Landsfundur hefst á morgun 12. október 2005 00:01 Framtíð Reykjavíkurflugvallar og málefni aldraðra verða líklega helstu átakamálin á þrítugasta og sjötta landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem hefst á morgun. Sem kunnugt er verður nýr formaður kosinn á fundinum sem og varaformaður. Þegar er búið að leggja fram drög að ályktunum í einum tuttugu og fjórum málaflokkum Flestar eru ályktanirnar hóflega orðaðar, eins og venja er og í mörgum tilvikum ólíklegt að mikil átök verði innan einstakra málefnahópa. Heimildarmenn fréttastofu innan raða sjálfstæðisflokksins eru sammála um að framtíð Reykjavíkurflugvallar komi til með að verða eitt helsta átakamálið. Í drögum að ályktun þar að lútandi segir að "Í ljósi mikillar umræðu um framtíð Vatnsmýrarsvæðisins álykti landsfundur að gerð verði flugtæknileg, fjárhagsleg og hagsmunaleg úttekt á því að byggja upp flugvöll í stað núverandi Reykjavíkurflugvallar sem sátt gæti náðst um á landsvísu." En þar er jafnframt nánast tekið fyrir þann möguleika að innanlandsflugið flytjist til Keflavíkur, þar sem það kippi rekstarlegum forsendum undan því. Stutt er í að kosið verði á lista Sjálfstæðismanna í borginni og ljóst að þeir sem þar eru í framboði vilja koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Reikna má með að þau sjónarmið stangist verulega á við hugmyndir þingmanna landsbyggðarinnar um innanlandsflugið. Annað sem viðmælendur fréttastofu telja að verði í brennidepli eru málefni aldraðra. Í þeim drögum sem nú liggja fyrir um málefni eldri borgara er sérstök áhersla lögð á að samþykkt verði að allir sem náð hafi eftirlaunaaldri njóti lífeyris og tengdum bótum almannatrygginga án tillits til greiðslna úr lífeyrissjóðum. Þá sé það brýnt að hjón og sambýlisfólk njóti fullra lífeyrisgreiðslna án tillits til tekna maka. Ekki er búist við að mikið fari fyrir umræðum um Evrópusambandið á landsfundinum, jafnvel þó að Davíð Oddsson sé að láta af embætti og umræða um upptöku evrunnar hafi verið hávær upp á síðkastið. > Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Framtíð Reykjavíkurflugvallar og málefni aldraðra verða líklega helstu átakamálin á þrítugasta og sjötta landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem hefst á morgun. Sem kunnugt er verður nýr formaður kosinn á fundinum sem og varaformaður. Þegar er búið að leggja fram drög að ályktunum í einum tuttugu og fjórum málaflokkum Flestar eru ályktanirnar hóflega orðaðar, eins og venja er og í mörgum tilvikum ólíklegt að mikil átök verði innan einstakra málefnahópa. Heimildarmenn fréttastofu innan raða sjálfstæðisflokksins eru sammála um að framtíð Reykjavíkurflugvallar komi til með að verða eitt helsta átakamálið. Í drögum að ályktun þar að lútandi segir að "Í ljósi mikillar umræðu um framtíð Vatnsmýrarsvæðisins álykti landsfundur að gerð verði flugtæknileg, fjárhagsleg og hagsmunaleg úttekt á því að byggja upp flugvöll í stað núverandi Reykjavíkurflugvallar sem sátt gæti náðst um á landsvísu." En þar er jafnframt nánast tekið fyrir þann möguleika að innanlandsflugið flytjist til Keflavíkur, þar sem það kippi rekstarlegum forsendum undan því. Stutt er í að kosið verði á lista Sjálfstæðismanna í borginni og ljóst að þeir sem þar eru í framboði vilja koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Reikna má með að þau sjónarmið stangist verulega á við hugmyndir þingmanna landsbyggðarinnar um innanlandsflugið. Annað sem viðmælendur fréttastofu telja að verði í brennidepli eru málefni aldraðra. Í þeim drögum sem nú liggja fyrir um málefni eldri borgara er sérstök áhersla lögð á að samþykkt verði að allir sem náð hafi eftirlaunaaldri njóti lífeyris og tengdum bótum almannatrygginga án tillits til greiðslna úr lífeyrissjóðum. Þá sé það brýnt að hjón og sambýlisfólk njóti fullra lífeyrisgreiðslna án tillits til tekna maka. Ekki er búist við að mikið fari fyrir umræðum um Evrópusambandið á landsfundinum, jafnvel þó að Davíð Oddsson sé að láta af embætti og umræða um upptöku evrunnar hafi verið hávær upp á síðkastið. >
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira