Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Selfoss - Fylkir 1-2 Leifur Viðarsson á Selfossi skrifar 20. júní 2012 19:30 Fylkir lagði Selfoss að velli, 2-1 á útivelli í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld. Ingimundur Níels Óskarsson og Finnur Ólafsson skoruðu mörk Fylkis. Ólafur Karl Finsen skoraði marka heimamanna sem voru einum færri síðustu 15 mínúturnar í leiknum. Leikurinn hófst ágætlega en eftir um fimm mínútna leik datt hann verulega mikið niður. Bæði lið lágu aftur og voru varkár og greinilegt að hvorugt liðið ætlaði sér að fá á sig mark. Fyrir utan sitthvort færið þar sem sóknarmenn beggja liða fengu að líta gula spjaldið. Björgólfur handlék boltann inni í teig andstæðingana og Viðar Örn fékk spjald fyrir leikaraskap eftir að hafa verið kominn einn á móti markmanni. Síðari hálfleikur fór þó ágætlega af stað og heimamenn gerðu sig líklega til að skora. Eftir að hafa stjórnað leiknum fyrstu 20-25 mínúturnar fá ná Fylkismenn góðri sendingu inn fyrir vörn Selfyssinga og þegar Björgólfur Takefusa er að sleppa einn inn fyrir kemur Stefán Ragnar, fyrirliði Selfyssinga aftan í hann og fellir hann. Erlendur Eiríksson, dómari leiksins, ekki í neinum vafa um að vísa Stefáni Ragnari af velli. Björgólfur tekur aukaspyrnuna sjálfur og á fast skot í markmannshornið sem Duracak ver, boltinn kastast út í teig og þá kemur Ingimundur Níels Óskarsson og fylgir vel á eftir og staðan 0-1. Aðeins fimm mínútum síðar fá Fylkismenn aðra aukaspyrnu á svipuðum stað og nú tekur Andri Þór Jónsson spyrnuna og Duracak þarf að hafa sig allan við til að verja. Boltinn fer aftur út í teig og þá mætir Finnur Ólafsson og neglir boltanum í netið, algjörlega óverjandi. Gestirnir nýttu því augnablikin vel og ná tveggja marka forystu gegn gangi leiksins. Eftir þetta fara heimamenn að ná áttum og herja fast að marki andstæðingana en ekkert virðist ætla að ganga þeim í hag eftir fjölmörg færi. Ólafur Karl Finsen nær þí að minnka muninn á síðustu mínútu leiksins með glæsilegu marki eftir frábæra sendingu frá Jóni Daða Böðvarssyni. Á þeim fimm mínútum sem uppbótartíminn varði fengu Selfyssingar nokkur tækifæri til að jafna leikin en inn vildi boltinn ekki og Fylkismenn því handhafa allra þriggja stiga leiksins. Ásgeir Börkur: Slysið á móti FH var góð vakning fyrir okkurFylkismaðurinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson var maður leiksins og hann var að vonum ánægður með loka niðurstöðuna. „Þeir sóttu vel á okkur í byrjun fyrri hálfleiks og byrjun seinni hálfleiks en við náðum að halda vel út og þegar við náum því og að verjast svona vel þá erum vi til alls líklegir og við náðum að koma inn tveimur mörkum þannig að ég er bara mjög ánægður með stigin," sagði Ásgeir. „Við héldum bara skipulagi og ef það gengur upp þá er allt hægt. Við náðum stungusendingu inn fyrir vörnina sem var mjög góð og það var lítið annað sem varnarmaður Selfyssinga gat gert en að brjóta," sagði Ásgeir um atvikið sem breytti leiknum. „Nú höfum við náð þremur sigrum í röð eftir slæmt tap á móti FH-ingum en það var algjört slys sem mun ekki endurtaka sig en þetta var góð vakning fyrir okkur," sagði Ásgeir: Logi Ólafsson: Við eigum skilið að vera með fleiri stig„Við fengum nú ekki nógu góða niðurstöðu miðað við hvað við lögðum í leikinn. Okkur fannst að við hefðum átt að fá eitthvað út úr þessum leik en í stöðunni 0-0 missum við mann út af og fáum á okkur mark strax í kjölfarið. Það gerði þetta náttúrulega mun erfiðara," sagði Logi Ólafsson, þjálfari Selfyssinga. „Það var ekki mikið að gerast í leiknum að þeirra hálfu, fannst mér, og