Sjúkraliðar mættir til leiks Sandra B. Franks skrifar 20. september 2023 10:31 Nýverið bárust fréttir að um fimm hundruð manns væru á biðlista eftir hjúkrunarrými á landinu og að byggja þurfi ígildi níu hjúkrunarheimila eingöngu í Reykjavík til að mæta gríðarlegri fjölgun eldri borgara. Forstjóri Sóltúns sagði af því tilefni að þjóðin væri að renna út á tíma í málefnum aldraðra. Í dag búa um 3000 manns á hjúkrunarheimilum. Eftir 15 ár má gera ráð fyrir að heildarfjöldi íbúa á hjúkrunarheimilum verði 4500 því fólk er að eldast. Á næstu 15 árum gæti fólki á aldrinum 80 til 89 ára fjölgi um 85 prósent, en það er sá hópur sem í dag þarf hvað mestu heilbrigðisþjónustuna. Í þessu ljósi er mikilvægt að minnast tíðinda sem átti sér stað síðastliðið vor en þá útskrifaðist hópur sjúkraliða í fyrsta sinn af háskólastigi með 60 eininga diplómagráðu. Þetta er hópur sem hefur einmitt lokið námi í öldrunar- og heimahjúkrun. En bætt öldrunarþjónusta og heimahjúkrun er lykillinn til að mæta þeirri samfélagslegri breytingu sem blasir við á Íslandi vegna hækkandi aldurs landsmanna. Markmið námsins er að efla klíníska færni og fagmennsku, þekkingu á samskiptum sem meðferðartæki sem og á þátttöku í þverfaglegu samstarfi heilbrigðistétta. Skemmst er frá því að segja að heilbrigðisstofnanir um allt land hafa kalla eftir slíkri færni og þekkingu á meðal sjúkraliða. Ljóst er að námið hefur opnað á fjölmarga möguleika fyrir sjúkraliða til að takast á við fjölþættari störf og aukna ábyrgð. En eitt er ljóst að kröfurnar í heilbrigðiskerfinu aukast stöðugt og tækninni fleygir áfram. Þetta nám er einmitt hugsað til að mæta þeim kröfum. Aukin þekking og færni Meginmarkmið námsins á kjörsviði öldrunar- og heimahjúkrunar er m.a. að styrkja og auka þekkingu og færni starfandi sjúkraliða á eðlilegum öldrunarbreytingum, áhrifum öldrunartengdra sjúkdóma og bjargráðum við þeim. Áhersla er á persónumiðaða nálgun í heildrænni umönnun aldraðra einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Nemendur fá mikilvæga innsýn í helstu líkamlegu, andlegu og félagslegu þætti sem eru viðfangsefni farsællar öldrunar. Í því samhengi læra nemendur um lífeðlisfræðilegar breytingar og áhrif þeirra á heilsu og virkni á efri árum. Í náminu er fjallað um algenga langvinna sjúkdóma aldraðra en í því samhengi læra nemendur um möguleg og mismunandi áhrif þessara sjúkdóma á virkni og alhliða lífsgæði aldraðra. Þá læra nemendur um færni- og heilsufarsmat og framkvæmd þeirra auk þess um gerð áhættumats er kemur að þáttum eins og byltuhættu, húðheilsu, næringarástands, verkja, geðheilsu o.s.frv. Nemendur fá einnig kennslu og þjálfun í uppsetningu þvagleggja og æðaleggja, blóðtöku, blóðræktun, sárameðferðum og lyfjagjöfum. Sömuleiðis læra nemendur um algengustu lyfjaflokka aldraða, lyfjameðferðir og sérhæfðar meðferðir fyrir aldraða. Rýnt er í lyfjafræði með tillit til öldrunar, og farið yfir hvernig hækkaður aldur hefur áhrif á lyfjahvörf, lyfhrif, milliverkanir, aukaverkanir og meðferðafylgni. Nemendur öðlast einnig þekkingu á verkjum, verkjamat og verkjameðferð hjá öldruðum, sem og um meðferðatakmarkanir, líknar- og lífslokameðferðir. Námið mætir brýnni þörf Þörf fyrir þjónustu sjúkraliða gagnvart öldruðum mun eingöngu vaxa. Háskólinn á Akureyri hefur því mætt þessu ákalli samfélagsins og heilbrigðisþjónustunnar með því að bjóða upp á þetta metnaðarfulla hagnýta fagháskólanám. Þessu til viðbótar hafa stjórnvöld stutt vel við uppbyggingu námsins og talið það vera mikilvæga viðbót við heilbrigðisþjónustuna. Sjúkraliðar með diplómapróf eru í reynd nýr valkostur og mikilvægur hlekkur í þjónustu hjúkrunar og framtíð heilbrigðiskerfisins. Það er því mikilvægt að stjórnendur í heilbrigðisþjónustunni taki vel á móti þessu nýja vinnuafli og finni því viðeigandi stað hjá sér, hvort sem litið er til verkefna, ábyrgðar eða kjara. