Innlent

Gjaldeyristekjur nær þær sömu

Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu eru nær þær sömu fyrstu sex mánuði ársins og í fyrra. Tekjur af hverjum gesti hafa þó aukist sé miðað við sama tíma í fyrra. En tekjur vegna neyslu í landinu lækka um 2,2 prósent á hvern gest en tekjur vegna ferðalaga þeirra innanlands hækka nokkuð og því er á heildina litið auknar tekjur af hverjum gesti. Þetta kemur fram í vefriti Ferðamálaráðs Íslands og þar segir einnig að erlendum ferðamönnum hafi fjölgað um 12% í nýliðnum september og aukning upp á um 25% frá Bandaríkjunum hlýtur að vera ánægjuefni sérstaklega þegar mið er tekið af sterkri stöðu krónunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×