Lánum og fjárdrætti blandað saman 11. október 2005 00:01 "Halldór sagði á fundi með blaða- og fréttamönnum í gær, að hann hefði rætt málið við dómsmálaráðherra þá um morguninn og hann hefði útskýrt sín sjónarmið. „Það liggur alveg ljóst fyrir, bæði í mínum huga og dómsmálaráðherra, að ákæruvaldið er algerlega sjálfstætt. Það vill hins vegar þannig til í þessu máli að það er fallinn dómur í Hæstarétti sem ég hef lesið og farið yfir. Og það hlýtur að vera þessu sama ákæruvaldi mikið áhyggjuefni og mikill áfellisdómur. Ég tel að það þurfi að taka mjög alvarlega. Þess vegna finnst mér það mjög gott að ríkissaksóknari hafi nú ákveðið að taka málið til sín. Ég geng út frá því að ríkissaksóknari muni fá nýja aðila til þess að fara yfir málið og meta það í þessu ljósi. Ég vænti þess að ríkissaksóknari geti unnið þetta mál fljótt og vel því það er satt best að segja búið að taka allt of langan tíma. Og þessi dómur hæstaréttar er mjög harðorður og hlýtur að vekja ýmsar spurningar. En það er ekki okkar í ríkisstjórninni að blanda okkur inn í störf ákæruvaldsins því að er sjálfstætt." Halldór gat þess að eitt af því sem rætt væri í stjórnarskrárnefndinni væri að ítreka enn frekar sjálfstæði ákæruvaldsins með því að setja um það ákvæði í stjórnarskrána. Að svo miklu leyti sem niðurstaða dómstóla í Baugsmálinu kann að vera áfellisdómur yfir embætti ríkislögreglustjóra og saksóknara kann það einnig að eiga við um dómsmálaráðherrann sem er æðsti yfirmaður lögreglustjóraembættisins. Þessu neitar forsætisráðherra. „Ákæruvaldið er sjálfstætt og dómsmálaráðherrann hvorki getur né á að blanda sér inn í það. En þegar svona kemur upp hljóta menn að vilja draga lærdóm af því og fara yfir málið. Ég get ekkert neitað því eftir að hafa lesið þennan dóm að þá vakna spurningar í mínum huga. Ég er endurskoðandi að mennt og mér finnst það sérkennilegt þegar ég les það sem gamall endurskoðandi að menn blandi saman hugsanlegum fjárdrætti og hugsanlegum ólöglegum lánum. Í mínum huga er himinn og haf milli þessara mála. Ég hef engar skýringar á því." Aðspurður um það hvort forsætisráðherra vantreysti embætti ríkislögreglustjóra kvaðst hann ekki vilja gerast dómari. „Það er alveg ljóst að með því að ríkissaksóknari hefur ákveðið að taka málið til sín liggur það alveg ljóst fyrir að hið svokallaða ákæruvald muni hugsa sig vel um áður en lengra verður haldið í málinu. Og ég tel að það sé mjög gott." Halldór útilokar að pólitísk afskipti hafi verið af Baugsmálinu og kvaðst ekki vita meira en ðarir um hugsanleg afskipti af þeim toga. „Ég hef enga ástæðu til að ætla að svo sé. Ég hef enga ástæðu til að vantreysta ákætuvaldinu með þeim hætti. Það geta að sjálfsögðu orðið mistök hjá þeim eins og hjá öðrum. Og ég hef engar skýringar á því. Þessi dómur hæstaréttar er mjög harðorður. Það fer ekkert á milli mála. Og það hlýtur að vera þeim sem þarna eru sakborningar mikill léttir að fá þennan dóm miðað við hverju þeir hafa haldið fram." Forsætisráðherrra sagðist ekki vilja fullyrða neitt um það hvort einhver yrði dreginn til ábyrgðar ef sannaðist að Baugsmálið væri ekki á rökum reist. „Ég sagði áðan að við yrðum að draga lærdóm af málinu. Ég vil ekki tala um það sem ekki hefur gerst. Það er nóg að tala um það sem gerst hefur þótt maður fari ekki að ræða eitthvað sem eftir á að gerast. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
"Halldór sagði á fundi með blaða- og fréttamönnum í gær, að hann hefði rætt málið við dómsmálaráðherra þá um morguninn og hann hefði útskýrt sín sjónarmið. „Það liggur alveg ljóst fyrir, bæði í mínum huga og dómsmálaráðherra, að ákæruvaldið er algerlega sjálfstætt. Það vill hins vegar þannig til í þessu máli að það er fallinn dómur í Hæstarétti sem ég hef lesið og farið yfir. Og það hlýtur að vera þessu sama ákæruvaldi mikið áhyggjuefni og mikill áfellisdómur. Ég tel að það þurfi að taka mjög alvarlega. Þess vegna finnst mér það mjög gott að ríkissaksóknari hafi nú ákveðið að taka málið til sín. Ég geng út frá því að ríkissaksóknari muni fá nýja aðila til þess að fara yfir málið og meta það í þessu ljósi. Ég vænti þess að ríkissaksóknari geti unnið þetta mál fljótt og vel því það er satt best að segja búið að taka allt of langan tíma. Og þessi dómur hæstaréttar er mjög harðorður og hlýtur að vekja ýmsar spurningar. En það er ekki okkar í ríkisstjórninni að blanda okkur inn í störf ákæruvaldsins því að er sjálfstætt." Halldór gat þess að eitt af því sem rætt væri í stjórnarskrárnefndinni væri að ítreka enn frekar sjálfstæði ákæruvaldsins með því að setja um það ákvæði í stjórnarskrána. Að svo miklu leyti sem niðurstaða dómstóla í Baugsmálinu kann að vera áfellisdómur yfir embætti ríkislögreglustjóra og saksóknara kann það einnig að eiga við um dómsmálaráðherrann sem er æðsti yfirmaður lögreglustjóraembættisins. Þessu neitar forsætisráðherra. „Ákæruvaldið er sjálfstætt og dómsmálaráðherrann hvorki getur né á að blanda sér inn í það. En þegar svona kemur upp hljóta menn að vilja draga lærdóm af því og fara yfir málið. Ég get ekkert neitað því eftir að hafa lesið þennan dóm að þá vakna spurningar í mínum huga. Ég er endurskoðandi að mennt og mér finnst það sérkennilegt þegar ég les það sem gamall endurskoðandi að menn blandi saman hugsanlegum fjárdrætti og hugsanlegum ólöglegum lánum. Í mínum huga er himinn og haf milli þessara mála. Ég hef engar skýringar á því." Aðspurður um það hvort forsætisráðherra vantreysti embætti ríkislögreglustjóra kvaðst hann ekki vilja gerast dómari. „Það er alveg ljóst að með því að ríkissaksóknari hefur ákveðið að taka málið til sín liggur það alveg ljóst fyrir að hið svokallaða ákæruvald muni hugsa sig vel um áður en lengra verður haldið í málinu. Og ég tel að það sé mjög gott." Halldór útilokar að pólitísk afskipti hafi verið af Baugsmálinu og kvaðst ekki vita meira en ðarir um hugsanleg afskipti af þeim toga. „Ég hef enga ástæðu til að ætla að svo sé. Ég hef enga ástæðu til að vantreysta ákætuvaldinu með þeim hætti. Það geta að sjálfsögðu orðið mistök hjá þeim eins og hjá öðrum. Og ég hef engar skýringar á því. Þessi dómur hæstaréttar er mjög harðorður. Það fer ekkert á milli mála. Og það hlýtur að vera þeim sem þarna eru sakborningar mikill léttir að fá þennan dóm miðað við hverju þeir hafa haldið fram." Forsætisráðherrra sagðist ekki vilja fullyrða neitt um það hvort einhver yrði dreginn til ábyrgðar ef sannaðist að Baugsmálið væri ekki á rökum reist. „Ég sagði áðan að við yrðum að draga lærdóm af málinu. Ég vil ekki tala um það sem ekki hefur gerst. Það er nóg að tala um það sem gerst hefur þótt maður fari ekki að ræða eitthvað sem eftir á að gerast.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira