Innlent

Fréttamynd

Iða oftast með lægsta verðið

Bókaverslunin Iða við Lækjargötu var oftast með lægsta verðið á námsbókum fyrir framhaldsskóla í könnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði á miðvikudaginn síðastliðinn. Kannað var verð á tuttugu algengum námsbókum sem notaðar eru við kennslu í framhaldsskólum og fimm orðabókum.

Innlent
Fréttamynd

Leyfislausir leigubílstjórar

"Það eru nokkur mál í skoðun hjá okkur í dag og slík mál koma nokkuð reglulega upp," segir Sigurður Hauksson hjá eftirlitsdeild Vegagerðarinnar. Er Sigurður þar að tala um mál er varða misnotkun á atvinnuleyfum leigubílstjóra en eitthvað virðist um að óprúttnir fari ekki að lögum og reglum hvað þau varðar.

Innlent
Fréttamynd

Eitt hundrað þúsund?

Búist er við allt að eitt hundrað þúsund manns á Menningarnótt í Reykjavík sem hefst á morgun. Um fimmtíu lögreglumenn verða á vakt en um venjulega helgi eru um 25 lögreglumenn á vakt í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Skiptar skoðanir um flugvöll

Samstarfsnefnd samgönguráðherra og borgarstjóra kannar nú hvort flugvöllur á Lönguskerjum geti komið í stað Reykjavíkurflugvallar. Sturla Böðvarsson segir þetta framtíðarmál enda sé í gildi skipulag til ársins 2024. Forstjóri Flugleiða telur flugvellinum áfram best fyrirkomið í Vatnsmýrinni.

Innlent
Fréttamynd

Mannekla hefur slæm áhrif

Leiðbeinandi á leikskólanum Sjónarhóli segir manneklu valda því að ekki sé hægt að stunda markvissa vinnu í leikskólanum. Launin verði að hækka til þess að fá hæft fólk til starfa. Foreldri er undrandi á því að vandamál vegna manneklu komi upp á hverju ári.

Innlent
Fréttamynd

Fjórtán ára stöðvaður á bíl

Fjórtán ára drengur var stöðvaður á bíl foreldra sinna í Kópavogi um klukkan hálf þrjú í nótt. Vegfarandi tilkynnti lögreglunni í Kópavogi að hann hefði séð óvenju smávaxinn og unglegan ökumann undir stýri.

Innlent
Fréttamynd

Fjármálaráðuneyti hafnaði áskorun

Fjármálaráðuneytið hafnaði áskorun Félags íslenskra bifreiðareigenda um lækkun skatta á bensíni fyrir bifreiðar. Á heimasíðu FÍB segir að félagið vænti þess að erindi um lækkun skatta á bensíni hafi verið tekið fyrir hjá ríkisstjórninni þó að á svarbréfinu virðist sem það hafi eingöngu verið tekið fyrir hjá fjármálaráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Deilt um breytingar á leiðakerfi

Ágreiningur í stjórn Strætó bs. á fundi í gær varð til þess að Björk Vilhelmsdóttir stjórnarformaður dró til baka tvær tillögur sínar um breytingar á þjónustu strætisvagna. Meirihluti stjórnar telur að kostnaður við breytingar á þjónustutíma, leiðakerfi og tímatöflum verði of mikill.

Innlent
Fréttamynd

Harður árekstur

Karlmaður er alvarlega slasaður eftir árekstur strætisvagns og vörubíls á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Laugvegar í morgun. Sex farþegar strætisvagnsins voru fluttir á slysadeild.

Innlent
Fréttamynd

Harma umferðaslys

Stjórn og starfsmenn Strætó bs. sendu frá sér fyrir stundu yfirlýsingu þar sem þeir harma alvarlegt umferðarslys strætisvagns og vörubíls í Reykjavík í dag. Vagnstjórinn slasaðist alvarlega og er nú á gjörgæslu í kjölfar aðgerðar sem hann gekkst undir. Fjórir af sex farþegum vagnsins voru útskrifaðir eftir skoðun en tveir eru enn undir eftirliti lækna þó meiðsl þeirra séu ekki talin alvarleg.

Innlent
Fréttamynd

Frjálslyndir ætla ekki í samstarf

Frjálslyndi flokkurinnn ætlar ekki í samstarf við Framsóknarflokkinn eða Samfylkinguna fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá borgarstjórnarflokki F-listans.

Innlent
Fréttamynd

Skólastarf hefst í dag

Skólahald í grunnskólum Reykjavíkurborgar hefst á mánudaginn. Rúmlega fimmtán þúsund nemendur koma til með að stunda nám við skólana í vetur, sem er svipaður fjöldi og í fyrra.<font face="Helv"></font>

Innlent
Fréttamynd

Tildrög óljós

Strætisvagnstjóri liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild eftir að strætisvagn og vörubíll skullu saman á gatnamótum Suðurlandsbrautar, Laugavegar og Kringlumýrarbrautar um klukkan níu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Vill ekki flugvöll á Löngusker

"Þeir hugsa nú bara um sjálfa sig þessir kappar og hugsa ekki um aðra," segir Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, og líst ekkert á hugmyndir um byggingu nýs flugvallar á Lönguskerjum sem borgaryfirvöld hafa rætt um við fulltrúa FL Group og dótturfélags þess, Flugfélags Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi mála í rannsókn

Átakið Einn réttur - ekkert svindl sem Alþýðusamband Íslands hleypti af stokkunum í vor gengur vel en fjölmörg mál hafa komið til kasta þeirra tveggja starfsmanna sem með þau fara.

