Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Stjarnan 2-2 Guðmundur Marinó Ingvarsson á Kaplakrikavelli skrifar 20. júní 2012 18:30 Garðar Jóhannsson skorar hér seinna mark Stjörnunnar. Mynd/Daníel FH og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í góðum fótboltaleik í Kaplakrika í kvöld. Stjarnan komst í 2-0 en staðan í hálfleik var 2-1. FH náði verðskuldað að jafna metin í seinni hálfleik en Stjarnan náði að hanga á góðri byrjun sinni og ná stigi. Stjarnan fékk sannkallaða óskabyrjun þegar Ellert Hreinsson skoraði og rétt ein mínúta liðin af leiknum. FH-ingar virkuðu slegnir og Stjarnan fékk fjölda færa til að bæta við marki áður en Garðar Jóhannsson skoraði annað mark gestanna úr Garðabæ. FH fékk einnig sín færi í fyrri hálfleik og var leikurinn í raun galopinn, hraður og fengu áhorfendur mikið fyrir peninginn. FH náði hægt og bítandi betri tökum á leiknum og náðu að minnka muninn fyrir hálfleik. Bæði lið gerðu breytingar á liðum sínum í hálfleik. Kennie Chopart fór meiddur af velli en hann spilaði meiddur lungan úr fyrri hálfleik. Hjá FH kom Hólmar Örn Rúnarsson inná og hann kom með baráttu og dugnað inn á miðju FH og dreif samherja sína áfram en FH átti seinni hálfleikinn með húð og hári. FH átti margar mjög góðar sóknir en oft vantaði upp á að búa til afgerandi fyrir en varnarmúr Stjörnunnar var þéttur auk þess sem Ingvar varði oft vel í markinu. FH hélt áfram allan leikinn og það kom ekkert fát á leik liðsins þó liðið næði ekki að skora og uppskar sú þolinmæði mark eftir hornspyrnu þegar sex mínútur voru eftir. Enn var tími fyrir FH að pressa og hefði liðið getað stolið sigrinum í lokin en Stjarnan vann fyrir stiginu með mjög góðum sóknarleik í fyrri hálfleik og þéttum varnarmúr í þeim seinni. Hólmar: Ákveðinn í að nýta tækifærið„Ég var mjög svekktur að fá ekki að byrja í dag. Þá þarf maður bara að bíta á jaxlinn þó maður sé fúll og nýta tækifærið þegar maður fær það aftur," sagði Hólmar Örn Rúnarsson sem breytti leiknum fyrir FH með innkomu sinni í hálfleik. „Mér fannst ég koma af krafti inn í þetta og gera það sem ég gat en það hefði verið gaman að stela þessu í lokin. Við byrjum þetta ákveðið í seinni hálfleik og þeir voru að vinna og þegar maður er í þeirri stöðu ætlar maður sér ekki að bakka en það getur gerst ósjálfrátt og við áttum að refsa þeim. „Fyrri hálfleikur var galopinn og við byrjum leikinn ekki nægjanlega vel og fengum strax kjaftshögg eftir rúma mínútu og svo aftur eftir rúmlega 20 mínútur og við gerum okkur þetta hrikalega erfitt að það var mikilvægt að ná þessu marki í fyrri hálfleik upp á seinni hálfleikinn. „Við fengum fullt af fyrirgjöfum en það vantaði eitthvað upp á hjá okkur, annað hvort í fyrirgjöfunum eða að fylla boxið betur. Við vinnum í því. En við skorum tvö mörk og það á að vera nóg," sagði Hólmar að lokum. Heimir: Vorum ekki góðir fyrsta hálftímannMynd/Daníel„Við vissum að Stjarnan er með mjög gott lið og það er ákveðin grunn vinna sem þú þarft að vinna þegar þú spilar gegn Stjörnunni og við vorum ekki tilbúnir í það," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH í leikslok. „Mér fannst við ekki góðir fyrsta hálftímann en þrátt fyrir það fengum við mjög góð færi. Síðustu 15 í fyrri hálfleik og allan seinni hálfleikinn spiluðum við virkilega vel og sýndum góðan karakter að koma til baka eftir að lenda 2-0 undir gegn jafn góðu liði og Stjörnunni en ef við hefðum byrjað þetta þegar flautað var á þá held ég að það hefði aldrei verið spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. „Við vissum það alltaf að við yrðum betri í seinni hálfleik. Það var aldrei nein spurning um það í mínum huga fyrir þennan leik. Til að það gerist þarf að vinna ákveðna grunn vinnu í fyrri hálfleik og það var ekki til staðar á köflum. Við fengum mýgrút af færum til að klára þennan leik. „Mér fannst við eiga slatta af afgerandi færum einn og móti Ingvari í markinu og eitt og annað en það vantaði að menn væru aðeins grimmari í boxinu. „Við gerum þá kröfu á okkur þegar við mætum á okkar heimavöll að við vinnum þessa leiki. Þetta eru tvö töpuð stig og það þýðir ekkert fyrir okkur að vera að spá í hverjir séu á toppnum núna, það er best að spá í það í september," sagði Heimir sem vildi ekki gefa mikið út á það að FH væri nú eitt á toppi deildarinnar eftir úrslit kvöldsins. Bjarni: Vantaði hraðann til að skora í seinni hálfleik„Við vorum fínir í fyrri hálfleik. Við vorum þræl kjarkaðir og duglegir og fórum hátt upp á þá og komum þeim í opna skjöldu. Síðan fjaraði undan þessu og þeir komust inn í leikinn og á kjör tíma fyrir lið eins FH þá ná þeir að skora rétt fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik ætluðum við að leggja leikinn allt öðruvísi upp en við lentum í eltingaleik og vörðum þetta stig," sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar í leikslok. „Við fengum ekki mörg færi á okkur í seinni hálfleik þó þeir hafi skorað þetta mark. Ég er nokkuð sáttur með stig hér úr Kaplakrika," sagði Bjarni sem þurfti að skipta tveimur lykilmönnum útaf snemma í seinni hálfleik. „Garðar er rétt að komast á lappir. Búinn að vera meiddur. Svo að missa mann eins og Kennie er áfall fyrir okkur. Hann er búinn að vera einn besti leikmaðurinn okkar, með mikinn hraða. Það sást í seinni hálfleik að það vantaði hröðu mennina mína. Ef við hefðum náð hraðaupphlaupum í seinni hálfleik hugsa ég að við hefðum skorað fleiri mörk en ég hrósa strákunum fyrir gríðarlegan dugnað í seinni hálfleik. „Ég er þræl sáttur. Við vitum að risarnir í íslenskum fótbolta eru KR og FH og við erum búnir með báða þessa útileiki og töpuðum hvorugum leiknum. Ég er nokkuð sáttur því við erum búnir með mjög erfitt útivallarprógram. Ég held að við getum vel við unað en ég held að við eigum eftir að spila okkar langbestu leiki í sumar því við höfum ekki fundið taktinn ennþá þó hann hafi komið annað slagið í þessum leikjum," sagði Bjarni að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
FH og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í góðum fótboltaleik í Kaplakrika í kvöld. Stjarnan komst í 2-0 en staðan í hálfleik var 2-1. FH náði verðskuldað að jafna metin í seinni hálfleik en Stjarnan náði að hanga á góðri byrjun sinni og ná stigi. Stjarnan fékk sannkallaða óskabyrjun þegar Ellert Hreinsson skoraði og rétt ein mínúta liðin af leiknum. FH-ingar virkuðu slegnir og Stjarnan fékk fjölda færa til að bæta við marki áður en Garðar Jóhannsson skoraði annað mark gestanna úr Garðabæ. FH fékk einnig sín færi í fyrri hálfleik og var leikurinn í raun galopinn, hraður og fengu áhorfendur mikið fyrir peninginn. FH náði hægt og bítandi betri tökum á leiknum og náðu að minnka muninn fyrir hálfleik. Bæði lið gerðu breytingar á liðum sínum í hálfleik. Kennie Chopart fór meiddur af velli en hann spilaði meiddur lungan úr fyrri hálfleik. Hjá FH kom Hólmar Örn Rúnarsson inná og hann kom með baráttu og dugnað inn á miðju FH og dreif samherja sína áfram en FH átti seinni hálfleikinn með húð og hári. FH átti margar mjög góðar sóknir en oft vantaði upp á að búa til afgerandi fyrir en varnarmúr Stjörnunnar var þéttur auk þess sem Ingvar varði oft vel í markinu. FH hélt áfram allan leikinn og það kom ekkert fát á leik liðsins þó liðið næði ekki að skora og uppskar sú þolinmæði mark eftir hornspyrnu þegar sex mínútur voru eftir. Enn var tími fyrir FH að pressa og hefði liðið getað stolið sigrinum í lokin en Stjarnan vann fyrir stiginu með mjög góðum sóknarleik í fyrri hálfleik og þéttum varnarmúr í þeim seinni. Hólmar: Ákveðinn í að nýta tækifærið„Ég var mjög svekktur að fá ekki að byrja í dag. Þá þarf maður bara að bíta á jaxlinn þó maður sé fúll og nýta tækifærið þegar maður fær það aftur," sagði Hólmar Örn Rúnarsson sem breytti leiknum fyrir FH með innkomu sinni í hálfleik. „Mér fannst ég koma af