
Bann sjálfboðaliðans í Ólafsvík fellt úr gildi
Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur fellt úr gildi sex mánaða bannið sem Kristján Ríkharðsson, sjálfboðaliði hjá Víkingi Ólafsvík, hafði verið úrskurðaður í vegna falsaðrar leikskýrslu.

Harma að 67 ára sjálfboðaliða sé refsað: „Ég kvittaði bara undir“
„Ég kvittaði bara undir og þá fæ ég þetta í hausinn,“ segir hinn 67 ára gamli Kristján Björn Ríkharðsson, sjálfboðaliði hjá Víkingi Ólafsvík í fjóra áratugi, sem í gær var úrskurðaður í sex mánaða bann frá keppnum á vegum Knattspyrnusambands Íslands.

Í bann hjá KSÍ í sex mánuði vegna fölsunar
Víkingur Ólafsvík þarf að greiða 160.000 króna sekt og Kristján Björn Ríkharðsson að sæta sex mánaða banni frá keppnum á vegum Knattspyrnusambands Íslands vegna fölsunar á leikskýrslu.

Jón Páll krafði Víkinga um 26 milljónir en þarf sjálfur að borga
Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvík hefur verið sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu þjálfarans Jóns Páls Pálmasonar sem krafði félagið um 26 milljónir króna auk dráttarvaxta.

Þróttur heldur í vonina um að halda sæti sínu í Lengjudeildinni
Þróttur R. vann í dag 5-2 stórsigur á föllnum Víkingum frá Ólafsvík í Lengjudeild karla. Sigurinn þýðir að liðið á enn möguleika á að halda sæti sínu í deildinni þegar að tvær umferðir eru eftir.

Kórdrengir halda lífi í baráttunni um sæti í efstu deild
Nú rétt í þessu lauk tveimur leikjum í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Kórdrengir unnu mikilvægan 4-0 heimasigur gegn föllnum Víkingum frá Ólafsvík og halda því enn í vonina um sæti í efstu deild. Á sama tíma gerðu Afturelding og Vestri 2-2 jafntefli.

Kórdrengir halda í við toppliðin og toppliðið fór létt með botnliðið
Kórdrengir og Framarar taka þrjú stig með sér á koddann úr þeim tveim leikjum sem fram fóru í Lengjudeild karla í kvöld. Kórdrengir unnu sterkan 2-1 sigur þegar Afturelding mætti í heimsókn og Topplið Fram vann öruggan 3-0 sigur gegn botnliði Víkinga frá Ólafsvík.

Leik frestað vegna smits hjá Ólsurum
Leik Víkings Ó. og Fram í Lengjudeild karla hefur verið frestað vegna kórónuveirusmits í leikmannahópi Ólsara.

Kórdrengir nálgast toppbaráttuna og Grótta og Afturelding fjarlægjast botnbaráttuna
Þrem leikjum var að ljúka í Lengjudeild karla. Kórdrengir sóttu þrjú stig á Selfoss með 1-0 sigri, Grótta vann sterkan 2-1 sigur gegn Fjölni á heimavelli og Afturelding átti ekki í vandræðum með Víking frá Ólafsvík þegar þeir unnu 6-1.

Loksins vann Fjölnir, dramatík í Ólafsvík, níu stiga forysta Fram og jafnt í toppslag
Þremur leikjum var að ljúka í Lengjudeild karla og einum í Lengjudeild kvenna en umferðin í báðum deildum var ansi áhugaverð.

Fram vann 10 Kórdrengi í markaleik - Tap í fyrsta leik Guðjóns Þórðar
10. umferð Lengjudeildar karla í fótbolta kláraðist í kvöld með þremur leikjum. Fram styrkti stöðu sína á toppnum með 4-3 sigri á Kórdrengjum en mikið var skorað í leikjum kvöldsins.

Guðjón mættur aftur í Ólafsvík
Guðjón Þórðarson er að taka við Víking Ólafsvík á nýjan leik og mun stýra liðinu í Lengjudeild karla.

Segir upp eftir 7-0 tap
Gunnar Einarsson hefur sagt upp störfum sem þjálfari Víkings frá Ólafsvík í Lengjudeild karla eftir strembið gengi liðsins í sumar. Ólsarar sendu frá sér tilkynningu þess efnis í kvöld.

Öruggt hjá Vestra í Vesturlandsslagnum
Vestri vann öruggan 3-0 sigur á Víkingi frá Ólafsvík á Ólafsvíkurvelli í síðasta leik sjöundu umferðar Lengjudeildar karla í fótbolta síðdegis. Víkingar leita enn síns fyrsta sigurs í sumar.

Níu Ólsarar sóttu fyrsta stigið
Víkingur Ólafsvík varð í dag síðasta liðið í Lengjudeildinni til að koma stigi á töfluna þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Þór í Ólafsvík.

Afturelding, Fjölnir og Selfoss með sigra í Lengjudeildinni
Þrem leikjum var að ljúka í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Fjölnir lagði Gróttu 1-0 á Extra vellinum, Afturelding gerði góða ferð í Ólafsvík og vann 5-1 útisigur og Selfyssingar sóttu 3-1 sigur gegn Kórdrengjunum.

Fram gerði út um leikinn í upphafi og Fjölnir kom til baka í Laugardalnum
Lengjudeild karla í knattspyrnu fór af stað í kvöld. Fram vann Víking Ólafsvík 4-2 í Safamýri og Fjölnir lagði Þrótt Reykjavík 3-1 í Laugardalnum.

Vestri í meiri vandræðum með KFR en Víkingur Ó. með Þrótt Reykjavík
Tveimur leikjum er nú lokið í 64-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. Vestri marði 4. deildarlið KFR á meðan Víkingur Ólafsvík gerði góða ferð í Laugardalinn.

Breiðablik með fullt hús stiga og stórsigrar hjá Keflavík og HK
Breiðablik er komið áfram í átta liða úrslit Lengjubikarsins eftir 2-1 sigur á Fylki í fjórða riðli A-deildar karla.

Ótrúleg endurkoma Fjölnis - Valsmenn með fullt hús stiga
Fjórir leikir fóru fram í A-deild Lengjubikarsins í fótbolta hér á landi í dag og var mikið skorað í leikjum dagsins.