Kanada sendi Doncic og félaga heim og Þjóðverjar mörðu Letta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. september 2023 14:27 Luka Doncic og félagar hans í slóvenska landsliðinu eru úr leik. Yong Teck Lim/Getty Images Kanada og Þýskaland urðu í dag síðustu tvær þjóðirnar til að tryggja sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramóts karla í körfubolta. Kanadamenn sendu Slóvena heim og Þjóðverjar þurftu að hafa fyrir hlutunum gegn Lettum. Luka Doncic, ein stærsta stjarna NBA-deildarinnar, var eins og svo oft áður atkvæðamestur í liði Slóvena í dag. Hann skilaði 26 stigum, tók fjöfur fráköst og gaf fimm stoðsendingar, en var sendur snemma í sturtu þegar hann nældi sér í sína aðra tæknivillu þegar enn var nóg eftir af fjórða leikhluta. Dillon Brooks (taunting) and Luka Dončić (2 technical fouls) have both been ejected from Canada vs. Slovenia pic.twitter.com/VfuYyUkIxs— Bleacher Report (@BleacherReport) September 6, 2023 Það var lítið sem skildi liðin að í leik dagsins og þegar flautað var til hálfleiks að tveimur leikhlutum loknum var staðan jöfn, 50-50. Í þriðja leikhluta dró þó í sundur með liðunum og Kanada náði mest 16 stiga forskoti í stöðunni 77-61 og aftur í 80-64. Slóvenar klóruðu í bakkann fyrr lok þriðja leikhluta, en Kanadamenn reyndust sterkari á lokasprettinum og unnu að lokum ellefu stiga sigur, 100-89. Þá vann Þýskaland nauman tveggja stiga sigur gegn Lettum fyrr í morgun og tryggðu sér um leið sæti í undanúrslitum. Lettar fengu tækifæri til að stela sigrinum með þriggja stiga skoti þegar leiktíminn var í þann mund að renna út, en af hringnum fór boltinn og 81-79 sigur Þjóðverja því í höfn. Þjóðverjar mæta Bandaríkjamönnum í undanúrslitum, en í hinum undanúrslitaleiknum mætast Kanada og Serbía. HM 2023 í körfubolta Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Luka Doncic, ein stærsta stjarna NBA-deildarinnar, var eins og svo oft áður atkvæðamestur í liði Slóvena í dag. Hann skilaði 26 stigum, tók fjöfur fráköst og gaf fimm stoðsendingar, en var sendur snemma í sturtu þegar hann nældi sér í sína aðra tæknivillu þegar enn var nóg eftir af fjórða leikhluta. Dillon Brooks (taunting) and Luka Dončić (2 technical fouls) have both been ejected from Canada vs. Slovenia pic.twitter.com/VfuYyUkIxs— Bleacher Report (@BleacherReport) September 6, 2023 Það var lítið sem skildi liðin að í leik dagsins og þegar flautað var til hálfleiks að tveimur leikhlutum loknum var staðan jöfn, 50-50. Í þriðja leikhluta dró þó í sundur með liðunum og Kanada náði mest 16 stiga forskoti í stöðunni 77-61 og aftur í 80-64. Slóvenar klóruðu í bakkann fyrr lok þriðja leikhluta, en Kanadamenn reyndust sterkari á lokasprettinum og unnu að lokum ellefu stiga sigur, 100-89. Þá vann Þýskaland nauman tveggja stiga sigur gegn Lettum fyrr í morgun og tryggðu sér um leið sæti í undanúrslitum. Lettar fengu tækifæri til að stela sigrinum með þriggja stiga skoti þegar leiktíminn var í þann mund að renna út, en af hringnum fór boltinn og 81-79 sigur Þjóðverja því í höfn. Þjóðverjar mæta Bandaríkjamönnum í undanúrslitum, en í hinum undanúrslitaleiknum mætast Kanada og Serbía.
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira