Innlent

Umferðin hættuleg börnum

 Eygló segist halda að verktakarnir átti sig hreinlega ekki á því að lítil börn gangi á hverjum degi eftir Gvendargeisla, en strætisvagnar og vörubílar eiga þar einnig leið um. Þetta er annað árið sem Sæmundarsel starfar sem útibú frá Ingunnarskóla. Þar eru um 100 nemar á aldrinum sex til tíu ára, og sextíu þeirra eru sex og sjö ára. Eygló vonast til þess að vandinn verði leystur sem allra fyrst, og segir Reykjavíkurborg vera byrjaða að sinna málunum. Við Ingunnarskóla voru undirgöng lögð undir Kristnibrautina, sem leysti úr svipuðum vanda. „Við vonumst eftir úrbótum sem allra fyrst, því nú er skammdegið að skella á,“ segir Eygló.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×