Innlent

Óvissa á atvinnumarkaði

Kjarasamningar sem gerðir voru í fyrra kváðu á um þrjú prósenta launahækkun um síðustu áramót á þeim grundvelli að verðbólga yrði 2,5 prósent, ella mætti taka kjarasamningana upp aftur. Nú slagar verðbólgan hátt í fjögur prósent. „Þessi forsenda hefur ekki haldist, og þess vegna er fólk í raun að uppskera minna heldur en gengið var út frá við gerð kjarasaminganna,“ segir Stefán. Nú situr forsendunefnd, skipuð tveimur aðilum úr ASÍ og tveimur frá Samtökum atvinnulífsins, að störfum og deilir um hvort semja beri um leiðréttingar. Komist nefndin ekki að samkomulagi fyrir 15. nóvember, þurfa einstök stéttarfélög að ákveða fyrir 10. desember hvort þau segji samningunum upp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×