Lánum og fjárdrætti blandað saman 11. október 2005 00:01 "Halldór sagði á fundi með blaða- og fréttamönnum í gær, að hann hefði rætt málið við dómsmálaráðherra þá um morguninn og hann hefði útskýrt sín sjónarmið. „Það liggur alveg ljóst fyrir, bæði í mínum huga og dómsmálaráðherra, að ákæruvaldið er algerlega sjálfstætt. Það vill hins vegar þannig til í þessu máli að það er fallinn dómur í Hæstarétti sem ég hef lesið og farið yfir. Og það hlýtur að vera þessu sama ákæruvaldi mikið áhyggjuefni og mikill áfellisdómur. Ég tel að það þurfi að taka mjög alvarlega. Þess vegna finnst mér það mjög gott að ríkissaksóknari hafi nú ákveðið að taka málið til sín. Ég geng út frá því að ríkissaksóknari muni fá nýja aðila til þess að fara yfir málið og meta það í þessu ljósi. Ég vænti þess að ríkissaksóknari geti unnið þetta mál fljótt og vel því það er satt best að segja búið að taka allt of langan tíma. Og þessi dómur hæstaréttar er mjög harðorður og hlýtur að vekja ýmsar spurningar. En það er ekki okkar í ríkisstjórninni að blanda okkur inn í störf ákæruvaldsins því að er sjálfstætt." Halldór gat þess að eitt af því sem rætt væri í stjórnarskrárnefndinni væri að ítreka enn frekar sjálfstæði ákæruvaldsins með því að setja um það ákvæði í stjórnarskrána. Að svo miklu leyti sem niðurstaða dómstóla í Baugsmálinu kann að vera áfellisdómur yfir embætti ríkislögreglustjóra og saksóknara kann það einnig að eiga við um dómsmálaráðherrann sem er æðsti yfirmaður lögreglustjóraembættisins. Þessu neitar forsætisráðherra. „Ákæruvaldið er sjálfstætt og dómsmálaráðherrann hvorki getur né á að blanda sér inn í það. En þegar svona kemur upp hljóta menn að vilja draga lærdóm af því og fara yfir málið. Ég get ekkert neitað því eftir að hafa lesið þennan dóm að þá vakna spurningar í mínum huga. Ég er endurskoðandi að mennt og mér finnst það sérkennilegt þegar ég les það sem gamall endurskoðandi að menn blandi saman hugsanlegum fjárdrætti og hugsanlegum ólöglegum lánum. Í mínum huga er himinn og haf milli þessara mála. Ég hef engar skýringar á því." Aðspurður um það hvort forsætisráðherra vantreysti embætti ríkislögreglustjóra kvaðst hann ekki vilja gerast dómari. „Það er alveg ljóst að með því að ríkissaksóknari hefur ákveðið að taka málið til sín liggur það alveg ljóst fyrir að hið svokallaða ákæruvald muni hugsa sig vel um áður en lengra verður haldið í málinu. Og ég tel að það sé mjög gott." Halldór útilokar að pólitísk afskipti hafi verið af Baugsmálinu og kvaðst ekki vita meira en ðarir um hugsanleg afskipti af þeim toga. „Ég hef enga ástæðu til að ætla að svo sé. Ég hef enga ástæðu til að vantreysta ákætuvaldinu með þeim hætti. Það geta að sjálfsögðu orðið mistök hjá þeim eins og hjá öðrum. Og ég hef engar skýringar á því. Þessi dómur hæstaréttar er mjög harðorður. Það fer ekkert á milli mála. Og það hlýtur að vera þeim sem þarna eru sakborningar mikill léttir að fá þennan dóm miðað við hverju þeir hafa haldið fram." Forsætisráðherrra sagðist ekki vilja fullyrða neitt um það hvort einhver yrði dreginn til ábyrgðar ef sannaðist að Baugsmálið væri ekki á rökum reist. „Ég sagði áðan að við yrðum að draga lærdóm af málinu. Ég vil ekki tala um það sem ekki hefur gerst. Það er nóg að tala um það sem gerst hefur þótt maður fari ekki að ræða eitthvað sem eftir á að gerast. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
"Halldór sagði á fundi með blaða- og fréttamönnum í gær, að hann hefði rætt málið við dómsmálaráðherra þá um morguninn og hann hefði útskýrt sín sjónarmið. „Það liggur alveg ljóst fyrir, bæði í mínum huga og dómsmálaráðherra, að ákæruvaldið er algerlega sjálfstætt. Það vill hins vegar þannig til í þessu máli að það er fallinn dómur í Hæstarétti sem ég hef lesið og farið yfir. Og það hlýtur að vera þessu sama ákæruvaldi mikið áhyggjuefni og mikill áfellisdómur. Ég tel að það þurfi að taka mjög alvarlega. Þess vegna finnst mér það mjög gott að ríkissaksóknari hafi nú ákveðið að taka málið til sín. Ég geng út frá því að ríkissaksóknari muni fá nýja aðila til þess að fara yfir málið og meta það í þessu ljósi. Ég vænti þess að ríkissaksóknari geti unnið þetta mál fljótt og vel því það er satt best að segja búið að taka allt of langan tíma. Og þessi dómur hæstaréttar er mjög harðorður og hlýtur að vekja ýmsar spurningar. En það er ekki okkar í ríkisstjórninni að blanda okkur inn í störf ákæruvaldsins því að er sjálfstætt." Halldór gat þess að eitt af því sem rætt væri í stjórnarskrárnefndinni væri að ítreka enn frekar sjálfstæði ákæruvaldsins með því að setja um það ákvæði í stjórnarskrána. Að svo miklu leyti sem niðurstaða dómstóla í Baugsmálinu kann að vera áfellisdómur yfir embætti ríkislögreglustjóra og saksóknara kann það einnig að eiga við um dómsmálaráðherrann sem er æðsti yfirmaður lögreglustjóraembættisins. Þessu neitar forsætisráðherra. „Ákæruvaldið er sjálfstætt og dómsmálaráðherrann hvorki getur né á að blanda sér inn í það. En þegar svona kemur upp hljóta menn að vilja draga lærdóm af því og fara yfir málið. Ég get ekkert neitað því eftir að hafa lesið þennan dóm að þá vakna spurningar í mínum huga. Ég er endurskoðandi að mennt og mér finnst það sérkennilegt þegar ég les það sem gamall endurskoðandi að menn blandi saman hugsanlegum fjárdrætti og hugsanlegum ólöglegum lánum. Í mínum huga er himinn og haf milli þessara mála. Ég hef engar skýringar á því." Aðspurður um það hvort forsætisráðherra vantreysti embætti ríkislögreglustjóra kvaðst hann ekki vilja gerast dómari. „Það er alveg ljóst að með því að ríkissaksóknari hefur ákveðið að taka málið til sín liggur það alveg ljóst fyrir að hið svokallaða ákæruvald muni hugsa sig vel um áður en lengra verður haldið í málinu. Og ég tel að það sé mjög gott." Halldór útilokar að pólitísk afskipti hafi verið af Baugsmálinu og kvaðst ekki vita meira en ðarir um hugsanleg afskipti af þeim toga. „Ég hef enga ástæðu til að ætla að svo sé. Ég hef enga ástæðu til að vantreysta ákætuvaldinu með þeim hætti. Það geta að sjálfsögðu orðið mistök hjá þeim eins og hjá öðrum. Og ég hef engar skýringar á því. Þessi dómur hæstaréttar er mjög harðorður. Það fer ekkert á milli mála. Og það hlýtur að vera þeim sem þarna eru sakborningar mikill léttir að fá þennan dóm miðað við hverju þeir hafa haldið fram." Forsætisráðherrra sagðist ekki vilja fullyrða neitt um það hvort einhver yrði dreginn til ábyrgðar ef sannaðist að Baugsmálið væri ekki á rökum reist. „Ég sagði áðan að við yrðum að draga lærdóm af málinu. Ég vil ekki tala um það sem ekki hefur gerst. Það er nóg að tala um það sem gerst hefur þótt maður fari ekki að ræða eitthvað sem eftir á að gerast.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira