Hjúkrunarheimili

Fréttamynd

Biðlistastjórnin

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stóð að íslenska heilbrigðiskerfið ætti að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum og að allir landsmenn eigi að fá notið góðrar þjónustu óháð efnahag og búsetu.

Skoðun
Fréttamynd

Fötlunar­skattur á Hrafnistu

Í maí bárust þau tíðindi frá Hrafnistu að frá 1. júní myndi starfsfólk ekki lengur fylgja íbúum heimilanna sem ekki komast sjálfir, í fótsnyrtingu eða hárgreiðslu né sjá um tímabókanir.

Skoðun
Fréttamynd

Ham­farir hjá Heilsu­vernd - Hvað kemur næst?

Á föstudag í síðustu viku bárust þær fréttir að Heilsuvernd - Hjúkrunarheimili, sem tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í byrjun maí sl., hefði sagt upp vel á þriðja tug starfsfólks, sem sumt átti að baki áratuga starfsreynslu hjá stofnuninni. Þessar fréttir voru veruleg vonbrigði en komu fæstum þó á óvart.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki hissa á hópuppsögnum á hjúkrunarheimilum

Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, kallar eftir því að Akureyrarbær taki við rekstri öldrunarheimila í bæjarfélaginu. Hann segir það hafa verið fyrirséð að fólki yrði sagt upp þegar einkarekna fyrirtækið Heilsuvernd tók við rekstri hjúkrunarheimila í apríl og telur eðlilegt að þjónusta af þessu tagi sé á forræði ríkis og sveitarfélaga. Tæplega þrjátíu starfsmenn Heilsuverndar hafa misst vinnuna á undanförnum dögum

Innlent
Fréttamynd

Sagt upp 64 ára eftir 20 ár í starfi

Sextíu og fjögurra ára gamalli konu með 20 ára starfsreynslu var sagt upp störfum á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri á dögunum, en ætla má að uppsögnin sé liður í hagræðingaraðgerðum nýrra rekstraraðila heimilisins, sem tóku við fyrir skemmstu.

Innlent
Fréttamynd

Öflug og fjöl­breytt þjónusta við aldraða

Með fjölgun aldraðra stöndum við frammi fyrir þeirri áskorun að mæta þjónustuþörfum stækkandi hóps. Það er auðvitað fagnaðarefni að við lifum lengur og sífellt fleiri lifa við góða heilsu lengur en það er á sama tíma mikilvægt að leggjast á eitt um að auka þjónustuframboð við aldraða.

Skoðun
Fréttamynd

Arð­væðing ó­heilla­spor

Eitt stærsta pólitíska viðfangsefnið um þessar mundir, hérlendis sem víðar, er framtíðarfyrirkomulag öldrunarþjónustu. Eins og svo oft lítum við til Norðurlandanna og hefur í því sambandi verið talað fyrir aukinni einkavæðingu eða arðvæðingu þjónustunnar, ekki síst með vísan til Svíþjóðar.

Skoðun
Fréttamynd

Veittu ekki við­unandi leið­beiningar vegna heim­sóknar­banns

Heilbrigðisráðuneytið, embætti landlæknis og hjúkrunarheimili veittu manni sem óskaði eftir undanþágu til að geta heimsótt eiginkonu sína á hjúkrunarheimili þegar heimsóknarbann var við lýði vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra ekki viðunandi leiðbeiningar um rétt til að kæra ákvörðunina.

Innlent
Fréttamynd

Síðasta ævi­skeiðið og lífs­lokin

Í fréttum helgarinnar var bent á að stíga þurfi stór skref til að rétta af rekstur hjúkrunarheimila. Langflest þeirra séu rekin með tapi. Samkvæmt niðurstöðu verkefnastjórnar, sem heilbrigðisráðherra skipaði til að greina rekstur hjúkrunarheimila, nemur tapið 3,5 milljarði króna á árunum 2017 til 2019.

Skoðun
Fréttamynd

Rekstrarkostnaður hjúkrunarheimila

Lokins er skýrsla svokallaðrar Gylfanefndar, sem greinir rekstrarkostnað hjúkrunarheimila komin fram. 40 rekstraraðilar (90%) svöruðu umbeðnum spurningum nefndarinar, 21 sjálfstæður aðili og 19 sveitarfélög.

Skoðun
Fréttamynd

Hjúkrunarheimilin þurfa fimm milljarða

Rúmir fimm milljarðar króna hafa bæst við heildarrekstrarkostnað hjúkrunarheimila á Íslandi ef borin eru saman árin 2021 og 2019. Fjöldi hjúkrunarheimila er í afar bágri fjárhagsstöðu, meðal annars vegna launahækkana sem enn ekki hefur fengist aukið framlag frá ríkinu til að greiða fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Hrafnista hefur skuldbundið sig til að veita ákveðna þjónustu

María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að hjúkrunarheimilum beri eftir sem áður að veita þá þjónustu sem þau hafa samið við SÍ um að veita. Bág fjárhagsstaða hjúkrunarheimila hefur verið til umræðu, síðast þegar Hrafnista sagði upp 40 starfsmönnum nýverið.

Innlent
Fréttamynd

Gætu þurft að neita að taka á móti „þungum“ sjúklingum

Hrafnista hefur ekkert svigrúm til að segja upp starfsfólki þar sem heimilin þurfa enn að veita ákveðna þjónustu. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna, en hátt í fjörtíu starfsmönnum hefur verið sagt upp síðustu mánaðamót.

Innlent
Fréttamynd

Nær fjöru­tíu starfs­mönnum sagt upp á Hrafnistu

Á fjórða tug starfsmanna hjá hjúkrunarheimilinu Hrafnistu hefur verið sagt upp störfum. Bæði er um að ræða stjórnendur, hjúkrunarfræðinga, ræstitækna og aðra starfsmenn. Tuttugu þessara starfsmanna störfuðu hjá Hrafnistu á Sléttuvegi en hinir hjá öðrum heimilum Hrafnistu. Mbl.is greinir frá.

Viðskipti innlent