Innlent
Fréttamynd

Atvinnuleysi á Þingeyri

Á þriðja tug manna eru nú atvinnulausir á Þingeyri í kjölfar lokunar fiskvinnslufyrirtækisins Perlufisks, en eigandi fyrirtækisins gerði einnig út tvo báta sem lögðu upp á staðnum.

Innlent
Fréttamynd

Bíða álits forsætisnefndar

Þingflokkur Samfylkingarinnar hyggst bíða með að birta upplýsingar um fjárhags- og hagsmunatengsl þingmanna sinna þar til forsætisnefnd hefur fjallað um málið og ákveðið hvort setja skuli almennar reglur fyrir þingmenn um slíkt. Framsóknarmenn gagnrýna þetta og kalla eftir efndum.

Innlent
Fréttamynd

Þrjú verkefni fengu háan styrk

Þrjú íslensk verkefni fengu samtals um áttatíu milljónir íslenskra króna í styrk frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vegna Leonardo da Vinci starfsmenntunaráætlunar 2005. Er þetta næst hæsta upphæð sem Ísland hefur fengið úthlutað úr áætluninni frá því Ísland hóf að taka þátt árið 1995.

Innlent
Fréttamynd

Ástarvika í Bolungarvík

Árleg Ástarvika Bolvíkinga hefst á sunnudag. Þar verður hjartalaga blöðrum sleppt í hundraðatali og boðið upp á kaffi ásamt hjartakökum og ástarpungum. Markmið ástarvikunnar er að fjölga Bolvíkingum og eftir níu mánuði, eða í maí á næsta ári verður uppskeruhátíð.

Innlent
Fréttamynd

Kjötfjöll úr sögunni

Hátt í fimmtíu tonn af kjöti hafa verið flutt til landsins á þessu ári. Neysla lambakjöts hefur aukist það mikið að allt kjöt frá síðustu sláturtíð klárast í haust.

Innlent
Fréttamynd

Hans Markús fluttur til

Séra Hans Markús Hafsteinsson, sóknarprestur í Garðasókn, verður fluttur til í starfi og er honum boðið nýtt embætti héraðsprests í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Biskup Íslands sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kemur að ákvörðunin sé í samræmi við úrskurð áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar og með samþykki Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla ósátt við aðdróttanir

Framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna er mjög ósáttur við aðdróttanir að undanförnu þess efnis að hægt sé að stjórna lögreglunni að vild.

Innlent
Fréttamynd

Ný marglyttutegund

Ný marglyttutegund fannst inn í Klauf, rétt við Stórhöfða, í Vestmannaeyjum í morgun að því er fram kemur á vef Eyjafrétta. Athugull maður rakst á þessa furðutegund og lét menn hjá Rannsóknarsetrinu vita.

Innlent
Fréttamynd

Gjaldskrá leigubíla hækkuð

Í gær hækkaði gjaldskrá leigubifreiða á landinu um rúm átta prósent og er startgjald leigubíla í dag þá orðið 470 krónur en var 430 áður.

Innlent
Fréttamynd

Vill kaupa heilt iðnaðarsvæði

"Seltjarnarnesbær hefur ekki tekið neina formlega afstöðu til þessara viðskipta," segir Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.

Innlent
Fréttamynd

Sér eftir R-listanum

R-listinn hefur sungið sitt síðasta. Á fulltrúaráðsfundi Samfylkingarinnar í gærkvöldi var ákveðið að flokkurinn byði fram undir eigin nafni í næstu borgarstjórnarkosningum. Formaður Samfylkingarinnar horfir á eftir listanum með eftirsjá.

Innlent
Fréttamynd

Nemendum fer hægt fjölgandi

Leiða má líkum að um 105 þúsund einstaklingar hefji nám í skólum landsins í næstu viku en flestir skólar hefja starfsemi sína þá eftir sumarfrí. Voru nemendur alls tæp 104 þúsund talsins á öllum skólastigum í fyrrahaust en allmargir skólar hafa tilkynnt um aukinn fjölda nemenda milli ára.

Innlent
Fréttamynd

Kaffihús í Hljómskálagarðinn

Kaffihús í Hljómskálagarðinum gæti orðið að veruleika á næsta ári en Reykjavíkurborg hefur ákveðið að fara út í framkvæmdir til að hressa upp á garðinn. Skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að breyta deiliskipulagi Hljómskálagarðsins þannig að gert verði ráð fyrir kaffihúsi og útiveitingaaðstöðu þar.

Innlent
Fréttamynd

Borgin og flugfélög ræða flugvöll

Fulltrúar FL Group og Flugfélags Íslands hafa rætt við borgaryfirvöld um möguleikan á nýjum Reykjavíkurflugvelli á Lönguskerjum. Formaður skipulagsráðs segir viðræðurnar skref í átt að því að lausn finnist á málinu.

Innlent
Fréttamynd

Gögn sanna sekt segir Jón Gerald

Jón Gerald Sullenberger segir að ríkislögreglustjóri sé með gögn frá sér undir höndum sem sanni sekt sakborninga í Baugsmálinu í 6 ákæruliðanna. Skýringar hans ganga þvert á skýringar sakborninga. Sex ákærur af fjörutíu í Baugsmálinu lúta að viðskiptum sem tengjast Nordica, fyriræki Jóns Geralds Sullenberger í Bandaríkjunum.

Innlent