Besta deild karla

Fréttamynd

Gylfi Orra: Dómarar vilja ekki að menn taki út refsingu fyrir þeirra mistök

"Gagnrýnin á störf dómara hefur ekki verið neitt öðruvísien undanfarin ár. Mér finnst sem betur hafa verið minna um hana en undanfarin ár sem ég tel vera merki um að dómarahópurinn hafi staðið sig mjög vel í sumar", sagði Gylfi Orrason, varaformaður KSÍ og formaður dómaranefndar sambandsins í viðtali við Hjört Hjartarson í Boltanum á X-inu í morgun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hundrað ár liðin frá fyrsta leik í Íslandsmótinu í fótbolta

Í dag, 28. júní, eru liðin nákvæmlega 100 ár frá fyrsta leiknum sem fram fór í Íslandsmóti í knattspyrnu. Þennan dag árið 1912 mættust Fram og KR, sem þá hét reyndar Fótboltafélag Reykjavíkur, í kappleik á Melavellinum. Úrslit leiksins urðu jafntefli, 1-1, og var það Framarinn Pétur J. Hoffmann Magnússon sem skoraði fyrsta markið. Þetta kemur fram á KSÍ.is.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tryggvi: Var búinn að spá því að við mættum KR

"Nei, KR var svo sannarlega ekki óskamótherjinn í þessari umferð. Ég var reyndar búinn að spá því að við þyrftum að fara í vesturbæinn í þessari umferð en sem betur fer fáum við KR-inga til Eyja. Það er töluvert betra", sagði Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV að loknum bikardrættinum í hádeginu í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðjón vill nota bikarkeppnina til að koma Grindavík af stað í deildinni

Dregið var í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu karla nú í hádeginu. Grindvíkingar, sem sitja í neðasta sæti úrvalsdeildarinnar, án sigurs mæta Víkingum í Fossvoginum. Víkingar voru annað af tveimur liðum í pottinum í dag sem leika í næstefstu deild. Það lá því beinast við að spyrja Guðjón hvort hann telji sína menn ekki hafa verið heppna með andstæðing í næstu umferð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR-ingar fara til Eyja í 8 liða úrslitum bikarsins

Íslands- og bikarmeistarar KR þurfa að fara til Vestmannaeyja í átta liða úrslitum Borgunarbikars karla en dregið var núna í hádeginu í höfuðstöðvum KSÍ. 1. deildarlið Víkinga og Þróttar fá bæði heimaleik á móti liðum í neðri hluta Pepsi-deildar karla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Valur 2-1

Fyrstudeildarlið Þróttar gerði sér lítið fyrir og lagði Val 2-1 í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld á heimavelli sínum eftir framlengdan leik. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 en Þróttur tryggði sér verðskuldaðan sigur á síðustu mínútum framlengingarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: KA - Grindavík 2-3 | Ameobi hetjan

Grindvíkingar gerðu góða ferð á Akureyri og unnu KA með þremur mörkum gegn tveimur í háspennuleik á Akureyrarvelli í kvöld. Grindvíkingar eru því komnir áfram í 8-liða úrslitin á kostnað Akureyringa. Tomi Ameobi var hetja Grindvíkinga en hann skoraði sigurmarkið á síðustu mínútu uppbótartímans.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH til Liechtenstein en ÍBV og Þór fara bæði til Írlands

Það er búið að draga í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta en þrjú íslensk félög voru í pottinum; FH, ÍBV og Þór Akureyri. Norðanmenn, sem eru í 1. deild, fengu sætið af því að þeir komust í bikaúrslitaleikinn í fyrra sem og að bikarmeistarar KR urðu einnig Íslandsmeistarar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR mætir HJK Helsinki í Meistaradeildinni

Íslands- og bikarmeistarar KR drógust á móti finnska liðinu HJK Helsinki í annarri umferð Meistardeildarinnar en dregið var í dag. KR átti einnig möguleika á því að lenda á móti liðum frá Sviss, Austurríki, Svíþjóð, Lettlandi eða Litháen. Þetta kemur fram á ksi.is

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Dregið í Meistaradeild og Evrópudeild UEFA í dag

Í dag verður dregið í Meistaradeild UEFA sem og Evrópudeild UEFA en fjögur íslensk félög eru í þessum keppnum. Íslandsmeistarar KR eru í potinnum í Meistaradeildinni en FH, ÍBV og Þór Akureyri eru í pottinum í Evrópudeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Markalaust á Ísafirði

BÍ/Bolungarvík og Haukar skildu jöfn í markalausum leik á Ísafirði í dag. Þrátt fyrir ágæt tilþrif tókst hvorugu liðinu að skora. Heimamenn þó ívið sterkari.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pepsi-mörkin: Markaregnið úr áttundu umferð

Áttunda umferðin í Pepsi-deild karla fór fram í kvöld. Mikil spenna var í leikjum kvöldsins og Hörður Magnússon fór yfir gang mála í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport með þeim Reyni Leóssyni og Tómasi Inga Tómassyni. Það var hljómsveitin Howler sem sá um tónlistana, og lagið heitir Back of your neck.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rúnar Már hetja Valsmanna - myndir

Rúnar Már Sigurjónsson tryggði Valsmönnum 2-1 sigur á Skagamönnum í 8. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Hann skoraði fyrra markið eftir glæsilegan einleik og seinna markið úr vítaspyrnu tveimur mínútum fyrir leikslok.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Stjarnan 2-2

FH og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í góðum fótboltaleik í Kaplakrika í kvöld. Stjarnan komst í 2-0 en staðan í hálfleik var 2-1. FH náði verðskuldað að jafna metin í seinni hálfleik en Stjarnan náði að hanga á góðri byrjun sinni og ná stigi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðjón Heiðar klár í slaginn með Skagamönnum

Vinstri bakvörðurinn Guðjón Heiðar Sveinsson skrifaði í dag undir samning við Skagamenn sem gildir út árið 2013. Guðjón Heiðar sneri aftur á Skagann á föstudaginn eftir námsdvöl í Danmörku eftir áramót. Þetta kemur fram á heimasíðu Skagamanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Heil umferð í Pepsi-deild karla í kvöld

Knattspyrnuáhugamenn fá nóg að gera í kvöld þótt enginn sé leikurinn á EM. Öll áttunda umferðin í Pepsi-deild karla fer þá fram. Eyjamaðurinn Christian Steen Olsen var valinn leikmaður 7. umferðar hjá Fréttablaðinu en hann skoraði þá þrennu gegn ÍA. Hann verður í eldlínunni með ÍBV í Grindavík í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Keflavík 0-2

Keflvíkingar unnu þægilegan og virkilega sanngjarnan sigur á hugmyndasnauðu liði Fram í kvöld í Pepsideild karla í fótbolta, 0-2. Frans Elvarsson og Guðmundur Steinarsson skoruðu mörk Keflvíkinga í fyrri hálfleik og voru gestirnir aldrei í teljandi vandræðum í þessum leik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 2-1

Blikar stoppuðu fimm leikja sigurgöngu KR í kvöld með því að vinna Íslands- og bikarmeistarana 2-1 í leik liðanna í 8. umferð Pepsi-deildar karla en leikurinn fór fram á Kópavogsvelli. KR-ingar voru búnir að vinna alla leiki sína síðan í byrjun maí en sigur heimamanna var verðskuldaður.

Íslenski boltinn