Innlent

Fréttamynd

Breytt neysluhegðan skaðar veltu

Verulegar breytingar hafa orðið á því hvaða augum fólk lítur raftækin sín og hvort það lætur gera við þau ef þau bila. "Við sjáum stórfelldar breytingar, sérstaklega síðasta árið," segir Þórir Georgsson hjá Radíóverkstæðinu Sóni. >

Innlent
Fréttamynd

Gömul könnun og slitin úr samhengi

Áhugamenn um flutning innanlandsflugsins til Keflavíkurflugvallar átelja samgönguráðherra fyrir birtingu könnunar þar sem segir að meirihluti landsmanna sé andvígur flutningnum. Þeir segja könnunina gamla og slitna úr samhengi.>

Innlent
Fréttamynd

4,6 prósenta verðbólga

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,61 prósent milli september og október. Verðbólga á ársgrundvelli er því 4,6 prósent, litlu minni en í síðasta mánuði þegar hún mældist 4,8 prósent. Verðbólga án húsnæðis hefur hins vegar hækkað um 1,2 prósent síðasta árið. >

Innlent
Fréttamynd

Greiða atkvæði öðru sinni

Félagar í Starfsmannafélagi Akraness greiða í dag atkvæði um kjarasamning við Akranesbæ. Samningar náðust seint á laugardag, sólarhring áður en verkfall átti að hefjast sem haft hefði mikil áhrif á stofnanir bæjarins. >

Innlent
Fréttamynd

Uppbygging LHS

Norænn hópur skipaður fimm arkitekta- og verkfræðistofum mun skipuleggja uppbyggingu Landspítala-háskólasjúkrahúss við Hringbraut, sem hefst árið 2008. Hópurinn sigraði í samkeppni um deiliskipulag á svæðinu en tillaga hans var heildstæðari en aðrar sem bárust að mati dómnefndar. >

Innlent
Fréttamynd

Skoða kaup á Júmbó

Eigandi samlokugerðarinnar Sóma skoðar nú möguleika á að kaupa keppinautinn Júmbó-samlokur. Með kaupunum yrði til fyrirtæki sem réði yfir stærstum hluta samlokumarkaðarins á Íslandi. >

Innlent
Fréttamynd

Landsfundur hefst á morgun

Framtíð Reykjavíkurflugvallar og málefni aldraðra verða líklega helstu átakamálin á þrítugasta og sjötta landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem hefst á morgun. Sem kunnugt er verður nýr formaður kosinn á fundinum sem og varaformaður. >

Innlent
Fréttamynd

Ákvörðun felld úr gildi

<font size="2">Félagsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sveitarstjórnar Dalabyggðar um að víkja Guðrúnu Jónu Gunnarsdóttur úr sveitarstjórn Dalabyggðar. </font>>

Innlent
Fréttamynd

Sturla gagnrýnir ummæli FlugKef

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, gagnrýnir ummæli áhugamanna um flutning innanlandsflugsins til Keflavíkurflugvallar, og segir fullyrðingar þeirra um niðurstöður könnunnar rangar. Hann segir gagnrýni FlugKef hópsins vera útspil Suðurnesjamanna þar sem eiginhagsmunasemi sé á ferðinni. >

Innlent
Fréttamynd

Umferðin hættuleg börnum

Slæm umgengni verktaka við Gvendargeisla, auk skorts á gangbrautum yfir götuna, setur börn sem ganga í Sæmundarsel í hættu. „Það vantar gangbrautir yfir Gvendargeisla og sums staðar sturta verktakar drasli frá sér og skilja eftir ruðninga sem fara alveg upp á þar sem gangbrautirnar eiga að vera. Þetta neyðir börnin til þess að ganga út á götu,“ segir Eygló Friðriksdóttir, aðstoðarskólastjóri í Sæmundarseli, en Sæmundarsel er útibú frá Ingunnarskóla.

Innlent
Fréttamynd

Olíufélögin selja Gasfélagið

Gengið hefur verið frá sölu á öllu hlutafé Gasfélagsins ehf., sem er helsti innflytjandi á fljótandi gasi og gashylkjum til landsins. Seljendur eru Olíufélagið ehf., Olíuverzlun Íslands og Skeljungur. Gasfélagið ehf. var stofnað í núverandi mynd árið 1995.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verðstríð á flugverði til Alicante

Tuttugu og tvö þúsund Íslendinga þarf til að fylla vélar Heimsferða og Iceland Express til Alicante næsta sumar. Heimsferðir hafa tvöfaldað sætafjölda sinn úr 3500 sætum í 7000 og Iceland Express býður 15 þúsund sæti í því verðstríði sem nú er hafið á þessari flugleið.

Innlent
Fréttamynd

Óvissa á atvinnumarkaði

Launþegar munu í síðasta lagi vita þann 10. desember hvort kjarasamningum verði sagt upp. „Það liggur alveg fyrir að forsendan um 2,5 prósent verðbólgu hefur ekki gengið eftir, og það þýðir að verið er að skoða varnaglann um endurskoðun sem sleginn var í kjarasamningunum,“ segir Stefán Úlfarsson, hagfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Verið að reykræsta

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er nú að reykræsta í kjallaraíbúð við Laugateig. Talið var að eldur hafi kviknað í íbúðinni út frá eldavél en síðar kom í ljós að aðeins hafi soðið upp úr potti.

