Körfubolti

LeBron og stjörnurnar ætla á Ólympíu­leikana í París

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þessir tveir stefna á enn eitt Ólympíugullið í París.
Þessir tveir stefna á enn eitt Ólympíugullið í París. Christian Petersen/Getty Images)

LeBron James og flestar af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar í körfubolta hafa gefið til kynna að þær vilji taka þátt á Ólympíuleikunum sem fram fara í París á næsta ári. Kemur tilkynningin skömmu eftir að Bandaríkin fóru heim af HM í körfubolta með skottið á milli fótanna.

Bandaríkin töpuðu gegn Kanada í leiknum um bronsið á HM í körfubolta sem fram fór í Filipseyjum, Japan og Indónesíu. Bandaríkin töpuðu þremur leikjum á mótinu, þar af síðustu tveimur og enduðu í 4. sæti.

Þó margar af skærustu stjörnum NBA-deildarinnar hafi vantað þá var liðið stútfullt af hæfileikaríkum leikmönnum. Margir þeirra munu ekki fá tækifæri á Ólympíuleikunum í París þar sem LeBron, Stephen Curry, Kevin Durant, Anthony Davis, Jayson Tatum og Draymond Green ætla allir að gefa kost á sér.

Einnig er talið að Devin Booker, Damian Lillard, De‘Aaron Fox og Kyrie Irving ætli sér að spila á leikunum. Þetta staðfestir körfuboltaofvitinn Shams Charania í dag en hann starfar fyrir íþróttamiðilinn The Athletic.

Ef af þessu verður er ljóst að liðið er mjög líklegt til að vinna gullið fimmtu Ólympíuleikana í röð. Raunar hafa Bandaríkin hrósað sigri í sjö skipti af síðustu átta síðan Draumaliðið mætti til Barcelona árið 1992.


Tengdar fréttir

Þjóð­verjar heims­meistarar í fyrsta sinn

Þjóðverjar eru heimsmeistarar í körfubolta í fyrsta sinn eftir sigur á Serbum í úrslitaleik. Þetta eru önnur verðlaun Þjóðverja á heimsmeistaramóti frá upphafi en þeir unnu alla leiki sína á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×