Innlent

Uppbygging LHS

Norænn hópur skipaður fimm arkitekta- og verkfræðistofum mun skipuleggja uppbyggingu Landspítala-háskólasjúkrahúss við Hringbraut, sem hefst árið 2008. Hópurinn sigraði í samkeppni um deiliskipulag á svæðinu en tillaga hans var heildstæðari en aðrar sem bárust að mati dómnefndar. Að tillögunni standa íslenska arkitektastofan Arkitektúr.is, verkfræðistofa Norðurlands, norska verkfræðistofan SWECO Grøner og dönsku arkitektastofurnar C.F. Møller og Schønherr Landskab. Í tillögunum er gert ráð fyrir að háskólastarfsemi verði féttuð inn í starfsemi spítalans. Sérstök göngugata verður innandyra í hjarta byggingarinnar sem mun tengja alla starfsemina saman og þar verður líka mötuneyti og fundasalir. Í niðurstöðu dómnefndar segir að tillagan sé heildstæðari en hinar sem bárust og að hún tengi alla aðra starfsemi einstaklega vel saman. Jóhannes Kristjánsson heilbrigðisráðherra sagði tillöguna glæsilega og praktíska. Hann sagði að tillagan hefði tekist mjög vel að sínu mati. Dómnefndinni var nokkur vandi á höndum enda allar tillögurnar sjö mjög frambærilegar. Þegar til kastana kom var samt ekki mjótt á mununum og enginn ágreiningur innan nefndarinnar. Ragnheiður Haraldsdóttir, talsmaður dómnefndarinnar, sagði að dómnefndin hefði að lokum öll komist að sömu niðurstöðu og þess vegna gat hún kynnt einróma niðurstöðu í dag. Hún sagði í tillögunni hafi sameinast margir sterkir og góðir þættir. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×