Fréttir ársins 2021

Fréttamynd

Bestu íslensku lög ársins að mati Óla Dóra

Í árslistaþáttum Straums á X-977 verður farið gaumgæfilega yfir tónlistarárið 2021. Fyrir viku taldi Óli Dóri umsjónarmaður útvarpsþáttarins niður bestu erlendu lög ársins 2021. Í þessari viku fer hann svo yfir íslensku lögin.

Tónlist
Fréttamynd

„Lestar­slys í slow motion“

Kosninga­klúðrið sem hel­tók líf okkar í lok septem­ber­mánaðar var „lestar­slys í slow motion“ eins og einn þing­mannanna sem datt út af þingi við endur­talninguna komst að orði. Hér rifjum við upp þetta líka skemmti­lega mál, sem má kannski kalla helsta frétta­mál ársins?

Innlent
Fréttamynd

Bestu leikir ársins: Undarlegt leikjaár á enda komið

Árið sem er nú að ljúka var svo sem ekkert að springa úr tölvuleikjum, ef svo má að orði komast og má færa rök fyrir því að skortur hafi verið á stórum leikjum þetta árið. 2020 sökkaði en þá fengum við þó fjölmarga frábæra leiki.

Leikjavísir
Fréttamynd

Þau eru tilnefnd sem Maður ársins 2021

Vísir og Reykjavík síðdegis standa fyrir vali á Manni ársins 2021 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Um sjö þúsund tilnefningar bárust í gegnum vefinn og í símatíma Reykjavík síðdegis. Þær hafa aldrei verið fleiri.

Innlent
Fréttamynd

Þetta er bara „business as usual”

„Þetta er bara business as usual,” mælti maður sem var mættur í þriðju sprautuna í Laugardalshöll í haust. Heldur meiri uppgjöf í röddinni en hjá þeim sem gengu spenntir inn í sama sal í vor.

Innlent
Fréttamynd

Bestu erlendu lög ársins að mati Óla Dóra

Í árslistaþáttum Straums á X-977 verður farið gaumgæfilega yfir tónlistarárið 2021. Á mánudaginn taldi Óli Dóri umsjónarmaður útvarpsþáttarins niður bestu erlendu lög ársins 2021. 

Tónlist
Fréttamynd

Sara Rún og Elvar körfuboltafólk ársins

Sara Rún Hinriksdóttir og Elvar Már Friðriksson voru valin körfuboltafólk ársins 2021 af Körfuknattleikssambandi Íslands. Þetta er annað árið í röð sem Sara fær þessa viðurkenningu en í fyrsta sinn sem Elvar fær hana.

Körfubolti
Fréttamynd

Ferðamátinn sem allir hafa skoðun á

Rafhlaupahjólin voru fyrirferðamikil á árinu og njóta vaxandi vinsælda. Ýmsir hópar samfélagsins deila þó um ágæti ferðamátans og þá sérstaklega að næturlagi um helgar.

Innlent
Fréttamynd

Guðrún Brá og Haraldur Franklín kylfingar ársins

Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Haraldur Franklín Magnús voru valin kylfingar ársins af Golfsambandi Íslands. Þetta er annað árið í röð sem Guðrún Brá fær þessa viðurkenningu og í þriðja sinn sem Haraldur fær hana.

Golf
Fréttamynd

Sögu­lega leiðin­legt þing í ár

Salan á Ís­lands­banka var stærsta pólitíska hita­mál ársins 2021 að mati flestra sem frétta­stofa ræddi við þegar farið var í upp­rifjun á af­rekum þingsins fyrir annál. Það segir lík­lega sína sögu um hve tíðinda­litlu og leiðin­legu ári er að ljúka fyrir á­huga­menn um pólitík.

Innlent
Fréttamynd

Einstakt samband Magnúsar Hlyns og skemmtilegra frétta

Einstakt samband krumma og hundar, kind sem heldur að hún sé hundur og gamalt fólk sem stendur á höndum. Fréttirnar þurfa ekki alltaf að vera stórar til þess að vera merkilegar og það veit fréttamaður okkar á Suðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Öll verstu mis­tök ársins

Mis­tök geta verið alls­konar; al­var­leg, kald­hæðnis­leg, grát­leg og jafn­vel fyndin! En það góða við mis­tök er að allir lenda í þeim ein­hvern tíma á lífs­leiðinni.

Innlent
Fréttamynd

Lygileg Eurovision-vegferð Daða og Gagnamagnsins

Íslendingar mættu stórhuga til leiks í Eurovision þetta árið eftir að farsóttin martraðarkennda hafði af okkur öruggan sigur á fyrsta ári veirunnar. Við tjölduðum öllu til í Rotterdam í Hollandi í vor: nýju lagi með Daða og Gagnamagninu, nýjum grænum heilgöllum og nýjum sigurdraumi. Nú skyldi það hafast.

Lífið