Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - ÍBV 1-3 Helgi Þór Guðmundsson í Grindavík skrifar 20. júní 2012 00:01 Eyjamenn unnu sinn þriðja leik í röð í Pepsí-deildinni í kvöld þegar þeir lögðu Grindvíkinga að velli í Grindavík 1-3. Með sigrinum kemst ÍBV í 11 stig í 8.sætinu en Grindvíkingar sitja sem fastast á botninum með 3 stig. Fyrri hálfleikur fór rólega af stað og skiptust liðin á að vera með boltann án þess að skapa sér eitthvað að ráði. Á 10. mínútu fengu þó Eyjamenn dauðafæri þegar Ian Jeffs átti gott skot að marki sem Óskar varði vel í marki Grindavíkur, boltinn barst til hliðar þar sem Matt Garner kom á ferðinni og gerði sig líklegan til að senda boltann í autt markið. Á síðustu stundu tókst Paul McShane að reka tána í boltann og bjarga marki. Fátt markvert gerðist svo þangað til á 43. mínútu þegar dró heldur betur til tíðinda. Þá braut Marko Valdimar Stefánsson á Þórarni Inga á vallarhelmingi Grindvíkinga og uppskar sitt annað gula spjald og þar með rautt. Skömmu seinna fengu Grindvíkingar sannkallað dauðafæri eftir að Abel í marki Eyjamanna hafði varið skalla Tomi Ameobi, barst boltinn niður í markteiginn fyrir fætur tveggja Grindvíkinga. Þeir náðu á einhvern óskiljanlegan hátt ekki að koma boltanum á markið og á endanum náði Abel að handsama boltann. Grindvíkingar mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og mátti vart sjá hvort liðið var manni færri alveg þangað til á 65. mínútu þegar Eyjamenn náðu að skora. Þar var að verki Guðmundur Þórarinsson með sitt fyrsta mark fyrir Eyjamenn í Pepsi-deildinni. Eftir markið var eins og allur vindur færi úr Grindvíkingum, enda útlitið dökkt 0-1 undir og manni færri. Eyjamenn gengu á lagið og uppskáru annað mark sjö mínútum seinna þegar George Baldock fylgdi eftir skoti Cristian Olsen og hamraði boltann í þaknetið af stuttu færi, óverjandi fyrir Óskar sem gerði þó vel í að verja skot Olsen. Þriðja mark Eyjamanna leit svo dagsins ljós á 90. mínútu þegar varamaðurinn Tonny Mavejje skoraði eftir að hafa unnið boltann af harðfylgi rétt fyrir utan vítateig Grindvíkinga. Annar varamaður Magnús Björgvinsson náði svo að klóra í bakkann fyrir heimamenn tveimur mínútum seinna þegar hann lagði boltann snyrtilega framhjá Abel í marki gestanna eftir að hafa sloppið einn í gegn. Sanngjarn sigur Eyjamanna staðreynd og eru þeir komnir á mikla siglingu í deildinni á meðan allt virðist ganga á afturfótunum hjá Guðjóni Þórðarsyni og lærisveinum hans í Grindavík. Nokkrir ljósir punktar voru þó í þessu hjá Grindvíkingum og fólust þeir aðalega í því að þeir eru að endurheimta menn úr meiðslum. Paul McShane er kominn á fullt aftur eftir tábrot og svo komu Magnús Björgvinson og Hafþór Ægir Vilhjálmson inná sem varamenn í fyrsta skipti á tímabilinu og stóðu sig vel á þeim mínútum sem þeir spiluðu. Það er alveg ljóst að Grindvíkingar verða að fara að girða í brók og hala inn einhverjum stigum ef ekki á illa að far. Þetta lítur svo sannarlega ekki vel út fyrir þá í augnablikinu. Eyjamenn virðast aftur á móti vera komnir á skrið og eru búnir að vinna síðustu 3 leiki samanlagt með markatölunni 11-2. Magnús Gylfason: Var svolítið smeykur við þennan leik„Það er mjög sætt að koma til Grindavíkur og taka 3 stig. Ég var svolítið smeykur við þennan leik við erum búnir að vera að spila vel í síðustu leikjum og ég óttaðist svolítið þar sem við vorum að spila við efsta liðið síðast og neðsta liðið núna að menn kæmu með einhverri værukærð í leikinn, en mér fannst það ekki," sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV. „Auðvitað var þetta jafn leikur í fyrri hálfleik en við