Innlent

Fréttamynd

Ekið á gangandi vegfaranda

Ekið var á gangandi vegfaranda á Selfossi í gær. Stúlkan var til öryggis flutt á Landspítala háskólasjúkrahús í Fossvogi.

Innlent
Fréttamynd

Borgin krefst hærra verðs

Mikið ber í milli í viðræðum fulltrúa ríkisins og Reykjavíkurborgar um sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun, en farið var yfir stöðu málsins á fundi borgarráðs í gær.

Innlent
Fréttamynd

Vill láta kæra hugverkastuld

Framkvæmdastjóra Smáís er farið að lengja eftir niðurstöðu í rannsókn lögreglu á meintum ólöglegum skráaskiptum á netinu. Hann vill fá ákæru.

Innlent
Fréttamynd

Versta ástandið hér á landi

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að hér á landi ríki sjóræningjaástand í málefnum erlends vinnuafls. Hann tók upp málefni starfsmannaleigna og erlends vinnuafls utan dagskrár á Alþingi í gær, en hann hefur sjálfur unnið að gerð skýrslu um starfsmannaleigur fyrir Evrópuráðið.

Innlent
Fréttamynd

Gleðst yfir fylgi flokksins

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson stefnir á efsta sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann hefur áralanga reynslu af borgarmálum og er nú oddviti borgarstjórnarflokksins. Hann segir að reynsla og ­fersk­ar­ hugmyndir eigi að fara saman á framboð

Innlent
Fréttamynd

Erfiðar ytri aðstæður

Níu mánaða hagnaður Marels var um 380 milljónir króna. Á þriðja ársfjórðungi nam hagnaðurinnn 88,5 milljónum króna en félaginu hafði verið spáð um 120 milljónum króna í hagnað.

Innlent
Fréttamynd

Opið prófkjör í Reykjavík

"Við erum að ræða það en ég á ekki von á öðru en þessi tillaga um opið prófkjör verði samþykkt," sagði Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, þegar Fréttablaðið hafði samband við hann seint í gærkvöldi. Þá stóð yfir fundur kjördæmaráða flokksins í Reykjavík á Grand hóteli.

Innlent
Fréttamynd

Fær í bætur níu milljónir

Íslenska ríkið var dæmt í Hæstarétti í gær til að greiða ungum manni rúmlega 9 milljónir í bætur. Fyrir tæpum níu árum féll maðurinn í heitan hver og var honum metinn 50 prósent varanlegur miski og örorka í kjölfarið. Hverinn er á landi í eigu ríkisins.

Innlent
Fréttamynd

Kallar eftir vinnufriði

"Ég kalla eftir vinnufriði," segir Þórdís J. Sigurðardóttir nýkjörin stjórnarformaður Dagsbrúnar, sem hét áður Og Fjarskipti og rekur 365 fjölmiðla.

Innlent
Fréttamynd

Segjast ekki hafa flutt fanga

"Við höfum flogið tvö til þrjú flug á ári fyrir stofnun í Bandaríkjunum sem heitir ICE og sér um flutninga á ólöglegum innflytjendum til heimalanda sinna. Meðal þessa fólks eru ekki hryðjuverkamenn enda myndum við ­aldrei taka það í mál, fyrst og fremst af öryggisástæðum," segir Guðni Hreinsson, markaðsstjóri Loftleiða, dótturfyrirtækis FL group. "Við höfum aldrei flogið fyrir leyniþjónustuna eða Homeland Security."

Innlent
Fréttamynd

Aukum valfrelsi borgarbúa

Gísli Marteinn Baldursson býður sig fram í efsta sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gegn Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni. Gísli Marteinn segir að borgin hafi setið eftir á meðan viðskiptalífið og ríkið hafi nútímavæðst. Drifkraftur þessara bre

Innlent
Fréttamynd

Deilan snýst um kaupmátt

"Þetta er þekkt sjónarhorn, að nota launavísitölu Hagstofu Íslands til viðmiðunar líkt og Samtök atvinnulífsins gera," segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands um gagnrýni Ara Edwald, framkvæmdastjóra SA, á yfirlýsingu miðstjórnar ASÍ um að uppsögn kjarasamninga sé óumflýjanleg.

Innlent
Fréttamynd

Ólögmæt kjaraskerðing

Hæstiréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms þess efnis að uppsagnir varnarliðsins á greiðslum rútufargjalds til rafiðnaðarmanna sem vinna hjá varnarliðinu séu ólögmætar.

Innlent
Fréttamynd

Ók á stúlku sem lést

Tæplega tvítugur maður hefur í Hæstarétti verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

Aðeins þriðjungur með sér baðherbergi

Í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar segir að aðbúnaði aldraðra sé ábótavant. Skýrsluhöfundar hvetja stjórnvöld til að gera betur fyrir elsta aldurshópinn. Rétt rúmur helmingur hjúkrunarrýma er einkarými.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið greiði Ástþóri bætur

Ástþóri Magnússyni, fyrrum forsetaframbjóðanda, voru dæmdar 150 þúsund krónur í bætur frá íslenska ríkinu í hæstarétti í gær. Þar með er sýknudómi héraðsdóms yfir ríkinu hnekkt. Bæturnar fær Ástþór fyrir að hafa þurft að sitja í gæsluvarðhaldi lengur en efni stóðu til.

