„Ekki veðja gegn feita stráknum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2023 15:01 NBA-meistarinn Nikola Jokić og hinn ungi Nikola Jokić. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Nikola Jokić er án efa einn allra besti körfuboltamaður heims um þessar mundir. Hann er nýbúinn að tryggja Denver Nuggets sinn fyrsta sigur í NBA-deildinni frá upphafi og er á leiðinni heim í verðskuldað frí. Það stefndi þó ekki í það þegar hann kom fyrst inn í deildina árið 2015. Jokić er 28 ára gamall í dag og hefur spilað í NBA-deildinni síðan 2015. Þegar Denver valdi hann í nýliðavalinu það árið voru ekki margir spekingar á því að þarna væri leikmaður sem yrði innan skamms einn besti miðherji deildarinnar. Nuggets valdi Jokić með 41. valrétt í nýliðavalinu 2015 en fram að því hafði hann aðeins spilað í Serbíu. Valið á Jokić var ekki einu sinni í beinni útsendingu þar sem það var auglýsing frá Taco Bell í loftinu þegar tilkynnt var að Denver hefði valið miðherja frá Serbíu. NBA-meistarinn var spurður út í nýliðavalið á dögunum. Svar hans var afdráttarlaust: „Þau höfðu ekki trú á feita stráknum. Þetta virðist hafa gengið upp. Ekki veðja gegn feita stráknum.“ "Don't bet against the fat boy." Nikola Joki spoke about his doubters (via @malika_andrews) pic.twitter.com/WaHFdFKcHj— NBA on ESPN (@ESPNNBA) June 13, 2023 Jokić hefur vakið mikla athygli fyrir spilamennsku sína í úrslitakeppninni enda verið nær óstöðvandi. Hann var á endanum valinn MVP [verðmætasti leikmaður] úrslitaeinvígisins. Miðherjinn hefur sagt að hann spili körfubolta á sem einfaldastan hátt og virðist lífstíll hans svipaður. Eftir að Nuggets tryggði sér NBA-meistaratitilinn með sigri á Miami Heat sagðist hann einfaldlega vilja fara heim til Serbíu í frí. Hversu lengi það frí endist er svo stóra spurningin en miðherjinn hefur verið valinn í leikmannahóp Serbíu fyrir HM í körfubolta sem fram fer í ágúst næstkomandi. Mótið fer fram í Filippseyjum, Japan og Indónesíu. Serbía er í riðli með Suður-Súdan, Kína og Púertó Ríkó. Körfubolti NBA HM 2023 í körfubolta Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
Jokić er 28 ára gamall í dag og hefur spilað í NBA-deildinni síðan 2015. Þegar Denver valdi hann í nýliðavalinu það árið voru ekki margir spekingar á því að þarna væri leikmaður sem yrði innan skamms einn besti miðherji deildarinnar. Nuggets valdi Jokić með 41. valrétt í nýliðavalinu 2015 en fram að því hafði hann aðeins spilað í Serbíu. Valið á Jokić var ekki einu sinni í beinni útsendingu þar sem það var auglýsing frá Taco Bell í loftinu þegar tilkynnt var að Denver hefði valið miðherja frá Serbíu. NBA-meistarinn var spurður út í nýliðavalið á dögunum. Svar hans var afdráttarlaust: „Þau höfðu ekki trú á feita stráknum. Þetta virðist hafa gengið upp. Ekki veðja gegn feita stráknum.“ "Don't bet against the fat boy." Nikola Joki spoke about his doubters (via @malika_andrews) pic.twitter.com/WaHFdFKcHj— NBA on ESPN (@ESPNNBA) June 13, 2023 Jokić hefur vakið mikla athygli fyrir spilamennsku sína í úrslitakeppninni enda verið nær óstöðvandi. Hann var á endanum valinn MVP [verðmætasti leikmaður] úrslitaeinvígisins. Miðherjinn hefur sagt að hann spili körfubolta á sem einfaldastan hátt og virðist lífstíll hans svipaður. Eftir að Nuggets tryggði sér NBA-meistaratitilinn með sigri á Miami Heat sagðist hann einfaldlega vilja fara heim til Serbíu í frí. Hversu lengi það frí endist er svo stóra spurningin en miðherjinn hefur verið valinn í leikmannahóp Serbíu fyrir HM í körfubolta sem fram fer í ágúst næstkomandi. Mótið fer fram í Filippseyjum, Japan og Indónesíu. Serbía er í riðli með Suður-Súdan, Kína og Púertó Ríkó.
Körfubolti NBA HM 2023 í körfubolta Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira