Innlent

Eimskip rekur Herjólf næstu 5 árin

Eimskip og Vegagerðin undirrituðu í dag samkomulag um rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs næstu fimm árin. Eimskip mun taka yfir rekstur Herjólfs um næstu áramót og er fyrsta ferðin áætluð 2. janúar. Heildarflutningamagn með Herjólfi til og frá Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn hefur verið um 80 til 120.000 farþegar á ári. Til viðbótar flytur ferjan á bilinu 20 til 32.000 fólksbifreiðir og 2.700 til 3.000 flutningabíla árlega. Óskað var eftir tilboði í rekstur ferjunnar og var útboðið auglýst á evrópska efnahagssvæðinu. Samkvæmt tilkynningu frá Avion Group, móðurfélagi Eimskips, var félagið með hagstæðasta tilboðið og uppfyllti allar kröfur Vegagerðarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×