krafti inn í þetta og gera það sem ég gat en það hefði verið gaman að stela þessu í lokin. Við byrjum þetta ákveðið í seinni hálfleik og þeir voru að vinna og þegar maður er í þeirri stöðu ætlar maður sér ekki að bakka en það getur gerst ósjálfrátt og við áttum að refsa þeim. „Fyrri hálfleikur var galopinn og við byrjum leikinn ekki nægjanlega vel og fengum strax kjaftshögg eftir rúma mínútu og svo aftur eftir rúmlega 20 mínútur og við gerum okkur þetta hrikalega erfitt að það var mikilvægt að ná þessu marki í fyrri hálfleik upp á seinni hálfleikinn. „Við fengum fullt af fyrirgjöfum en það vantaði eitthvað upp á hjá okkur, annað hvort í fyrirgjöfunum eða að fylla boxið betur. Við vinnum í því. En við skorum tvö mörk og það á að vera nóg," sagði Hólmar að lokum. Heimir: Vorum ekki góðir fyrsta hálftímannMynd/Daníel„Við vissum að Stjarnan er með mjög gott lið og það er ákveðin grunn vinna sem þú þarft að vinna þegar þú spilar gegn Stjörnunni og við vorum ekki tilbúnir í það," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH í leikslok. „Mér fannst við ekki góðir fyrsta hálftímann en þrátt fyrir það fengum við mjög góð færi. Síðustu 15 í fyrri hálfleik og allan seinni hálfleikinn spiluðum við virkilega vel og sýndum góðan karakter að koma til baka eftir að lenda 2-0 undir gegn jafn góðu liði og Stjörnunni en ef við hefðum byrjað þetta þegar flautað var á þá held ég að það hefði aldrei verið spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. „Við vissum það alltaf að við yrðum betri í seinni hálfleik. Það var aldrei nein spurning um það í mínum huga fyrir þennan leik. Til að það gerist þarf að vinna ákveðna grunn vinnu í fyrri hálfleik og það var ekki til staðar á köflum. Við fengum mýgrút af færum til að klára þennan leik. „Mér fannst við eiga slatta af afgerandi færum einn og móti Ingvari í markinu og eitt og annað en það vantaði að menn væru aðeins grimmari í boxinu. „Við gerum þá kröfu á okkur þegar við mætum á okkar heimavöll að við vinnum þessa leiki. Þetta eru tvö töpuð stig og það þýðir ekkert fyrir okkur að vera að spá í hverjir séu á toppnum núna, það er best að spá í það í september," sagði Heimir sem vildi ekki gefa mikið út á það að FH væri nú eitt á toppi deildarinnar eftir úrslit kvöldsins. Bjarni: Vantaði hraðann til að skora í seinni hálfleik„Við vorum fínir í fyrri hálfleik. Við vorum þræl kjarkaðir og duglegir og fórum hátt upp á þá og komum þeim í opna skjöldu. Síðan fjaraði undan þessu og þeir komust inn í leikinn og á kjör tíma fyrir lið eins FH þá ná þeir að skora rétt fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik ætluðum við að leggja leikinn allt öðruvísi upp en við lentum í eltingaleik og vörðum þetta stig," sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar í leikslok. „Við fengum ekki mörg færi á okkur í seinni hálfleik þó þeir hafi skorað þetta mark. Ég er nokkuð sáttur með stig hér úr Kaplakrika," sagði Bjarni sem þurfti að skipta tveimur lykilmönnum útaf snemma í seinni hálfleik. „Garðar er rétt að komast á lappir. Búinn að vera meiddur. Svo að missa mann eins og Kennie er áfall fyrir okkur. Hann er búinn að vera einn besti leikmaðurinn okkar, með mikinn hraða. Það sást í seinni hálfleik að það vantaði hröðu mennina mína. Ef við hefðum náð hraðaupphlaupum í seinni hálfleik hugsa ég að við hefðum skorað fleiri mörk en ég hrósa strákunum fyrir gríðarlegan dugnað í seinni hálfleik. „Ég er þræl sáttur. Við vitum að risarnir í íslenskum fótbolta eru KR og FH og við erum búnir með báða þessa útileiki og töpuðum hvorugum leiknum. Ég er nokkuð sáttur því við erum búnir með mjög erfitt útivallarprógram. Ég held að við getum vel við unað en ég held að við eigum eftir að spila okkar langbestu leiki í sumar því við höfum ekki fundið taktinn ennþá þó hann hafi komið annað slagið í þessum leikjum," sagði Bjarni að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira