HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi

María heldur sæti sínu í norska landsliðinu
María Þórisdóttir er í nýjasta hópnum hjá norska kvennalandsliðinu í fótbolta en landsliðshópurinn var tilkynntur í dag.

Bönnuðu konum að mæta á leiki en ætla nú að vera styrktaraðili HM kvenna
Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, ætlar að styrkja enn frekar tengsl sín við Sádi-Arabíu með því að taka Sáda inn í hóp styrktaraðila sína á komandi heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta.

Urðu að færa fyrsta leik sinn á HM á mikið stærri leikvang
Eftirspurnin eftir miðum á upphafsleik Ástralíu á HM kvenna í fótbolta í Eyjaálfu næsta sumar hefur verið slík að mótshaldarar hafa neyðst til að skipta um leikvang.

Mikið áfall fyrir Miedema | HM í hættu
Vivianne Miedema, framherji Arsenal á Englandi og hollenska landsliðsins, sleit krossband í vikunni. Enska félagið staðfesti tíðindin í dag.

Konurnar græða miklu meira á HM karla í ár en þegar þær unnu HM sjálfar
Nýr samningur við leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins sér til þess að landsliðskonurnar frá Bandaríkjunum græða miklu meira á góðum árangri karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í Katar en þegar þær urðu sjálfar heimsmeistarar árið 2019.

Hent út úr Evrópumeistaraliðinu vegna slæmrar hegðunar
Hannah Hampton er engin fyrirmyndar knattspyrnukona ef marka má nýjustu fréttir úr herbúðum Evrópumeistara Englands.

María aftur með eftir versta símtal ævinnar
María Þórisdóttir er komin aftur inn í norska landsliðið í fótbolta eftir að hafa ekki verið valin í fyrstu landsleikina undir stjórn nýja þjálfarans Hege Riise, sem tók við liðinu eftir vonbrigðin á EM í sumar.

Evrópumeistararnir í nokkuð erfiðum riðli
Dregið var í riðla fyrir lokakeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta kvenna sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta árið í morgun.

Algarve bikarnum aflýst vegna taps íslensku stelpnanna
Tap íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur áhrif á undirbúning margra þjóða fyrir heimsmeistaramótið á næsta ári.

FIFA segir að stöðvarnar verði að bjóða hærra í HM kvenna
Alþjóða knattspyrnusambandið hefur hafnað mörgum tilboðum í útsendingarétt á heimsmeistarakeppni kvenna í knattspyrnu sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar.

Utan vallar: Lið í hlekkjum hugarfarsins
Klárum þetta augljósa fyrst. Stéphanie Frappart dómari óð í villu og svíma í umspilsleik Portúgals og Íslands á þriðjudaginn og kom sér vel fyrir á listanum yfir óvini íslenska ríkisins. En galin frammistaða hennar tók líka athyglina frá slakri spilamennsku Íslands meðan enn var jafnt í liðum. Og spilamennska sem er þessi er ekki einsdæmi hjá íslenska liðinu.

Akurnesingur svífur um á bleiku skýi í treyju númer sex
Þrátt fyrir gríðarleg vonbrigði leikmanna kvennalandsliðsins eftir tap í Portúgal á þriðjudaginn gáfu landsliðskonurnar sér tíma, þegar tárin voru þornuð, og sinntu hörðustu aðdáendum sínum.

Írsku stelpurnar hneyksluðu og særðu marga þegar þær fögnuðu sæti á HM
Írska kvennlandsliðiðinu í fótbolta tókst það á þriðjudagskvöldið sem okkar stelpum tókst ekki. Írland tryggði sér þá sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi með sigri á Skotum.

Skroppið til Portúgal í bjór og sól en engan farseðil á HM
Það eru tuttugu klukkustundir síðan vekjaraklukkan hringdi í vesturbæ Reykjavíkur. 183 Íslendingar sitja á flugvellinum í Porto og bíða eftir því að komast aftur á klakann. Síðasti bjórinn teygaður. D-vítamínsöfnun dagsins er lokið. Hið daglega amstur er handan við hornið. HM draumurinn er úti. Þetta hefði alls ekki þurft að enda svona.

Bandaríska landsliðið tapar tveimur í röð í fyrsta sinn í fimm ár
Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta þurfti að sætta sig við tap á móti hálfgerðu varaliði Spánar í vináttulandsleik í Pamplona í gær.

Fór heim frá Portúgal með stjörnur í augunum
Það mátti sannarlega finna ljós í myrkrinu á flugvellinum í Porto í gærkvöldi eftir 4-1 tap gegn heimakonum í úrslitaleik um sæti á HM í fótbolta á næsta ári.

Skýrsla Sindra: Þið tókuð af okkur HM
Það var líkt og að sár grátur fyrirliðans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, sitjandi í miðjuhringnum á Estádio da Mata Real, bergmálaði um leikvanginn og yfirgnæfði fagnaðaróp Portúgala í kvöld. Svo bersýnileg voru vonbrigðin. HM-draumurinn var úti og það með eins ósanngjörnum hætti og hugsast getur.

Portúgal komst ekki á HM
Þrátt fyrir sigurinn gegn Íslandi í kvöld er portúgalska kvennalandsliðið í fótbolta síður en svo komið með öruggt sæti á HM í Eyjaálfu næsta sumar.

Myndasyrpa: Sorg í Portúgal
Draumur Íslands um sæti á HM kvenna í fótbolta á næsta ári varð að martröð þegar liðið tapaði 4-1 fyrir Portúgal í umspili ytra í kvöld. Tilfinningarnar voru miklar í leikslok.

„Í rauninni erum við bara rændar þessu“
Glódís Perla Viggósdóttir var afar ósátt við Stéphanie Frappart, dómara leiks Íslands og Portúgals í umspili um sæti á HM. Portúgal vann 4-1 eftir framlengdan leik en Ísland var manni færri stóran hluta leiksins.