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Hjúkrunarheimili Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun 1.maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið bárust fréttir að um fimm hundruð manns væru á biðlista eftir hjúkrunarrými á landinu og að byggja þurfi ígildi níu hjúkrunarheimila eingöngu í Reykjavík til að mæta gríðarlegri fjölgun eldri borgara. Forstjóri Sóltúns sagði af því tilefni að þjóðin væri að renna út á tíma í málefnum aldraðra. Í dag búa um 3000 manns á hjúkrunarheimilum. Eftir 15 ár má gera ráð fyrir að heildarfjöldi íbúa á hjúkrunarheimilum verði 4500 því fólk er að eldast. Á næstu 15 árum gæti fólki á aldrinum 80 til 89 ára fjölgi um 85 prósent, en það er sá hópur sem í dag þarf hvað mestu heilbrigðisþjónustuna. Í þessu ljósi er mikilvægt að minnast tíðinda sem átti sér stað síðastliðið vor en þá útskrifaðist hópur sjúkraliða í fyrsta sinn af háskólastigi með 60 eininga diplómagráðu. Þetta er hópur sem hefur einmitt lokið námi í öldrunar- og heimahjúkrun. En bætt öldrunarþjónusta og heimahjúkrun er lykillinn til að mæta þeirri samfélagslegri breytingu sem blasir við á Íslandi vegna hækkandi aldurs landsmanna. Markmið námsins er að efla klíníska færni og fagmennsku, þekkingu á samskiptum sem meðferðartæki sem og á þátttöku í þverfaglegu samstarfi heilbrigðistétta. Skemmst er frá því að segja að heilbrigðisstofnanir um allt land hafa kalla eftir slíkri færni og þekkingu á meðal sjúkraliða. Ljóst er að námið hefur opnað á fjölmarga möguleika fyrir sjúkraliða til að takast á við fjölþættari störf og aukna ábyrgð. En eitt er ljóst að kröfurnar í heilbrigðiskerfinu aukast stöðugt og tækninni fleygir áfram. Þetta nám er einmitt hugsað til að mæta þeim kröfum. Aukin þekking og færni Meginmarkmið námsins á kjörsviði öldrunar- og heimahjúkrunar er m.a. að styrkja og auka þekkingu og færni starfandi sjúkraliða á eðlilegum öldrunarbreytingum, áhrifum öldrunartengdra sjúkdóma og bjargráðum við þeim. Áhersla er á persónumiðaða nálgun í heildrænni umönnun aldraðra einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Nemendur fá mikilvæga innsýn í helstu líkamlegu, andlegu og félagslegu þætti sem eru viðfangsefni farsællar öldrunar. Í því samhengi læra nemendur um lífeðlisfræðilegar breytingar og áhrif þeirra á heilsu og virkni á efri árum. Í náminu er fjallað um algenga langvinna sjúkdóma aldraðra en í því samhengi læra nemendur um möguleg og mismunandi áhrif þessara sjúkdóma á virkni og alhliða lífsgæði aldraðra. Þá læra nemendur um færni- og heilsufarsmat og framkvæmd þeirra auk þess um gerð áhættumats er kemur að þáttum eins og byltuhættu, húðheilsu, næringarástands, verkja, geðheilsu o.s.frv. Nemendur fá einnig kennslu og þjálfun í uppsetningu þvagleggja og æðaleggja, blóðtöku, blóðræktun, sárameðferðum og lyfjagjöfum. Sömuleiðis læra nemendur um algengustu lyfjaflokka aldraða, lyfjameðferðir og sérhæfðar meðferðir fyrir aldraða. Rýnt er í lyfjafræði með tillit til öldrunar, og farið yfir hvernig hækkaður aldur hefur áhrif á lyfjahvörf, lyfhrif, milliverkanir, aukaverkanir og meðferðafylgni. Nemendur öðlast einnig þekkingu á verkjum, verkjamat og verkjameðferð hjá öldruðum, sem og um meðferðatakmarkanir, líknar- og lífslokameðferðir. Námið mætir brýnni þörf Þörf fyrir þjónustu sjúkraliða gagnvart öldruðum mun eingöngu vaxa. Háskólinn á Akureyri hefur því mætt þessu ákalli samfélagsins og heilbrigðisþjónustunnar með því að bjóða upp á þetta metnaðarfulla hagnýta fagháskólanám. Þessu til viðbótar hafa stjórnvöld stutt vel við uppbyggingu námsins og talið það vera mikilvæga viðbót við heilbrigðisþjónustuna. Sjúkraliðar með diplómapróf eru í reynd nýr valkostur og mikilvægur hlekkur í þjónustu hjúkrunar og framtíð heilbrigðiskerfisins. Það er því mikilvægt að stjórnendur í heilbrigðisþjónustunni taki vel á móti þessu nýja vinnuafli og finni því viðeigandi stað hjá sér, hvort sem litið er til verkefna, ábyrgðar eða kjara. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun