Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar

Fréttamynd

Kalla eftir hjálp við að flytja lögheimili Gylfa frá Bretlandi til Íslands

Sótt hefur verið um flutning á lögheimili knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðsson frá Bretlandi til Íslands. Umsókn þess efnis liggur á borði Þjóðskrár. Faðir hans segist hafa kallað eftir aðstoð utanríkisráðherra vegna málsins en Gylfi sætir enn farbanni í Bretlandi. Þá hafi ekkert heyrst frá KSÍ vegna máls Gylfa. Sigurður faðir Gylfa segir brotið á mannréttindum sonar hans.

Innlent
Fréttamynd

Gylfi Þór ekki lengur leik­maður E­ver­ton

Samningur Gylfa Þórs Sigurðssonar við enska knattspyrnufélagið Everton er runninn út. Hann hefur ekki spilað fyrir liðið síðan á þar síðustu leiktíð en leikmaðurinn var handtekinn síðasta sumar vegna meints brots gegn ólögráða stúlku.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ekki verður af uppboði á sumarbústað Gylfa Þórs

Sumarbústaður í Grímsnes- og Grafningshreppi í eigu knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar verður ekki boðinn upp á nauðungarsölu Sýslumannsins á Suðurlandi á fimmtudaginn. Telja má líklegt að knattspyrnukappinn hafi náð sáttum við Skattinn sem hafði farið fram á söluna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Farbannið yfir Gylfa Þór fram­lengt til 17. apríl

Farbann yfir Gylfa Þór Sigurðssyni knattspyrnumanni hefur verið framlengt til 17. apríl næstkomandi. Gylfi Þór er til rannsóknar hjá lögreglu í Manchester vegna gruns um að hann hafi brotið kynferðislega á ungmenni. Þetta staðfestir lögreglan í Manchester í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. 

Fótbolti
Fréttamynd

Einskis að vænta í máli Gylfa í dag

Líklegt er að engar nýjar upplýsingar muni berast í máli Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns, sem er til rannsóknar hjá lögreglunni í Manchester grunaður um kynferðisbrot gegn ungmenni, í dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

Rannsókn á máli Gylfa loks að ljúka

Gylfi Þór Sigurðs­son, leik­maður E­ver­ton og ís­lenska lands­liðsins í knatt­spyrnu, verður á­fram laus gegn tryggingu fram í miðja næstu viku. Þá ætti að skýrast hvort lög­regla ætli að leggja fram kæru á hendur Gylfa en hann grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku.

Fótbolti
Fréttamynd

Á­fram laus gegn tryggingu

Gylfi Þór Sigurðs­son, leik­maður enska knatt­spyrnu­liðsins E­ver­ton, verður á­fram laus gegn tryggingu fram til mið­viku­dagsins í næstu viku, 19. janúar.

Fótbolti
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.