HM 2023 í körfubolta

KKÍ með í baráttunni gegn endurkomu Rússa og Hvít-Rússa á svið íþróttanna
Körfuknattleikssamband Íslands er meðal körfuboltasambanda Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna sem sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna stríðsins í Úkraínu.

Kjóstu kristalsleikmanninn - Kvennalandslið Íslands mætir Rúmeníu í dag
Það verður mikið um dýrðir í Laugardalshöllinni í dag þegar að Ísland tekur á móti Rúmeníu í undakeppni EM 2023. KKÍ hefur blásið til hátíðar fyrir leik sem hefst klukkan 15:00 og verður í gangi alveg fram að leik í tengslum við átakið stelpur í körfu.

Bandaríkin ekki lengur best í heimi | Besta lið heims mætir í Laugardalshöll á næsta ári
Bandaríska karlalandsliðið í körfubolta hefur verið á toppi heimslista FIBA, alþjóða körfuknattleikssambandsins frá því sambandið gaf fyrst út listann fyrir nærri tveimur áratugum. Liðið sem nú trónir á heimslistanum mætir í Laugardalshöll í febrúar á næsta ári.

Ítalía gerði Íslandi greiða
Ítalía vann eins nauman sigur og mögulegt er á Georgíu í undankeppni HM 2023 í körfubolta, lokatölur 85-84. Sigurinn þýðir að Ítalía er komið á HM á meðan Ísland mætir Georgíu ytra í hreinum úrslitaleik um sæti á HM sem fram fer í Japan, Indónesíu og Filippseyjum.

Umfjöllun: Úkraína - Ísland 79-72 | HM-vonin orðin afar veik
Möguleikar Íslands á að komast á HM 2023 veiktust til muna eftir tap fyrir Úkraínu, 79-72, í Ríga í Lettlandi í dag.

„Leikur sem verður að vinnast ef draumurinn á að lifa“
Brynjar Þór Björnsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta, er vongóður á íslenskan sigur gegn Úkraínu í undankeppni HM 2023 í dag. Hann telur að íslenska liðið sé búið að hrista af sér vonbrigðin eftir tapið sára fyrir Georgíu á föstudaginn.

Ragnar og Hörður kallaðir inn gegn Úkraínu
Tvær breytingar voru gerðar á landsliðshópi Íslands eftir tapið nauma gegn Georgíu á föstudag, fyrir leikinn mikilvæga við Úkraínu í dag, í undankeppni HM karla í körfubolta.

Ísland þarf sigur gegn liði sem berst fyrir æðri málstað
Eftir tapið sárgrætilega gegn Georgíu á föstudaginn þarf íslenska karlalandsliðið í körfubolta nauðsynlega á sigri að halda gegn Úkraínu í dag til að eiga möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn.

Myndasyrpa frá tapinu súra gegn Georgíu
Ísland mátti þola einkar súrt tap gegn Georgíu í undankeppni HM 2023 í körfubolta. Leikið var í Laugardalshöll og var stemningin í stúkunni gríðarleg.

„Þetta er mikið högg og mjög sárt tap“
Elvar Már Friðriksson var stigahæstur í íslenska körfuboltalandsliðinu þegar það tapaði fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM 2023. Ísland hafði unnið mikla spennuleiki á heimavelli í undankeppninni en fékk að kynnast hinni hliðinni á þeim peningi í kvöld.

„Ætlum ekki að vera litlir í okkur“
Ægir Þór Steinarsson var að vonum vonsvikinn eftir tap Íslands fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM 2023 í körfubolta karla í kvöld. Hann bar sig þó vel og reyndi að horfa fram á veginn.

Pedersen um atvikið umdeilda: „Hvern átti hann að gefa á?“
Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var súr og svekktur eftir tapið fyrir Georgíu, 85-88, í undankeppni HM í kvöld. Hann botnaði lítið í stórri ákvörðun dómara leiksins á ögurstundu.

Umfjöllun og myndir: Ísland - Georgía 85-88 | Georgíumenn unnu vítaleikinn
Vonir íslenska karlalandsliðsins í körfubolta um að komast á HM 2023 dvínuðu verulega eftir tap fyrir Georgíu, 85-88, í Laugardalshöllinni í kvöld.

Landsliðsþjálfari kvenna öskuillur eftir tap Íslands
Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway deild karla og landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, var sérfræðingur á RÚV þegar Ísland tók á móti Georgíu í undankeppni HM í körfubolta. Benedikt var vægast sagt óánægður með dómgæslu leiksins og þá sérstaklega undir lok leiks.

KR dæmt til að greiða Kristófer nokkrum tímum fyrir landsleikinn mikilvæga
Kristófer Acox leikur í kvöld afar mikilvægan leik með íslenska landsliðinu í körfubolta þar sem sigur gæfi Íslandi mikla von um að verða minnsta þjóð sögunnar til að komast á HM. Hann er þó þegar búinn að vinna einn sigur í dag, í Landsrétti, og fær hærri upphæð en samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur.

„Stóri karlinn hérna en verður strax litli karlinn þarna“
Eftir að hafa verið einum sigri frá því að gera Tindastól að Íslandsmeistara í körfubolta í fyrsta sinn söðlaði Baldur Þór Ragnarsson um í sumar og tók til starfa hjá þýska stórliðinu Ratiopharm Ulm.

Elvar býst við stuði í Höllinni í kvöld: Okkar stíll að hleypa þessu svolítið upp
Elvar Már Friðriksson hefur verið í risastóru hlutverki hjá íslenska körfuboltalandsliðinu undanfarin ár og ekki minnkaði ábyrgðin á herðum þessa 28 ára Njarðvíkings þegar Martin Hermannsson meiddist.

Baldur hittir stuðningsmenn körfuboltaliðsins fyrir leik ala Heimir Hallgríms
Stuðningsmenn íslenska körfuboltalandsliðsins ætla að standa sig í Laugardalshöllinni í kvöld en það er uppsellt á leikinn og von á mikilli stemmningu á leiknum.

Á tvö barnabörn í körfuboltalandsliðinu: „Ég er hamingjusamasti maður í dag“
Ingvar Jónsson, körfuboltajöfur úr Hafnarfirði, segir stórkostlegt að eiga tvö barnabörn í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta sem mætir Georgíu í gríðarlega mikilvægum leik í kvöld.

Ægir: Við erum búnir að finna eitthvað mojó
Íslenska körfuboltalandsliðið hefur aldrei verið eins nálægt því að komast á HM og það er í dag. Næsti leikur liðsins, á móti Georgíu í Laugardalshöllinni annað kvöld, ræður miklu um hvort HM-draumurinn lifi góðu lífi eða ekki.