Nýra fjarlægt eftir olnbogaskot á HM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2023 23:31 Boriša Simanić og Nuni Omot í leiknum á miðvikudaginn var. FIBA Fjarlægja þurfti nýra úr Boriša Simanić, kraftframherji serbneska landsliðsins í körfubolta, eftir að hann fékk hafa olnbogaskot í síðuna í leik Serbíu á HM í körfubolta sem nú fer fram í Filipseyjum, Japan og Indónesíu. Frá þessu greindi serbneska körfuknattleikssambandið í dag, mánudag. Simanić fékk högg frá Nuni Omot í leik gegn Suður-Súdan í síðustu viku. Simanić hrundi strax í jörðina og ljóst var að sársaukinn var mikill. Desgraciada jugada que termina con la pérdida de un riñón para Borisa Simanic, jugador de Casademont Zaragoza. Fue durante el Serbia-Sudan del Sur.Nuni Omot, que hizo una declaración solicitando disculpas, posteo lanzando el codo a la zona renal del pívot serbio.No se señaló pic.twitter.com/qXoH0d1HRm— Piti Hurtado (@PitiHurtado) September 4, 2023 Simanić fór með hraði upp á spítala þar sem hann fór í aðgerð sama kvöld. Um helgina kom upp sú staða að leikmanninn vantaði blóð og það gekk illa að finna blóðflokk hans á spítalanum. Buðust fjölmargir samherjar Simanić til að aðstoða og gefa blóð. Á sunnudag fór svo hinn 25 ára gamli Simanić í aðra aðgerð og þá var skaddaða nýrað fjarlægt. Hann mun nú eyða dágóðum tíma á spítala í Manila, höfuðborg Filipseyja, á meðan hann jafnar sig. Omut hefur beðist afsökunar á atvikinu: „Ég biðst afsökunar, ég ætlaði ekki að meiða neinn. Ég vona að þú jafnir þig fljótt og ég mun biðja fyrir snöggum bata. Ég er ekki grófur leikmaður, hef aldrei verið. Ég biðst innilegrar sökunar.“ A Serbian power forward lost a kidney after being injured while playing against South Sudan at the FIBA World Cup. More: https://t.co/VWSButKgui pic.twitter.com/wnthkO6cel— NBA on ESPN (@ESPNNBA) September 4, 2023 Á fimmtudag, 7. september, mun Serbía mæta Litáen í 8-liða úrslitum HM í körfubolta. Litáen lagði Bandaríkin fyrir skemmstu og eru því engin lömb að leika sér við. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið „Hún reif í mig og hraunaði yfir mig, á Marilegan hátt“ Sport Stöðvuðu bardaga Valgerðar Sport Guðmundur miður sín eftir stórtap: „Eitt það versta sem ég hef upplifað lengi“ Handbolti Ósætti við úrelta löggjöf: „Sennilega eina þjóðin eftir í heiminum“ Sport „Vil miklu frekar eiga feril í MMA heldur en að vinna skrifstofustarf“ Sport Tyson segist ekki berjast vegna peninganna Sport Tekur með sér lifrarpylsu, grjónagraut og sviðasultu í bakgarðshlaupið Sport Óttast um öryggi fjölskyldunnar og neyðist til að flytja Sport Var kennari og þjálfaði karlalið þegar hann stýrði kvennalandsliðinu Fótbolti Aðeins einn löglegur dúkur svo Valur og FH byrja saman í Krikanum Handbolti Fleiri fréttir Woj-fréttin hættir hjá ESPN og snýr sér að öðru Bikarnum úthýst úr Höllinni: „Svekkt en skiljum ákvörðunina“ Martin gerður að fyrirliða Alba Berlin Áhorfspartí á Íslandi vekur athygli Boban kveður NBA og fer til Tyrklands Fjöldi íslenskra kvenna sá Caitlin Clark setja stigamet „Sem samfélag erum við að vakna“ Færir sig á milli liða á Suðurlandinu Njarðvík fær tvo Valin best þriðju vikuna í röð Gamli Boston Celtics miðherjinn segir að Jordan hafi aldrei unnið nein góð lið KR fær króatískan miðherja Keyrði niður körfuboltamann sem lést Frákastadrottningin spilar ekki meira á þessari leiktíð Sá besti í Lettlandi semur við KR Barkley hneykslast á smásálarlegum konum í kringum WNBA „Það verður ný og skrýtin tilfinning“ „Markmið hjá okkur að fá til okkar uppalda KR-inga“ Þórir mættur heim í KR Curry fær meira en átta milljarða fyrir eitt tímabil „Ég gæti auðveldlega verið dauður“ Setti enn eitt metið í nótt Nýr Þórsari kynntur: „Hann kemur frá Cleveland líkt og Lebron James“ Skýtur af lengra færi en bestu NBA strákarnir Vonarstjarna ÍR til Bandaríkjanna Morris spilar með Grindavík í vetur Golden State hetjan Al Attles látin Frábærir þrír leikhlutar ekki nóg á móti Bretum Kallaði Kevin Durant veikgeðja Lykilmenn Íslandsmeistaranna framlengja samninga sína Sjá meira
Frá þessu greindi serbneska körfuknattleikssambandið í dag, mánudag. Simanić fékk högg frá Nuni Omot í leik gegn Suður-Súdan í síðustu viku. Simanić hrundi strax í jörðina og ljóst var að sársaukinn var mikill. Desgraciada jugada que termina con la pérdida de un riñón para Borisa Simanic, jugador de Casademont Zaragoza. Fue durante el Serbia-Sudan del Sur.Nuni Omot, que hizo una declaración solicitando disculpas, posteo lanzando el codo a la zona renal del pívot serbio.No se señaló pic.twitter.com/qXoH0d1HRm— Piti Hurtado (@PitiHurtado) September 4, 2023 Simanić fór með hraði upp á spítala þar sem hann fór í aðgerð sama kvöld. Um helgina kom upp sú staða að leikmanninn vantaði blóð og það gekk illa að finna blóðflokk hans á spítalanum. Buðust fjölmargir samherjar Simanić til að aðstoða og gefa blóð. Á sunnudag fór svo hinn 25 ára gamli Simanić í aðra aðgerð og þá var skaddaða nýrað fjarlægt. Hann mun nú eyða dágóðum tíma á spítala í Manila, höfuðborg Filipseyja, á meðan hann jafnar sig. Omut hefur beðist afsökunar á atvikinu: „Ég biðst afsökunar, ég ætlaði ekki að meiða neinn. Ég vona að þú jafnir þig fljótt og ég mun biðja fyrir snöggum bata. Ég er ekki grófur leikmaður, hef aldrei verið. Ég biðst innilegrar sökunar.“ A Serbian power forward lost a kidney after being injured while playing against South Sudan at the FIBA World Cup. More: https://t.co/VWSButKgui pic.twitter.com/wnthkO6cel— NBA on ESPN (@ESPNNBA) September 4, 2023 Á fimmtudag, 7. september, mun Serbía mæta Litáen í 8-liða úrslitum HM í körfubolta. Litáen lagði Bandaríkin fyrir skemmstu og eru því engin lömb að leika sér við.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið „Hún reif í mig og hraunaði yfir mig, á Marilegan hátt“ Sport Stöðvuðu bardaga Valgerðar Sport Guðmundur miður sín eftir stórtap: „Eitt það versta sem ég hef upplifað lengi“ Handbolti Ósætti við úrelta löggjöf: „Sennilega eina þjóðin eftir í heiminum“ Sport „Vil miklu frekar eiga feril í MMA heldur en að vinna skrifstofustarf“ Sport Tyson segist ekki berjast vegna peninganna Sport Tekur með sér lifrarpylsu, grjónagraut og sviðasultu í bakgarðshlaupið Sport Óttast um öryggi fjölskyldunnar og neyðist til að flytja Sport Var kennari og þjálfaði karlalið þegar hann stýrði kvennalandsliðinu Fótbolti Aðeins einn löglegur dúkur svo Valur og FH byrja saman í Krikanum Handbolti Fleiri fréttir Woj-fréttin hættir hjá ESPN og snýr sér að öðru Bikarnum úthýst úr Höllinni: „Svekkt en skiljum ákvörðunina“ Martin gerður að fyrirliða Alba Berlin Áhorfspartí á Íslandi vekur athygli Boban kveður NBA og fer til Tyrklands Fjöldi íslenskra kvenna sá Caitlin Clark setja stigamet „Sem samfélag erum við að vakna“ Færir sig á milli liða á Suðurlandinu Njarðvík fær tvo Valin best þriðju vikuna í röð Gamli Boston Celtics miðherjinn segir að Jordan hafi aldrei unnið nein góð lið KR fær króatískan miðherja Keyrði niður körfuboltamann sem lést Frákastadrottningin spilar ekki meira á þessari leiktíð Sá besti í Lettlandi semur við KR Barkley hneykslast á smásálarlegum konum í kringum WNBA „Það verður ný og skrýtin tilfinning“ „Markmið hjá okkur að fá til okkar uppalda KR-inga“ Þórir mættur heim í KR Curry fær meira en átta milljarða fyrir eitt tímabil „Ég gæti auðveldlega verið dauður“ Setti enn eitt metið í nótt Nýr Þórsari kynntur: „Hann kemur frá Cleveland líkt og Lebron James“ Skýtur af lengra færi en bestu NBA strákarnir Vonarstjarna ÍR til Bandaríkjanna Morris spilar með Grindavík í vetur Golden State hetjan Al Attles látin Frábærir þrír leikhlutar ekki nóg á móti Bretum Kallaði Kevin Durant veikgeðja Lykilmenn Íslandsmeistaranna framlengja samninga sína Sjá meira