Innlent
Fréttamynd

Fjölgun vegna prófkjörs

Skráðum félögum í Samfylkingunni á Akureyri hefur fjölgað um 17,5 prósent á undanförnum tveimur vikum. Á morgun er prófkjör flokksins vegna sveitarstjórnarkosninganna á næsta ári og eru alls 843 flokksfélagar á kjörskrá, að meðtöldum þeim tæplega 130 sem nýlega hafa skráð sig í Samfylkinguna á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Frjálslyndir ósáttir við Samfylkinguna

Þingmaður Frjálslynda flokksins segir Ingibjörgu hafa útilokað samstarf með Frjálslyndum í ræðu sinni á landsþingi LÍÚ. Ingibjörg segir varla nokkurn flokk geta starfað með Frjálslynda flokknum.

Innlent
Fréttamynd

Samtök atvinnulífsins ósátt við ASÍ

Framkvæmdastjóri SA gagnrýnir yfirlýsingu miðstjórnar ASÍ um að uppsögn kjarasamninga sé óumflýjanleg. Segir stöðu fyrirtækja mun verri nú en þegar gengið var til samninga vegna gengisþróunar og spurning hvort þau haldi út.

Innlent
Fréttamynd

Atvinnurekendur sögðu nei við ASÍ

Alþýðusamband Íslands telur að með aukinni verðbólgu hafi hallað á launþega. Samtök atvinnulífsins segja þá aldrei hafa haft það betra. SA hafnaði tillögum ASÍ um tveggja prósenta launahækkanir.

Innlent
Fréttamynd

Allt að 70% verðmunur

Töluverður munur er á verðlagningu hárgreiðslustofa á Akureyri samkvæmt könnun Neytendasamtakanna. Í sumum tilfellum er verðmunurinn allt að 70 af hundraði.

Innlent
Fréttamynd

Flugvélar hafi millilent a.m.k. 67 sinnum á Íslandi

Vélar á vegum bandarísku leyniþjónustunnar hafa millilent í Keflavík og Reykjavík 67 sinnum síðan 2001. Íslensk stjórnvöld vissu ekkert um málið og þingmaður hefur krafist lögreglurannsóknar á því, hvort að fangar séu fluttir um íslenska lofthelgi og pyntaðir.

Innlent
Fréttamynd

Tónlistarmyndbönd hafi slæm áhrif á ímynd stúlkna

Tónlistarmyndbönd geta haft slæm áhrif á sjálfsímynd stúlkna. Þessi myndbönd sýna gjarnan tágrannar stelpur í flegnum fötum, en eins og kunnugt er þá hafa ekki allar stúlkur þessa líkamsbyggingu. Ímynd stúlkna var rædd á ráðstefnu uppeldis- og mannfræðinema.

Innlent
Fréttamynd

Rauð bindi grundvallaratriði í kosningum

Hart er barist um atkvæði átján þúsund Reykvíkinga sem eru á kjörskrá Sjálfstæðisflokksins og hafa í hendi sér hver verður kosinn borgarstjóraefni í prófkjörinu um helgina. Frambjóðendurnir leggja ýmislegt á sig til að heilla kjósendur upp úr skónum með hugmyndaauðgi og ekki síst réttu ímyndinni, þar sem rauð bindi eru grundvallaratriði.

Innlent
Fréttamynd

Telur nýju Hringbrautina mistök

Borgarfulltrúi R-listans telur nýju Hringbrautina vera mistök því hún taki allt of mikið landrými. Hann segir að grafa verði götuna niður eða byggja yfir hana þegar Vatnsmýrin verði byggð upp.

Innlent
Fréttamynd

Litlu sparisjóðirnir þoli varla hærri bindiskyldu

Litlu sparisjóðirnir þola varla hærri bindiskyldu, segir aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Hann undrast málfluting þeirra sem vilja snúa til fyrri hátta, enda notar enginn seðlabanki í þróuðu ríki, bindiskyldu í baráttunni við verðbólgu.

Innlent
Fréttamynd

Lofar lögum um starfsmannaleigur fyrir jól

Ríkisstjórnin situr hjá á meðan glæpafyrirtæki brjóta á fátæku erlendu verkafólki, segir Össur Skarphéðinsson og vill lög hið snarasta. Félagsmálaráðherra segir að íslensk fyrirtæki sem taka þátt í vitleysunni ættu að skammast sín, öllum beri að virða leikreglur á vinnumarkaði enda sé Ísland ekkert fríríki í þessum efnum. Hann lofar lögum um starfsmannaleigur fyrir jól.

Innlent