við náum að skapa okkur 13-15 marktilraunir og þar af 3-4 sinnum einn á móti markmanni. Það segir sig sjálft að þegar þú klárar ekki svoleiðis færi þá geturðu alltaf búist við því að lenda í svona veseni," sagði Logi. „Við höfum reynt að skipuleggja okkur í vörnini í föstum leikatriðum en eftir svona fast skot er erfitt fyrir markmanninn að halda boltanum. Vissulega hefði verið betra að slá boltann til hliðar en við eigum náttúrulega að elta boltann inn alveg eins og sóknarmennirnir," sagði Logi. „Við eigum skilið að vera með fleiri stig miðað við hvað við höfum sýnt úti á vellinum og það er kannski betra að spila stundum illa og vinna samt. Við erum fyrir ofan strik og ætlum okkur að vera fyrir ofan strikið. Fyrr eða síðar verðum við heppnir fyrir framan bæði okkar mark og mark mótherjans. Við verðum bara að gera betur en á meðan við erum að skapa okkur marktækifæri er alltaf möguleiki," sagði Logi. Ásmundur Arnarsson: Tökum þessi stig fegins hendi„Sigurinn var sætur og hvorki sanngjarn né ósanngjarn. Við allavega unnum fyrir honum og það var fín barátta hjá mínum mönnum sem skóp sigurinn. Selfyssingar náðu að skapa fleiri færi og stjórnuðu leiknum betur en við tökum þessi stig fegins hendi," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis. „Við lögðum upp að þétta okkur vel og "breaka" á þá og það virtist ganga upp. Fyrri hálfleikurinn var ekki sá fjörugasti og lítið um færi en það var því ágætis barátta í báðum liðum," sagði Ásmundur. „Eftir þetta skelfilega tap gegn FH-ingum þá er kannski ágætt ef sú blauta tuska nýtist okkur. Þá getum við bara verið ánægðir að hafa þá fengið alvöru skell og að menn svari því almennilega. Við megum aldrei gleyma því hversu djúpt við getum sokkið en á meðan menn eru í lagi þá falla hlutirnir frekar með manni," sagði Ásmundur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
Fylkir lagði Selfoss að velli, 2-1 á útivelli í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld. Ingimundur Níels Óskarsson og Finnur Ólafsson skoruðu mörk Fylkis. Ólafur Karl Finsen skoraði marka heimamanna sem voru einum færri síðustu 15 mínúturnar í leiknum. Leikurinn hófst ágætlega en eftir um fimm mínútna leik datt hann verulega mikið niður. Bæði lið lágu aftur og voru varkár og greinilegt að hvorugt liðið ætlaði sér að fá á sig mark. Fyrir utan sitthvort færið þar sem sóknarmenn beggja liða fengu að líta gula spjaldið. Björgólfur handlék boltann inni í teig andstæðingana og Viðar Örn fékk spjald fyrir leikaraskap eftir að hafa verið kominn einn á móti markmanni. Síðari hálfleikur fór þó ágætlega af stað og heimamenn gerðu sig líklega til að skora. Eftir að hafa stjórnað leiknum fyrstu 20-25 mínúturnar fá ná Fylkismenn góðri sendingu inn fyrir vörn Selfyssinga og þegar Björgólfur Takefusa er að sleppa einn inn fyrir kemur Stefán Ragnar, fyrirliði Selfyssinga aftan í hann og fellir hann. Erlendur Eiríksson, dómari leiksins, ekki í neinum vafa um að vísa Stefáni Ragnari af velli. Björgólfur tekur aukaspyrnuna sjálfur og á fast skot í markmannshornið sem Duracak ver, boltinn kastast út í teig og þá kemur Ingimundur Níels Óskarsson og fylgir vel á eftir og staðan 0-1. Aðeins fimm mínútum síðar fá Fylkismenn aðra aukaspyrnu á svipuðum stað og nú tekur Andri Þór Jónsson spyrnuna og Duracak þarf að hafa sig allan við til að verja. Boltinn fer aftur út í teig og þá mætir Finnur Ólafsson og neglir boltanum í netið, algjörlega óverjandi. Gestirnir nýttu því augnablikin vel og ná tveggja marka forystu gegn gangi leiksins. Eftir þetta fara heimamenn að ná áttum og herja fast að marki andstæðingana en ekkert virðist ætla að ganga þeim í hag eftir fjölmörg færi. Ólafur Karl Finsen nær þí að minnka muninn á síðustu mínútu leiksins með glæsilegu marki eftir frábæra sendingu frá Jóni Daða Böðvarssyni. Á þeim fimm mínútum sem uppbótartíminn varði fengu Selfyssingar nokkur tækifæri til að jafna leikin en inn vildi boltinn ekki og Fylkismenn því handhafa allra þriggja stiga leiksins. Ásgeir Börkur: Slysið á móti FH var góð vakning fyrir okkurFylkismaðurinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson var maður leiksins og hann var að vonum ánægður með loka niðurstöðuna. „Þeir sóttu vel á okkur í byrjun fyrri hálfleiks og byrjun seinni hálfleiks en við náðum að halda vel út og þegar við náum því og að verjast svona vel þá erum vi til alls líklegir og við náðum að koma inn tveimur mörkum þannig að ég er bara mjög ánægður með stigin," sagði Ásgeir. „Við héldum bara skipulagi og ef það gengur upp þá er allt hægt. Við náðum stungusendingu inn fyrir vörnina sem var mjög góð og það var lítið annað sem varnarmaður Selfyssinga gat gert en að brjóta," sagði Ásgeir um atvikið sem breytti leiknum. „Nú höfum við náð þremur sigrum í röð eftir slæmt tap á móti FH-ingum en það var algjört slys sem mun ekki endurtaka sig en þetta var góð vakning fyrir okkur," sagði Ásgeir: Logi Ólafsson: Við eigum skilið að vera með fleiri stig„Við fengum nú ekki nógu góða niðurstöðu miðað við hvað við lögðum í leikinn. Okkur fannst að við hefðum átt að fá eitthvað út úr þessum leik en í stöðunni 0-0 missum við mann út af og fáum á okkur mark strax í kjölfarið. Það gerði þetta náttúrulega mun erfiðara," sagði Logi Ólafsson, þjálfari Selfyssinga. „Það var ekki mikið að gerast í leiknum að þeirra hálfu, fannst mér, og við náum að skapa okkur 13-15 marktilraunir og þar af 3-4 sinnum einn á móti markmanni. Það segir sig sjálft að þegar þú klárar ekki svoleiðis færi þá geturðu alltaf búist við því að lenda í svona veseni," sagði Logi. „Við höfum reynt að skipuleggja okkur í vörnini í föstum leikatriðum en eftir svona fast skot er erfitt fyrir markmanninn að halda boltanum. Vissulega hefði verið betra að slá boltann til hliðar en við eigum náttúrulega að elta boltann inn alveg eins og sóknarmennirnir," sagði Logi. „Við eigum skilið að vera með fleiri stig miðað við hvað við höfum sýnt úti á vellinum og það er kannski betra að spila stundum illa og vinna samt. Við erum fyrir ofan strik og ætlum okkur að vera fyrir ofan strikið. Fyrr eða síðar verðum við heppnir fyrir framan bæði okkar mark og mark mótherjans. Við verðum bara að gera betur en á meðan við erum að skapa okkur marktækifæri er alltaf möguleiki," sagði Logi. Ásmundur Arnarsson: Tökum þessi stig fegins hendi„Sigurinn var sætur og hvorki sanngjarn né ósanngjarn. Við allavega unnum fyrir honum og það var fín barátta hjá mínum mönnum sem skóp sigurinn. Selfyssingar náðu að skapa fleiri færi og stjórnuðu leiknum betur en við tökum þessi stig fegins hendi," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis. „Við lögðum upp að þétta okkur vel og "breaka" á þá og það virtist ganga upp. Fyrri hálfleikurinn var ekki sá fjörugasti og lítið um færi en það var því ágætis barátta í báðum liðum," sagði Ásmundur. „Eftir þetta skelfilega tap gegn FH-ingum þá er kannski ágætt ef sú blauta tuska nýtist okkur. Þá getum við bara verið ánægðir að hafa þá fengið alvöru skell og að menn svari því almennilega. Við megum aldrei gleyma því hversu djúpt við getum sokkið en á meðan menn eru í lagi þá falla hlutirnir frekar með manni," sagði Ásmundur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira