„Ekki veðja gegn feita stráknum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2023 15:01 NBA-meistarinn Nikola Jokić og hinn ungi Nikola Jokić. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Nikola Jokić er án efa einn allra besti körfuboltamaður heims um þessar mundir. Hann er nýbúinn að tryggja Denver Nuggets sinn fyrsta sigur í NBA-deildinni frá upphafi og er á leiðinni heim í verðskuldað frí. Það stefndi þó ekki í það þegar hann kom fyrst inn í deildina árið 2015. Jokić er 28 ára gamall í dag og hefur spilað í NBA-deildinni síðan 2015. Þegar Denver valdi hann í nýliðavalinu það árið voru ekki margir spekingar á því að þarna væri leikmaður sem yrði innan skamms einn besti miðherji deildarinnar. Nuggets valdi Jokić með 41. valrétt í nýliðavalinu 2015 en fram að því hafði hann aðeins spilað í Serbíu. Valið á Jokić var ekki einu sinni í beinni útsendingu þar sem það var auglýsing frá Taco Bell í loftinu þegar tilkynnt var að Denver hefði valið miðherja frá Serbíu. NBA-meistarinn var spurður út í nýliðavalið á dögunum. Svar hans var afdráttarlaust: „Þau höfðu ekki trú á feita stráknum. Þetta virðist hafa gengið upp. Ekki veðja gegn feita stráknum.“ "Don't bet against the fat boy." Nikola Joki spoke about his doubters (via @malika_andrews) pic.twitter.com/WaHFdFKcHj— NBA on ESPN (@ESPNNBA) June 13, 2023 Jokić hefur vakið mikla athygli fyrir spilamennsku sína í úrslitakeppninni enda verið nær óstöðvandi. Hann var á endanum valinn MVP [verðmætasti leikmaður] úrslitaeinvígisins. Miðherjinn hefur sagt að hann spili körfubolta á sem einfaldastan hátt og virðist lífstíll hans svipaður. Eftir að Nuggets tryggði sér NBA-meistaratitilinn með sigri á Miami Heat sagðist hann einfaldlega vilja fara heim til Serbíu í frí. Hversu lengi það frí endist er svo stóra spurningin en miðherjinn hefur verið valinn í leikmannahóp Serbíu fyrir HM í körfubolta sem fram fer í ágúst næstkomandi. Mótið fer fram í Filippseyjum, Japan og Indónesíu. Serbía er í riðli með Suður-Súdan, Kína og Púertó Ríkó. Körfubolti NBA HM 2023 í körfubolta Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira
Jokić er 28 ára gamall í dag og hefur spilað í NBA-deildinni síðan 2015. Þegar Denver valdi hann í nýliðavalinu það árið voru ekki margir spekingar á því að þarna væri leikmaður sem yrði innan skamms einn besti miðherji deildarinnar. Nuggets valdi Jokić með 41. valrétt í nýliðavalinu 2015 en fram að því hafði hann aðeins spilað í Serbíu. Valið á Jokić var ekki einu sinni í beinni útsendingu þar sem það var auglýsing frá Taco Bell í loftinu þegar tilkynnt var að Denver hefði valið miðherja frá Serbíu. NBA-meistarinn var spurður út í nýliðavalið á dögunum. Svar hans var afdráttarlaust: „Þau höfðu ekki trú á feita stráknum. Þetta virðist hafa gengið upp. Ekki veðja gegn feita stráknum.“ "Don't bet against the fat boy." Nikola Joki spoke about his doubters (via @malika_andrews) pic.twitter.com/WaHFdFKcHj— NBA on ESPN (@ESPNNBA) June 13, 2023 Jokić hefur vakið mikla athygli fyrir spilamennsku sína í úrslitakeppninni enda verið nær óstöðvandi. Hann var á endanum valinn MVP [verðmætasti leikmaður] úrslitaeinvígisins. Miðherjinn hefur sagt að hann spili körfubolta á sem einfaldastan hátt og virðist lífstíll hans svipaður. Eftir að Nuggets tryggði sér NBA-meistaratitilinn með sigri á Miami Heat sagðist hann einfaldlega vilja fara heim til Serbíu í frí. Hversu lengi það frí endist er svo stóra spurningin en miðherjinn hefur verið valinn í leikmannahóp Serbíu fyrir HM í körfubolta sem fram fer í ágúst næstkomandi. Mótið fer fram í Filippseyjum, Japan og Indónesíu. Serbía er í riðli með Suður-Súdan, Kína og Púertó Ríkó.
Körfubolti NBA HM 2023 í körfubolta Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira