Íslenski boltinn

Rúnar Már hetja Valsmanna - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Daníel
Rúnar Már Sigurjónsson tryggði Valsmönnum 2-1 sigur á Skagamönnum í 8. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Hann skoraði fyrra markið eftir glæsilegan einleik og seinna markið úr vítaspyrnu tveimur mínútum fyrir leikslok.

Valsmenn voru að vinna sinn annan sigur í síðustu þremur leikjum og ætla að fylgja eftir efstu liðunum enda eru þeir nú aðeins tveimur stigum frá þriðja sætinu og fimm stigum frá toppsætinu.

Nýliðar Skagamenn töpuðu ekki leik í fyrstu sex umferðunum en hafa nú tapað tveimur síðustu leikjum sínum í Pepsi-deildinni.

Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik Vals og ÍA á Vodafone-vellinum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×