Íslenski boltinn

Heil umferð í Pepsi-deild karla í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stjörnumenn mega illa við því að tapa gegn FH í kvöld.
Stjörnumenn mega illa við því að tapa gegn FH í kvöld. Mynd/Ernir
Knattspyrnuáhugamenn fá nóg að gera í kvöld þótt enginn sé leikurinn á EM. Öll áttunda umferðin í Pepsi-deild karla fer þá fram.

Eyjamaðurinn Christian Steen Olsen var valinn leikmaður 7. umferðar hjá Fréttablaðinu en hann skoraði þá þrennu gegn ÍA. Hann verður í eldlínunni með ÍBV í Grindavík í kvöld.

Stórleikur kvöldsins er klárlega viðureign toppliðs FH og Stjörnunnar. Stjarnan er fjórum stigum á eftir FH og verður því helst að vinna í kvöld til þess að hanga í toppliðunum.

Fylgst verður með öllum leikjum kvöldsins á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Þar er einnig hægt að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins á sama stað í Miðstöð Boltavaktarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×