Innlent

Afsláttarkort sjúklinga send heim

Ætlunin er að koma á næsta ári á sjálfvirku kerfi, þannig að þeir sem eiga rétt á afsláttarkorti vegna læknisþjónustu, fái afsláttarkortin sjálfkrafa send heim. Ekki hægt að segja til um hvenær á næsta ári þetta kerfi verður tekið í gagnið. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði fyrir stuttu á Alþingi um hvort fyrirhugað væri að breyta núverandi kerfi. Í dag þurfa sjúklingar að safna saman kvittunum og framvísa þeim hjá Tryggingarstofnun ríkisins þegar það vill fá afsláttarkort. Miðað er við að kostnaður sé kominn í sexþúsund krónur fyrir öll börn í sömu fjölskyldu til að fá kortið, fjögur þúsund og fimmhundruð krónur hjá ellilífeyrisþegum og öryrkjum og átján þúsund fyrir einstaklinga. Einhver kostnaður er við nýja kerfið en ljóst er að þetta er mun betri þjónusta fyrir sjúklinga. Talið er að einhver hópur þeirra sjúklinga sem á rétt á afsláttarkorti sæki það aldrei af einhverjum ástæðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×