Guðrún Brá varð Íslandsmeistari í golfi í ár og lék á sextán mótum á LET Evrópumótaröðinni. Besti árangur hennar á tímabilinu var 12. sæti. Guðrún Brá endaði í 75. sæti á stigalista LET mótaraðarinnar og keppir aftur á henni á næsta ári.
Á þessu ári hefur Guðrún Brá farið upp um rúmlega 250 sæti á heimslistanum. Hún er núna í 620. sæti hans.
Haraldur keppti á Áskorendamótaröðinni í ár og tók alls þátt í nítján mótum. Besti árangur hans var 2. sætið á B-NL mótinu sem fram fór Hollandi í lok ágúst.
Haraldur lenti í 48. sæti á stigalista Áskorendamótaraðarinnar en í fyrra varð hann í 85. sæti. Haraldur var aðeins þremur sætum frá því að komast inn á lokamót Áskorendamótaraðarinnar. Hann keppir aftur á henni á næsta ári.