Óhemju heimskulegt skot færði Íslandi næstum því nýja HM-von Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2023 07:32 Thad McFadden með boltann í leiknum gegn Íslandi í gær. Hann var ein af hetjum georgíska liðsins í gær en hefði getað breyst í skúrk í blálokin. FIBA Það er óhætt að segja að staðan undir lok leiks Georgíu og Íslands í gær, í undankeppni HM karla í körfubolta, hafi verið bæði sérstök og viðkvæm. Leiknum lauk með vægast sagt heimskulegu skoti Georgíumanna en því miður fyrir Íslendinga þá fór boltinn ekki í körfuna. Ljóst var fyrir leikinn að Ísland þyrfti að vinna með fjögurra stiga mun eða meira til að enda í 3. sæti riðilsins og komast á HM. Georgíu dugði hins vegar sigur og allt að þriggja stiga tap. Leikurinn hafði verið hnífjafn allan tímann og á lokamínútunni var staðan því þannig að Georgíumenn reyndu að passa að Ísland kæmist ekki fjórum stigum yfir, en þurftu í raun einnig að gæta þess að leikurinn færi ekki í framlengingu sem gæfi Íslandi nýjan möguleika á að búa til fjögurra stiga sigur. Þegar tíu sekúndur voru eftir klikkaði Tornike Shengelia, besti leikmaður Georgíu, á báðum vítaskotum sínum og Ísland fékk færi til að tryggja sig inn á HM. Jón Axel Guðmundsson gerði vel í að búa til færi fyrir besta sóknarmann íslenska liðsins, Elvar Má Friðriksson, en skot hans fór í hringinn. „Gæi sem að hugsar ekki neitt“ Þá voru hins vegar enn eftir örfáar sekúndur af leiknum og staðan 80-77 fyrir Íslandi, svo þristur frá Georgíu hefði leitt til framlengingar. Bandaríkjamaðurinn Thaddus McFadden, sem reyndar hefur aldrei búið í Georgíu en spilar fyrir georgíska landsliðið, fékk frákastið. McFadden hafði farið á kostum á lokakaflanum og meðal annars sett niður þriggja stiga skot þegar 45 sekúndur voru eftir. Hann áttaði sig líklega engan veginn á stöðunni sem uppi var á síðustu sekúnduum því hann reyndi þriggja stiga skot yfir allan völlinn og var ekki ýkja fjarri því að hitta, eins og sjá má hér að neðan. GOODNIGHT TBILISI! GEORGIA ARE HEADING TO THE WORLD CUP FOR THE FIRST TIME IN HISTORY!#FIBAWC x #WinForGeorgia pic.twitter.com/PhwrkubT49— FIBA Basketball World Cup (@FIBAWC) February 26, 2023 „Hann reynir að skora. Hugsið ykkur ef hann hefði skorað? Það hefði verið framlengt. Þetta er svona gæi sem að hugsar ekki neitt. Það vann með honum á einum tímapunkti, en ég veit það ekki…“ sagði Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna, í umræðum á RÚV eftir leikinn. McFadden hitti hins vegar ekki og Ísland fékk því ekki nýjan möguleika á að ná upp fjögurra stiga forskotinu sem liðið þurfti til að fara á HM í fyrsta sinn. Þess í stað gátu McFadden og félagar fagnað fram eftir nóttu með fjölmörgum stuðningsmönnum sínum en Georgía var að vinna sér inn sæti á HM í fyrsta sinn. HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Sjá meira
Ljóst var fyrir leikinn að Ísland þyrfti að vinna með fjögurra stiga mun eða meira til að enda í 3. sæti riðilsins og komast á HM. Georgíu dugði hins vegar sigur og allt að þriggja stiga tap. Leikurinn hafði verið hnífjafn allan tímann og á lokamínútunni var staðan því þannig að Georgíumenn reyndu að passa að Ísland kæmist ekki fjórum stigum yfir, en þurftu í raun einnig að gæta þess að leikurinn færi ekki í framlengingu sem gæfi Íslandi nýjan möguleika á að búa til fjögurra stiga sigur. Þegar tíu sekúndur voru eftir klikkaði Tornike Shengelia, besti leikmaður Georgíu, á báðum vítaskotum sínum og Ísland fékk færi til að tryggja sig inn á HM. Jón Axel Guðmundsson gerði vel í að búa til færi fyrir besta sóknarmann íslenska liðsins, Elvar Má Friðriksson, en skot hans fór í hringinn. „Gæi sem að hugsar ekki neitt“ Þá voru hins vegar enn eftir örfáar sekúndur af leiknum og staðan 80-77 fyrir Íslandi, svo þristur frá Georgíu hefði leitt til framlengingar. Bandaríkjamaðurinn Thaddus McFadden, sem reyndar hefur aldrei búið í Georgíu en spilar fyrir georgíska landsliðið, fékk frákastið. McFadden hafði farið á kostum á lokakaflanum og meðal annars sett niður þriggja stiga skot þegar 45 sekúndur voru eftir. Hann áttaði sig líklega engan veginn á stöðunni sem uppi var á síðustu sekúnduum því hann reyndi þriggja stiga skot yfir allan völlinn og var ekki ýkja fjarri því að hitta, eins og sjá má hér að neðan. GOODNIGHT TBILISI! GEORGIA ARE HEADING TO THE WORLD CUP FOR THE FIRST TIME IN HISTORY!#FIBAWC x #WinForGeorgia pic.twitter.com/PhwrkubT49— FIBA Basketball World Cup (@FIBAWC) February 26, 2023 „Hann reynir að skora. Hugsið ykkur ef hann hefði skorað? Það hefði verið framlengt. Þetta er svona gæi sem að hugsar ekki neitt. Það vann með honum á einum tímapunkti, en ég veit það ekki…“ sagði Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna, í umræðum á RÚV eftir leikinn. McFadden hitti hins vegar ekki og Ísland fékk því ekki nýjan möguleika á að ná upp fjögurra stiga forskotinu sem liðið þurfti til að fara á HM í fyrsta sinn. Þess í stað gátu McFadden og félagar fagnað fram eftir nóttu með fjölmörgum stuðningsmönnum sínum en Georgía var að vinna sér inn sæti á HM í fyrsta sinn.
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Sjá meira