bandalagsríki en forsætisráðherra gerir ráð fyrir að framlag Íslands verði rætt í heimsókn framkvæmdastjóra NATO til landsins í næstu viku. Vinna stendur yfir á vettvangi NATO sem og hér innanlands við að skilgreina hvaða útgjöld megi telja til 1,5% framlags bandalagsríkja af vergri landsframleiðslu til að efla varnir og viðnámsþrótt.

Innlent
Fréttamynd

„Annað­hvort þessir 28 liðir eða gífur­lega erfiður vetur“

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði þjóð sína í dag og sagði hana í einhverri erfiðustu stöðu sem þjóðin hefði upplifað. Helstu bandamenn Úkraínumanna reyndu að þvinga þá til að gera slæmt samkomulag við Rússa, sem hefðu reynt að sigra Úkraínu í ellefu ár.

Erlent
Fréttamynd

Vilja fá Selenskí til að sam­þykkja „óska­lista“ Pútíns

Ráðamenn í Evrópu virðast verulega tortryggnir í garð nýrrar friðaráætlunar vegna Úkraínustríðsins sem ku hafa verið samin af sérstökum erindrekum frá Bandaríkjunum og Rússlandi. Áætlunin er sögð í takti við fyrri kröfur ráðamanna í Rússlandi í garð Úkraínu og að hún fæli í raun í sér uppgjöf Úkraínumanna.

Erlent
Fréttamynd

Sau­tján ára íþróttastjarna drepin í loft­á­rás Rússa

Karyna Bakhur, sautján ára meistari í sparkboxi og kósakkabardaga, féll í rússneskri árás á bæinn Berestyn í Kharkiv-héraði í Úkraínu. Þrátt fyrir tilraunir lækna til að bjarga henni lést Karyna af sárum sínum eftir að hafa fengið í sig sprengjubrot.

Sport
Fréttamynd

Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu

Bandarískir og rússneskir erindrekar eru sagðir hafa unnið á laun að áætlun sem á að koma á friði í Úkraínu. Vinnan hefur þó verið alfarið unnin án aðkomu Úkraínumanna og ráðamanna í Evrópu. Áætlun þessi er sögð byggja á friðarætluninni sem kennd er við Trump og snýr að Gasaströndinni.

Erlent
Fréttamynd

Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa

Ráðamenn í Póllandi hafa ákveðið að gera Rússum að loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússlands í Póllandi. Er það í kjölfar skemmdarverks á lestarteinum í Póllandi sem yfirvöld þar hafa sakað Rússa um að bera ábyrgð á.

Erlent