Innlent
Fréttamynd

Tekin full í fimmta sinn

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu á fertugsaldri í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ekið bifreið ölvuð og án ökuréttinda í mars síðastliðnum. Þetta er í fimmta sinn sem konan er tekin fyrir ölvunarakstur síðan árið 2001.

Innlent
Fréttamynd

Sakaði Björn um blaður og brottför

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var sakaður um að segja ákæruvaldinu fyrir verkum með skrifum á heimasíðu sinni á Alþingi í dag. Steingrímur J Sigfússon, formaður Vinstri-grænna sagði, ráðherrann blaðra á heimasíðunni en flýja síðan til útlanda.

Innlent
Fréttamynd

Nylon styrkti krabbameinssjúk börn

Stúlknasveitin Nylon afhenti í dag Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna ágóðann af sölu sérstakra vinabanda sem sveitin framleiddi ásamt Fanta og seld voru í verslunum Shell og Select í sumar.

Lífið
Fréttamynd

Bílvelta nærri Hvolsvelli

Bílvelta varð nærri Hvolsvelli um fjögurleytið í dag þegar ökumaður jeppa missti stjórn á bifreið sinni. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli sluppu bæði ökumaður og farþegi ómeiddir.

Innlent
Fréttamynd

Barnabætur óháðar tekjum

Í drögum að ályktun Sjálfstæðisflokks um fjölskyldumál, sem lögð verður fyrir landsfund flokksins nú um helgina, er hvatt til þess að lagaumhverfi verði með þeim hætti að það -hvetji- fremur en letji fólk til að búa saman í fjölskyldum.

Innlent
Fréttamynd

Bera ekki ábyrgð á ráðherra

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að flokkurinn geti ekki borið ábyrgð á dómsmálaráðherra, sem tjái sig með þeim hætti sem Björn Bjarnason gerir á heimasíðu sinni um niðurstöður Hæstaréttar í Baugsmálinu. En þar segir Björn að réttarkerfið hafi ekki sagt sitt síðasta orð í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdir fyrir fíkniefnabrot

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fjóra menn um tvítugt í 45 daga til fimm mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar vegna stórfelldra innbrota í heimahús og verslanir á þessu ári, auk smávægilegra fíkniefnabrota. Bótakröfum trygggingafélagsins Sjóvá-Almennra var vísað frá dómi.

Innlent
Fréttamynd

Bóluefnismál skýrast í nóv-des

Kostnaður við fyrirhugaða verksmiðju vegna framleiðslu á bóluefni við fuglaflensunni liggur ekki fyrir. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu er ekki ljóst hvar framleiðslan mun fara fram en skoðað verður hvort mögulegt sé að framleiða bóluefnið hér á landi. Þetta skýrist nánar í nóvember og desember.

Innlent
Fréttamynd

Lánum og fjárdrætti blandað saman

Ég tek að sjálfsögðu ábyrgð á dómsmálaráðherra í minni ríkisstjórn," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í gær um þau ummæli Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra á vefsíðu sinni að réttarkerfið hefði ekki sagt sitt síðasta orð í Baugsmálinu.

Innlent
Fréttamynd

Gjaldeyristekjur nær þær sömu

Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu eru nær þær sömu fyrstu sex mánuði ársins og í fyrra. Tekjur af hverjum gesti hafa þó aukist sé miðað við sama tíma í fyrra. En tekjur vegna neyslu í landinu lækka um 2,2 prósent á hvern gest en tekjur vegna ferðalaga þeirra innanlands hækka nokkuð og því er á heildina litið auknar tekjur af hverjum gesti.

Innlent
Fréttamynd

Flóttamenn til landsins

Tíu flóttamenn, konur og börn komu til Íslands í dag frá Kólumbíu. Þetta er þriðji hópurinn sem kemur til landsins á þessu ári. </font />

Innlent
Fréttamynd

Eimskip rekur Herjólf næstu 5 árin

Eimskip og Vegagerðin undirrituðu í dag samkomulag um rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs næstu fimm árin. Eimskip mun taka yfir rekstur Herjólfs um næstu áramót og er fyrsta ferðin áætluð 2. janúar.

Innlent
Fréttamynd

Múgæsingur á Seltjarnarnesi

Fréttaflutningur af viðveru Steingríms Njálssonar á Seltjarnarnesi hefur valið nokkrum usla í bænum, en Steingrímur er margdæmdur fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Í síðustu viku gerðu unglingar meðal annars aðsúg að húsi þar sem Steingrímur átti að hafa verið.

Innlent
Fréttamynd

Afsláttarkort sjúklinga send heim

Ætlunin er að koma á næsta ári á sjálfvirku kerfi, þannig að þeir sem eiga rétt á afsláttarkorti vegna læknisþjónustu, fái afsláttarkortin sjálfkrafa send heim.<font face="Arial"></font>

Innlent
Fréttamynd

Um sex milljónir vantar

Í fjárlagafrumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi er ekki gert ráð fyrir að endurgreiðslur á virðisaukaskatti vegna kaupa sveitarfélaga á slökkvibifreiðum og búnaði slökkviliða hækki frá fyrra ári. Er lagt til að þær muni nema 30 milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan fór inn á sautján staði

Lögregla fór inn á sautján staði á Íslandi og í Bretlandi í rannsókn sinni á falþjóðlegu peningaþvætti, sem meðal annars tengist íslenskum aðilum.

Erlent