sköpuðum okkur nokkur góð færi sem við nýttum ekki. En svo eftir að þeir misstu mann útaf og við héldum áfram að spila fótbolta ætluðum ekkert að flýta okkur um of og okkur tókst þetta, náðum að skora þrjú mörk og ég er mjög sáttur við mína menn". sagði Magnús kátur. „Það gerist alltaf þegar lið verða einum fleir þá halda menn að liðin valti yfir en við höfum séð náttúrulega 100 sinnum dæmi um hitt að lið halda til baka og skora svo eitt í bakið á hinum. En við héldum áfram að spila fótbolta, ég er ánægðastur með það. Spiluðum boltanum á grasinu sköpuðum fullt af færum og náðum að skora mörk og vinna leikinn". „Ég var langt í burtu en eins og hann renndi sér og minn maður steinlág, hann var að stoppa hraða sókn. Eins og þetta blasti við mér þá var þetta réttur dómur en ég veit ekki hvort hann snerti hann ." sagði Magnús aðspurður um rauðaspjaldið. „Við ætluðum náttúrulega að halda hreinu hérna í dag en við verðum að sætta okkur við að fá á okkur mark 3-1 sigur í Grindavík er mjög ásættanlegt. En auðvitað ætluðum við ekki að fá á okkur mark, menn voru orðnir gráðugir og vildu greinilega bæta við. Það er jákvætt að við erum að skora mikið núna, erum búnir að skora held ég 13-2 í síðustu þremur leikjum þannig að ég er bara mjög sáttur". sagði Magnús að lokum. Þórarinn Ingi: Við erum komnir á gott ról„Þetta var flottur leikur hjá okkur í dag, við spiluðum vel í fyrri hálfleik fannst mér og ennþá betur í þeim seinni einum fleiri. Létum boltann rúlla vel bara og það skilaði sér," sagði Eyjamaðurinn Þórarinn Ingi Valdimarsson. „Við náðum kanski ekki að skora strax en sýndum þolinmæði og spiluðum milli kanta og náðum að opna þá marg oft. Við erum að ná góðum úrslitum núna og erum komnir á gott ról og eins og við erum búnir að segja frá því fyrir tímabilið að við erum ekki í þessu til að vera að keppa um miðja deild, við erum að þessu til að vera í toppbaráttu og ætlum okkur að vera þar". sagði Þórarinn Ingi sigurreifur í leikslok. Ólafur Örn Bjarnason: Við erum bara klaufar í lykilstöðum„Leikurinn í sjálfu sér er í járnum og við erum bara klaufar í lykilstöðum, klaufaskapur að láta reka sig útaf í fyrri hálfleik þegar í raun og veru ekkert er í gagni. Svo fáum við færi alveg í lok fyrri hálfleiks þar sem við náum ekki að ýta boltanum yfir línuna þar sem er klafs í teignum. Svo erum við með boltann og missum hann og þeir skora fyrsta markið, erum á leið í skyndisókn og missum hann," sagði Ólafur Örn Bjarnason, fyrirliði Grindavíkur. „Það eru nokkur atriði þar sem við erum ekki nógu klókir og kannski sjálfum okkur verstir sem breyta leiknum. Og þegar þú ert 1-0 undir og manni færri þá verður maður að reyna að vera svolítið skynsamur og nota þau tækifæri sem gefast, en um leið og við fórum eitthvað að opna okkur þá bara gengu þeir á lagið. Það er alltaf í spilunum þegar lið eru 1-0 undir og einum manni færri um leið og þú ætlar að gera eitthvað þá opnar þú þig. Og eins og ég segi þá bara tóku þeir sín færi". „Það þýðir ekkert að grenja yfir þessu, þetta eru bara 3 töpuð stig og við erum bara á sama stað og fyrir leikinn. Útlitið er ekkert bjart allavega núna en við þurfum bara að fá heila leiki eins og fyrri hálfleikinn í dag þar sem menn eru að spila ágætlega. Þetta hefur fylgt okkur svolítið í sumar að við erum að gera mistök. Það er ekkert í gangi í leikjum og svo erum við sjálfum okkur verstir, gefum mörk, gefum færi á að láta reka okkur útaf. Að sjálfsögðu hefur þetta áhrif á sjálftraustið hjá mönnum, en svona er þetta, það hjálpar okkur enginn upp úr þessu nema við sjálfir," sagði Ólafur aðspurður um útlitið hjá Grindvíkingum þessa dagana. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
