Íslenski boltinn

Markalaust á Ísafirði

Daði Lárusson hélt búrinu hreinu fyrir austan.
Daði Lárusson hélt búrinu hreinu fyrir austan.
BÍ/Bolungarvík og Haukar skildu jöfn í markalausum leik á Ísafirði í dag. Þrátt fyrir ágæt tilþrif tókst hvorugu liðinu að skora. Heimamenn þó ívið sterkari.

Stigið gerir lítið fyrir bæði lið en þau eru eftir leikinn í sömu sætum og þau voru fyrir.

Haukar eru í fjórða sæti, þrem stigum á eftir toppliði Fjölnis, en Skástrikið er í næstneðsta sæti deildarinnar, stigi frá öruggu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×