Íslenski boltinn

Ólafur Þórðarson má ekki stjórna Víkingum á móti Fylki í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Þórðarson, þjálfari 1. deildarliðs Víkings.
Ólafur Þórðarson, þjálfari 1. deildarliðs Víkings. Mynd/Valli
Ólafur Þórðarson, þjálfari 1. deildarliðs Víkings, verður ekki við stjórnvölinn hjá liðinu í kvöld þegar Víkingar fá Pepsi-deildarlið Fylkis í heimsókn í Víkina í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 20.00.

Ólafur þjálfaði Fylki á árunum 2009 til 2011 en hætti með Árbæjarlliðið síðasta haust og tók þá við b-deildarliði Víkings. Það voru því margir búnir að bíða spenntir eftir að sjá Ólaf mæta sínum gömlu lærisveinum.

Það verður þó ekki af því að þessu sinni. Ólafur fékk rauða spjaldið hjá Halldóri Breiðfjörð Jóhannssyni í 2-2 jafntefli á móti Hetti í 1. deildinni um helgina. Ólafur fékk þá tvö gul spjöld á sömu mínútunni (81.) fyrir mótmæli.

Það verður því meiri ábyrgð á aðstoðarþjálfaranum Helga Sigurðssyni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×