Eyjamenn unnu sinn þriðja leik í röð í Pepsí-deildinni í kvöld þegar þeir lögðu Grindvíkinga að velli í Grindavík 1-3. Með sigrinum kemst ÍBV í 11 stig í 8.sætinu en Grindvíkingar sitja sem fastast á botninum með 3 stig. Fyrri hálfleikur fór rólega af stað og skiptust liðin á að vera með boltann án þess að skapa sér eitthvað að ráði. Á 10. mínútu fengu þó Eyjamenn dauðafæri þegar Ian Jeffs átti gott skot að marki sem Óskar varði vel í marki Grindavíkur, boltinn barst til hliðar þar sem Matt Garner kom á ferðinni og gerði sig líklegan til að senda boltann í autt markið. Á síðustu stundu tókst Paul McShane að reka tána í boltann og bjarga marki. Fátt markvert gerðist svo þangað til á 43. mínútu þegar dró heldur betur til tíðinda. Þá braut Marko Valdimar Stefánsson á Þórarni Inga á vallarhelmingi Grindvíkinga og uppskar sitt annað gula spjald og þar með rautt. Skömmu seinna fengu Grindvíkingar sannkallað dauðafæri eftir að Abel í marki Eyjamanna hafði varið skalla Tomi Ameobi, barst boltinn niður í markteiginn fyrir fætur tveggja Grindvíkinga. Þeir náðu á einhvern óskiljanlegan hátt ekki að koma boltanum á markið og á endanum náði Abel að handsama boltann. Grindvíkingar mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og mátti vart sjá hvort liðið var manni færri alveg þangað til á 65. mínútu þegar Eyjamenn náðu að skora. Þar var að verki Guðmundur Þórarinsson með sitt fyrsta mark fyrir Eyjamenn í Pepsi-deildinni. Eftir markið var eins og allur vindur færi úr Grindvíkingum, enda útlitið dökkt 0-1 undir og manni færri. Eyjamenn gengu á lagið og uppskáru annað mark sjö mínútum seinna þegar George Baldock fylgdi eftir skoti Cristian Olsen og hamraði boltann í þaknetið af stuttu færi, óverjandi fyrir Óskar sem gerði þó vel í að verja skot Olsen. Þriðja mark Eyjamanna leit svo dagsins ljós á 90. mínútu þegar varamaðurinn Tonny Mavejje skoraði eftir að hafa unnið boltann af harðfylgi rétt fyrir utan vítateig Grindvíkinga. Annar varamaður Magnús Björgvinsson náði svo að klóra í bakkann fyrir heimamenn tveimur mínútum seinna þegar hann lagði boltann snyrtilega framhjá Abel í marki gestanna eftir að hafa sloppið einn í gegn. Sanngjarn sigur Eyjamanna staðreynd og eru þeir komnir á mikla siglingu í deildinni á meðan allt virðist ganga á afturfótunum hjá Guðjóni Þórðarsyni og lærisveinum hans í Grindavík. Nokkrir ljósir punktar voru þó í þessu hjá Grindvíkingum og fólust þeir aðalega í því að þeir eru að endurheimta menn úr meiðslum. Paul McShane er kominn á fullt aftur eftir tábrot og svo komu Magnús Björgvinson og Hafþór Ægir Vilhjálmson inná sem varamenn í fyrsta skipti á tímabilinu og stóðu sig vel á þeim mínútum sem þeir spiluðu. Það er alveg ljóst að Grindvíkingar verða að fara að girða í brók og hala inn einhverjum stigum ef ekki á illa að far. Þetta lítur svo sannarlega ekki vel út fyrir þá í augnablikinu. Eyjamenn virðast aftur á móti vera komnir á skrið og eru búnir að vinna síðustu 3 leiki samanlagt með markatölunni 11-2. Magnús Gylfason: Var svolítið smeykur við þennan leik„Það er mjög sætt að koma til Grindavíkur og taka 3 stig. Ég var svolítið smeykur við þennan leik við erum búnir að vera að spila vel í síðustu leikjum og ég óttaðist svolítið þar sem við vorum að spila við efsta liðið síðast og neðsta liðið núna að menn kæmu með einhverri værukærð í leikinn, en mér fannst það ekki," sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV. „Auðvitað var þetta jafn leikur í fyrri hálfleik en við sköpuðum okkur nokkur góð færi sem við nýttum ekki. En svo eftir