Íslenski boltinn

KR-ingar fara til Eyja í 8 liða úrslitum bikarsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá leik ÍBV og KR í fyrra.
Frá leik ÍBV og KR í fyrra. Mynd/Daníel
Íslands- og bikarmeistarar KR þurfa að fara til Vestmannaeyja í átta liða úrslitum Borgunarbikars karla en dregið var núna í hádeginu í höfuðstöðvum KSÍ. 1. deildarlið Víkinga og Þróttar fá bæði heimaleik á móti liðum í neðri hluta Pepsi-deildar karla.

ÍBV og KR voru fyrstu liðin sem komu upp úr hattinum en KR-ingar voru að fá Pepsi-deildarlið í þriðju umferðinni í röð. Þeir lentu á móti ÍA í 32 liða úrslitunum og síðan á móti Blikum í 16 liða úrslitunum.

Hinn Pepsi-deildar slagurinn í átta liða úrslitunum er leikur Stjörnunnar og Fram sem fer fram á gervigrasinu í Garðabæ.

1. deildarliðin Víkingur og Þróttur höfðu heppnina með sér og fengu bæði heimaleiki. Víkingar mæta botnliði Pepsi-deildarinnar Grindavík en Þróttur fékk heimaleik á móti Selfossi.

8 liða úrslit Borgunarbikar karla:

ÍBV - KR

Þróttur - Selfoss

Víkingur R. - Grindavík

Stjarnan-Fram

Leikirnir fara fram 8. og 9. júlí næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×