að þeir misstu mann útaf og við héldum áfram að spila fótbolta ætluðum ekkert að flýta okkur um of og okkur tókst þetta, náðum að skora þrjú mörk og ég er mjög sáttur við mína menn". sagði Magnús kátur. „Það gerist alltaf þegar lið verða einum fleir þá halda menn að liðin valti yfir en við höfum séð náttúrulega 100 sinnum dæmi um hitt að lið halda til baka og skora svo eitt í bakið á hinum. En við héldum áfram að spila fótbolta, ég er ánægðastur með það. Spiluðum boltanum á grasinu sköpuðum fullt af færum og náðum að skora mörk og vinna leikinn". „Ég var langt í burtu en eins og hann renndi sér og minn maður steinlág, hann var að stoppa hraða sókn. Eins og þetta blasti við mér þá var þetta réttur dómur en ég veit ekki hvort hann snerti hann ." sagði Magnús aðspurður um rauðaspjaldið. „Við ætluðum náttúrulega að halda hreinu hérna í dag en við verðum að sætta okkur við að fá á okkur mark 3-1 sigur í Grindavík er mjög ásættanlegt. En auðvitað ætluðum við ekki að fá á okkur mark, menn voru orðnir gráðugir og vildu greinilega bæta við. Það er jákvætt að við erum að skora mikið núna, erum búnir að skora held ég 13-2 í síðustu þremur leikjum þannig að ég er bara mjög sáttur". sagði Magnús að lokum. Þórarinn Ingi: Við erum komnir á gott ról„Þetta var flottur leikur hjá okkur í dag, við spiluðum vel í fyrri hálfleik fannst mér og ennþá betur í þeim seinni einum fleiri. Létum boltann rúlla vel bara og það skilaði sér," sagði Eyjamaðurinn Þórarinn Ingi Valdimarsson. „Við náðum kanski ekki að skora strax en sýndum þolinmæði og spiluðum milli kanta og náðum að opna þá marg oft. Við erum að ná góðum úrslitum núna og erum komnir á gott ról og eins og við erum búnir að segja frá því fyrir tímabilið að við erum ekki í þessu til að vera að keppa um miðja deild, við erum að þessu til að vera í toppbaráttu og ætlum okkur að vera þar". sagði Þórarinn Ingi sigurreifur í leikslok. Ólafur Örn Bjarnason: Við erum bara klaufar í lykilstöðum„Leikurinn í sjálfu sér er í járnum og við erum bara klaufar í lykilstöðum, klaufaskapur að láta reka sig útaf í fyrri hálfleik þegar í raun og veru ekkert er í gagni. Svo fáum við færi alveg í lok fyrri hálfleiks þar sem við náum ekki að ýta boltanum yfir línuna þar sem er klafs í teignum. Svo erum við með boltann og missum hann og þeir skora fyrsta markið, erum á leið í skyndisókn og missum hann," sagði Ólafur Örn Bjarnason, fyrirliði Grindavíkur. „Það eru nokkur atriði þar sem við erum ekki nógu klókir og kannski sjálfum okkur verstir sem breyta leiknum. Og þegar þú ert 1-0 undir og manni færri þá verður maður að reyna að vera svolítið skynsamur og nota þau tækifæri sem gefast, en um leið og við fórum eitthvað að opna okkur þá bara gengu þeir á lagið. Það er alltaf í spilunum þegar lið eru 1-0 undir og einum manni færri um leið og þú ætlar að gera eitthvað þá opnar þú þig. Og eins og ég segi þá bara tóku þeir sín færi". „Það þýðir ekkert að grenja yfir þessu, þetta eru bara 3 töpuð stig og við erum bara á sama stað og fyrir leikinn. Útlitið er ekkert bjart allavega núna en við þurfum bara að fá heila leiki eins og fyrri hálfleikinn í dag þar sem menn eru að spila ágætlega. Þetta hefur fylgt okkur svolítið í sumar að við erum að gera mistök. Það er ekkert í gangi í leikjum og svo erum við sjálfum okkur verstir, gefum mörk, gefum færi á að láta reka okkur útaf. Að sjálfsögðu hefur þetta áhrif á sjálftraustið hjá mönnum, en svona er þetta, það hjálpar okkur enginn upp úr þessu nema við sjálfir," sagði Ólafur aðspurður um útlitið hjá Grindvíkingum þessa dagana.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira